Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 28
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Tilfinningarússíbani Viku eftir fæðingu, á afmælisdag Ólafs sem var fagnað á spítalanum með pompi og prakt, komu lokaniðurstöður úr rannsóknum Viktors litla. Sibba segir að hún hafi farið að hágráta þegar læknirinn tilkynnti þeim með form- legum hætti að Viktor Skúli væri með þann litningagalla sem 95 prósent af þeim einstak- lingum sem fæðast með Down-heilkennið eru með. „Ég reyndi að finna spurningar til spyrja en vissi í raun ekki hvar ég ætti að byrja. Við vorum á algerum núllpunkti, höfðum enga fyrri reynslu af Down. Ein af þeim spurning- um sem komu upp var í sambandi við tungu- málið, þar sem við byggjum jú ekki í okkar móðurmálslandi og töluðum íslensku heima fyrir en ekki dönsku og að hugsanlega vegna atvinnu minnar gætum við flutt um heiminn. Við höfðum áhyggjur af því að þetta hefði slæm áhrif á talgetu hans. Og þá hreytti hún í okkur að við ættum að gera okkur grein fyrir að lífið okkar væri nú breytt,“ segir Ólafur og viðurkennir að hann hafi farið í gegnum margar tilfinningar dögunum eftir fæðingu Viktors. Sjokk, vonbrigði, sorg og svo sam- viskubit yfir sorginni. „Það erfiðasta sem ég hef gert var að taka við gleðisímtölum frá vinum og ættingjum sem höfðu fengið skilaboð nóttina áður að Viktor væri fæddur hraustur og fullkominn. Segja þeim frá því að hugsanlega væri hann með Down-heilkennið. Að heyra þeirra gleði snúast upp í andhverfu sína var svakalega erfitt.“ Sibba var ákveðin í að þau mundi halda áfram að lifa sínu lífi þó að þau þyrftu að aðlagast breyttum aðstæðum. „Ég man að sagði við þig að það kæmi ekki til greina að þú fórnaðir þínum ferli.“ Rannsóknir sýndu að Viktor Skúli var ekki með hjartagalla og að hann bæði heyrði og sá vel. Sibba segir gleðitár hafi fallið þegar þær fregnir bárust. Fyrstu gleðitárin af mörgum. Eðlileg meðganga Meðgangan var eðlileg og ekkert benti til þess að eitthvað amaði að barninu. Þau fóru í nokkrar auka ómskoðanir á einkarekinni stofu og voru því skoðanir fleiri en vanalega. Sibba segir marga spyrja hana hvort hún hafi ekki farið í hnakkaþykktarmælingu, eins og stendur þunguðum konum til boða frá 11 til 14 viku meðgöngu, til að sjá hvort eitthvað ami að fóstrinu. „Ég fór í þannig mælingu og ekkert kom í ljós. Í dag get ég varla hugsað þá hugsun til enda ef eitthvað hefði komið í ljós og ég hefði tekið ákvörðun sem ég mundi sjá eftir alla ævi.“ Ólafur og Sibba urðu fyrir nokkrum von- brigðum með heilbrigðiskerfið í Danmörku. Því ákvörðunin um að flytja til Belgíu ekki erfið þegar Ólafur var keyptur þangað nokkr- um mánuðum seinna. Hverju hænuskrefi fagnað Í dag er Viktor Skúli aktífur, frekur, þrjósk- ur og glaðlyndur lítill drengur. Hann byrj- aði nýverið að ganga við mikinn fögnuð for- eldra sinna og systur. Nú stoppar hann varla og tröppurnar á heimili þeirra í miklu upp- áhaldi að djöflast í eins og hjá öðrum tveggja ára strákum. Þau segjast reglulega vera spurð hvað það er sem hann getur ekki gert sem jafnaldr- ar hans geta og koma þá iðulega með sama svarið, um að einstaklingar með Down séu jafn misjafnir og við hin. „Það fer í taugarnar á mér þegar einhver segir að börn með Down séu alltaf svo glöð. Það er ekki hægt að flokka þau öll undir sama hattinn frekar en okkur hin,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við vissum ekki mikið um Down-heil- kennið, því sökkti Sibba sér ofan í bækur og fræðiefni á netinu. Þar sökk hún bara ofan í svarthol og ég tók bækurnar af henni. Það var ekki hollt að kryfja þetta of mikið. Við þurfum að lifa í núinu, ekki hugsa of langt fram í tímann og leyfa Viktori að gera hlut- ina á sínum hraða,“ segir Ólafur og bætir við að hverju framfaraskrefi hjá Viktori Skúla sé fagnað ógurlega. „Maður gleymir stundum að skamma til að fagna hverju hænuskrefi.“ Stöðug barátta Viktor Skúli er á leikskóla þar sem bæði eru börn með fötlun og börn með enga fötlun. Hann fer þrisvar í viku í tal-, iðju- og sjúkra- þjálfun auk þess sem foreldrarnir eru dugleg- ir að æfa hann heima fyrir. Hann er ekki byrj- aður að segja meira en nokkur orð og notar tákn með tali enn sem komið er til að tjá sig. Ólafur og Sibba hafa komist að því að það getur verið stöðug barátta við kerfið að eiga fatlað barn, meira að segja á stað eins og Belgíu sem er frekar framarlega á þessu sviði miðað við önnur lönd. Fyrr á þessu ári var Viktor Skúli, þá 9 mán- aða, settur í þroskapróf. Var það til að sjá hvar hann stæði og hvernig honum miðaði áfram. Sibba segir Viktor Skúla hafa komið öllum á óvart í þessu prófi, átt góðan dag og fengið 92 stig. Meðaltal hjá heilbrigðum börnum er frá 85-105 stigum og var Viktor því töluvert yfir meðaltali annarra barna með Down-heil- kennið. „Ég var í sjokki, svo stolt af honum og sjúkraþjálfarinn hans líka. Það snerist svo fljótt við þegar læknirinn tilkynnti mér að Viktor Skúli væri of sterkur til að fá allt sem hann ætti rétt á og mundu sjúkraþjálfunar- tímar hans því skerðast frá 60 tímum á ári niður í 18. Mér fannst þetta aðeins of mikið stökk niður á við. Við börðumst því fyrir nýju prófi sem hann fékk að taka tveimur mán- uðum seinna. Þá átti Viktor Skúli ekki alveg eins glimrandi dag og fengum við því aftur allt sem hann á þarf að halda,“ segir Sibba og þykir miður að Viktori hafi beinlínis verið refsað fyrir að sýna of góða takta á prófinu. „Það er ekki fyrr en maður eignast fatlað barn sem maður upplifir hvernig það er að reka sig stöðugt á veggi.“ Gleðigjafi Hægt er lesa kafla um fæðingu Viktors Skúla í bókinni Gleðigjafar eftir þær Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttir og Thelmu Þorbergsdóttur. Sibba heldur úti bloggsíðu þar sem hún deilir lífi fjölskyldunnar með vinum og vanda- mönnum heima fyrir. Hún segir skrifin hjálpa sér mikið í þessu ferli. Andrea, elsta dóttir þeirra, tekur bróður sínum vel en fékk fljótt að vita að hann væri öðruvísi. Þau fóru þó ekki nánar út í þá sálma enda töldu ekki þörf á strax. Um daginn kom hún hins vegar heim úr afmæli og spurði þau hvort bróðir hennar væri fatlaður. „Þá hafði einhver í afmælinu sagt það við hana. Það var smá áfall fyrir okkur en við vissum auðvitað að það kæmi að þessu. Við höfum tekið eftir að börn spá minnst í þessu og ef einhver er að spyrja eða segja eitthvað þá skín það í gegn hversu vel foreldrar eða aðstandendur hvers barns eru upplýstir. Við tókum okkur góðan tíma í að útskýra fyrir henni að bróðir hennar gæti tekið sér lengri tíma til að læra að ganga og tala og að við þyrftum öll að hjálpa honum. Hún skildi það og er mjög skilningsrík í garð hans. Þau rífast samt líka eins og flest systkini gera.“ Þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu síðustu mánuði hikar Ólafur ekki þegar hann segir að þau mundu endurtaka leikinn undir eins ef þau vissu að þau fengju Viktor Skúla. Hann hefur gert þau að betri manneskjum og allir þeir erfiðleikar og tilfinningarússíbaninn sem þau gengu í gegnum sé bara lítið sandkorn miðað við það sem þau hafa fengið í staðinn. „Mér var einu sinni sagt að þetta væri eins og að færa sig úr sjálfskiptum bíl yfir á bein- skiptan. Við höfum sjálf djókað með þetta og sagt að hann Viktor okkar sé fullkominn í alla staði, honum fylgir bara aðeins meiri pappírs- vinna.“ Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Down-heilkenni. Fólk með Down-heilkenni er með auka- eintak af litningi 21. Útlitseinkenni Augun geta verið skásett eða möndlulaga og haft fallega ljósa bletti í litaða hlutanum en þeir kallast Brushfield-blettir. Nefið getur verið flatt og lítið. Eyru geta verið lítil. Bil á milli stórutáar og þeirrar næstu. Rák þvert yfir lófann, ólíkt flestum öðrum. Heimildi: Downs.is ➜ Down-heilkennið „Ljósmóðirin kom inn til okkar, sagðist ætla að gefa honum ábót, setja á hann nýja bleyju og að hún kæmi aftur eftir 20- 30 mínútur. Við biðum og eftir 30, 40, 50 og svo 60 mínútur vorum við orðin óróleg. Af hverju komu þau ekki til baka með litla kraftaverkið okkar? Ég bað Óla um að athuga hvað væri í gangi. Hann fékk þau skilaboð að þau væru rétt ókomin. Það kom óþægileg tilfinning yfir mig. Ég var ekki að átta mig á því hvað það væri, en hugsaði svo með mér að þetta væri vegna þess hversu þreytt ég væri. Þegar ljósmóðirin kom með Viktor komu tveir læknar með henni og þessu augnabliki gleymi ég aldrei. Ljósmóðirin hélt á Viktori í fanginu og sagði við okkur: „Við höfum grunsemdir um að sonur ykkar sé með Down-heilkenni.“ Ég horfði á ljósmóðurina og svo hina tvo læknana, við komum ekki upp orði, ég starði bara. Óli spurði þau hvað benti til þess. Á þessum tímapunkti fannst mér eins og ég yfirgæfi líkama minn og svifi fyrir ofan rúmið. Óli talaði við læknana og ég horfði á Óla og læknana til skiptis gjörsam lega sljó og dofin. Þær bentu okkur á línuna í hendinni á honum, hugsanlega sandalatá og að hann væri með skásett augu. „Já, en hann er bara líkur stóru systur sinni, hann er bara alveg eins og hún, þið hafið ekki séð hana,“ sagði ég. Óli og læknarnir stóðu hvorir sínum megin við rúmið. Ég horfði á þá, manninn minn sem stóð með tárin í augunum og læknana sem voru að segja okkur hitt og þetta varðandi Down-heilkenni. Ég vildi fá strákinn minn í hendurnar, hélt honum fast að mér og hugsaði: „Hann er minn alveg sama hvað.“ Ég spurði hverjar líkurnar væru og fékk þau svör að það væru 70% líkur á að hann væri með Down-heilkenni. „Þá eru 30% líkur á að hann sé ekki með það,“ hugsaði ég með mér, ákvað að halda í vonina en reyna að vera raunsæ. Ég horfði á Óla tala grátandi við læknana, ég skildi ekki af hverju ég grét ekki, ég bara grúfði mig niður að litla kútnum okkar. Ég reyndi að gráta, en það komu engin tár. Læknarnir fóru fram, við horfðum hvort á annað. Hvað var verið að segja okkur? Við sem vorum að eignast fullkominn lítinn strák. Ha? Er hann með hvað? Down-heilkenni?“ Brot úr kafla sem Sigurbjörg skrifaði í bókina Gleðigjafar HALDA JÓL Í BELGÍU Ólafur Ingi, Sigurbjörg, Andrea Elín og Viktor Skúli verða í Belgíu um jólin, en þau eiga von á nýjum fjölskyldumeðlimi í febrúar. MYND/NICO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.