Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 34
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Loftslagsmál hafa verið í deiglunni síðustu ár og það er ekki bara vegna umhverfissjónarmiða heldur einnig vegna sívax-andi orkuþarfar mann- kyns og tengsla hennar við stöðuna á sviði alþjóðastjórnmála. Banda- ríkjamenn höfðu til dæmis lengi haft áhyggjur af því hve þeir voru háðir orku frá útlöndum, sem setti meðal annars mark sitt á samskipti þeirra við olíuríkin í Mið-Austur- löndum, og Rússland hefur um ára- bil haft tangarhald á ríkjum Mið- og Austur-Evrópu vegna yfirburða sinna í gasframleiðslu og -sölu. Hins vegar kom ný tækni fram á sjónarsviðið upp úr aldamótum sem hefur gerbylt jarðgasvinnslu, sér- staklega í Bandaríkjunum, en önnur ríki hyggjast fylgja í þeirra fótspor. Tæknibylting ruddi leiðina Nýja tæknin, sem komst ekki á fullt skrið fyrr en um 2008, felst í því að borað er niður í gasrík leirsteins- lög, sem eru á um eins til tveggja og hálfs kílómetra dýpi, og sveigja svo til hliðar og bora lárétt í gegn- um lagið allt að þrjá kílómetra í viðbót. Þar eru sprengdar fíngerð- ar sprungur út í steininn og vökva- blöndu dælt ofan í holuna með mikl- um þrýstingi til að sprengja enn lengra út í bergið. Það losar um metangas sem hefur verið bundið í jarðlög um milljónir ára og streym- ir svo upp úr borholunni þar sem það er unnið í vökvaform. Þessi aðferð hefur reynst vel til fram- leiðslu, er ódýr valkostur og hefur örvað orkuframleiðslu víða. Fram- leiðendur hampa sérstaklega þeirri staðreynd að bruni jarðgass til orkuframleiðslu sé mun umhverf- isvænni en kola. Afleiðingin er sú að samkvæmt nýjustu spám Orkustofnunar í Bandaríkjunum mun gasfram- leiðsla þar í landi aukast um nær helming fram til 2040. Ýmis álitamál um umhverfisþætti Eins og áður sagði hafa sumir tekið auknu vægi gassins í orkufram- leiðslu heimsins fagnandi, enda gefur jarðgasbruni frá sér allt að helmingi minni koltvísýring en kolabruni sé miðað við framleiðslu á ákveðnu magni af rafmagni. Nýja tæknin er þó ekki gallalaus og fráleitt óumdeild. Til dæmis hefur mikill styr staðið um rann- sóknarboranir í Bretlandi síðustu vikur. Óæskilegar hliðar verkanir eru meðal annars auknar jarð- hræringar, þörf á gríðarlegu magni vatns, enda þarf að dæla milljónum lítra niður í hverja holu, og ekki síst sú áhætta sem tekin er með því að blanda ýmiss konar kemískum efnum saman við vatnið og sandinn sem eru send niður í brunninn. Þar á meðal eru tærandi efni og efni sem er vitað til þess að eru krabba- meinsvaldandi. Loks hafa sumir bent á að þegar horft er á vinnslu leirsteinsgassins heildrænt skilji hún eftir sig kolefn- isfótspor sem sé litlu minna en kol- anna, sérstaklega vegna vöruflutn- inga á vatninu til niðurdælingar og eins flutninga á gasinu frá upp- sprettunum. Áhrif á alþjóðasviðið Ein mestu áhrif leirsteinsgass- ins verða ef til vill á sviði alþjóða- stjórnmála. Bandaríkjunum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að einblína um of á Mið-Austurlönd í utanríkisstefnu sinni vegna orku- hagsmuna; aðgengis að olíu og gasi. Öðlist Bandaríkin frekari sjálf- bærni í orkumálum, er ljóst að vægi Persaflóaríkjanna á alþjóðasviðinu gæti dvínað nokkuð. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði sjálfur í viðtali við tíma- ritið Time að ný tækni við vinnslu á jarðgasi og olíu hafi styrkt stöðu Orkubylting eða loftkastalar? Mikil umræða hefur verið í orkugeiranum síðustu misseri um vinnslu svokallaðs leirsteinsgass, það er jarðgass sem er fengið úr jarðlögum á miklu dýpi með nýstárlegum og umdeildum aðferðum. Tilkoma þess hefur þegar breytt landslaginu í orkuiðnaðinum og gæti auk þess haft veruleg áhrif á alþjóðastjórnmál á komandi árum og áratugum. landsins. Minna sé nú flutt inn af olíu og útlit sé fyrir að sú þróun haldi áfram. „Og það held ég að gefi okkur aukið frelsi til að tala fyrir þeim Mið-Austurlöndum sem við viljum sjá og þeim heimi sem við viljum sjá.“ Annað stórt ríki mun þó vænt- anlega líða fyrir aukna gasfram- leiðslu Bandaríkjanna og annarra. Rússland getur að miklu leyti þakk- að uppgang sinn síðustu ár, sérstak- lega fyrir hrun, því tangarhaldi sem það hefur haft á Evrópuþjóðum vegna sölu á gasi. Það mun þó óum- flýjanlega breytast með tilkomu annarra stórra söluaðila og líka ef Evrópulöndin munu hefja gasnám með sprunguaðferðinni. Kína hefur verið rísandi heims- veldi síðasta áratuginn en er um margt háð öðrum löndum um orku- gjafa þar sem það hefur flutt inn ómælt magn af kolum og olíu. Kín- verjar líta því til þess með glýju í augum að geta nýtt sér hið gríðar- lega magn leirsteinsgass sem ætlað er að liggi þar í jörðu. Kínverjar hafa lagt í miklar fjárfestingar víða um heim til að tileinka sér þá tækni sem þarf til að nýta sér þá auðlind. Óvíst er þó hvort gasvinnsla með sprungu- aðferðinni muni nýtast þeim eins vel og Bandaríkjamönnum því að leirsteinslögin sem um ræðir eru gljúpari en þau í Bandaríkjunum og springa því síður, auk þess sem aðgangur að vatni, sem er svo mik- ilvægur þessu ferli, er miklum mun minni í Kína en víðast hvar annars staðar. Ekkert í hendi Málið er því margslungið og ekk- ert í hendi þegar leirsteinsgas er annars vegar. Í fyrsta lagi er ekki komin löng reynsla á sprungu- tæknina og hún mætir mikilli mót- spyrnu hjá umhverfisverndarsinn- um. Fyrstu merki breytinga eru þó auðsjáanleg, þó ekki sé nema í orð- ræðunni um orkugjafa framtíðar- innar. Hvort það verði til meirihátt- ar sviptinga á sviði umhverfismála eða stjórnmála kemur í ljós með tíð og tíma. Sprunguaðferðin– Gæti breytt orkumörkuðum heimsins Ekkert íslenskt hugtak er um hydrolic fracturing, eða „fracking“, á ensku. Það mætti útleggja sem „sprunguaðferðina“ og í því felst tvíþætt ferli til að vinna jarðgas úr setlögum á miklu dýpi. Annars vegar er borað niður í lagið og hins vegar er vatni, blönduðu sandi og ýmsum efnum, dælt niður í holuna með miklum þrýstingi til að sprengja út setlagið og leysa þannig um jarðgas. B O R F E R L I Ð Borinn: Tíminn sem það tekur frá því að borun hefst þangað til komið er á endapunkt er á bilinu þrjár til sex vikur. (Met- tíminn á 4.00 metra holu er rúmir sjö dagar.) Vatnsgeng jarðlög: Vatnsgeng jarðlög þar sem vatn rennur nokkuð greitt um eru alla jafna á um 100 metra dýpi. Vatnsverndarráðstafanir: Þreföld fóðring er um borholuna til að koma í veg fyrir grunn- vatnsmengun. Brunngöngin: 11,4 cm Heildarvídd: 24,5 cm Jarðsteinslag: Bergmyndanirnar eru um 1.000 til 2.500 metra undir yfi rborði jarðar. Snúningurinn: Bornum er snúið í lárétta stöðu um 150 metrum yfi r leirsteinslaginu. Lárétti spottinn verður allt að 3.00 metra langur. Aff alslón Þar er leðja úr bor- göngunum geymd. Borgöngin: Steypufóðruð stállögn. Steypa Leirsteinn sem inniheldur jarðgas Götun: (jet perforation) Göt eru slegin út í gegnum lögnina og steypuna og inn í bergið með sprengihleðslum. Gatabyssan Borun lokið Borgöngin hreins- uð og borbúnaður- inn er fj arlægður. S P R U N G U M Y N D U N A R F E R L I Ð 1 Sprungumyndandi vökvi á háum þrýstingi: Blöndu af vatni, sandi og aukaefnum er dælt niður í holuna með gríðarháum þrýstingi, rífl ega 100 börum, eða um 1.500 psi. 2 Pumpað áfram: Vökvaþrýstingur-inn er aukinn og sprengir út í bergið, um 200 til 300 metra. Sand- trukkur Blandari Dælubíll Vatnstankbíll 3 Dæling Jafnan þarf um 20.000 rúmmetra af vatni, að jafngildi um 500 tankbíla, auk 1.800 tonnum af sandi og um 100 tonnum af aukaefnum sem stuðla að viðloðun. Sprungu- vökvinn: 95% vatn 4,5% sandur 0,5% aukaefni 4 Útrennsli: Vatninu er dælt út úr holunni. Því er annaðhvort komið fyrir eða það endurnotað. 5 Gasfl æði: Sandurinn verður eft ir og heldur sprungunum opnum til að hleypa gasinu upp. Sprungumyndunarferlið tekur um tíu daga. 6 Framleiðsla: Holutoppurinn er áfram á sínum stað og lögn liggur út að geymslutönkum. Ein borhola getur skilað þúsundum rúmmetra af jarðgasi á dag í 20 til 40 ár. Holutoppur Gaslögn að geymslu- tönkum Heimildir: Ground Water Protection Council, Exxon Mobil, Austin Exploration Limited © GRAPHIC NEWS Þrátt fyrir að ætla mætti að flestir tækju nýjum orkuuppsprettum fagnandi eru enn uppi efasemdir um ágæti leirsteinsgassins. Til að mynda hertu bresk stjórnvöld nýlega skilyrði fyrir áframhaldandi til- raunaborunum. Bann var lagt við borunum fyrir einu og hálfu ári eftir að vart varð skjálftavirkni í fyrri borunum og því var ekki aflétt fyrr en í síðustu viku. Í samtali við BBC varaði Ed Davey orkumála- ráðherra við of miklum ákafa, þar sem útlit væri fyrir að verkefnið gæti tekið langan tíma. „En það er fyrir öllu að þessi þróun komi ekki niðri á dreifðum byggðum eða umhverfinu.“ Hinum megin við Ermarsund stöðvaði Francois Hollande Frakklands- forseti allar rannsóknir í þessum efnum eftir gríðarlegan þrýsting frá umhverfisverndar sinnum. Þá hafa þýsk stjórnvöld sömuleiðis neitað að gefa leyfi fyrir slíkum borunum. Hér á Íslandi eru ekki aðstæður til að vinna gas úr jörðu með þessum hætti þar sem setlögin eru annars eðlis og geyma ekki í sér gas með þeim hætti sem hér er fjallað um. ALLUR ER VARINN GÓÐUR VILJA EKKI SPRUNGUVIRKJANIR Andstaða er meðal almennings í Bretlandi við fyrirhuguðum borunum eftir leirsteinsgasi. Þó var banni á tilraunaborunum nýlega aflétt eftir eitt og hálft ár. NORDICPHOTO/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.