Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 40

Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 40
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 ➜ Sharapova eina konan á listanum Tenniskonan Maria Sharapova er sú eina sem kemst inn á topp 50 listann yfir tekjuhæstu íþróttamenn veraldar. Hin 25 ára gamla Sharapova „önglaði“ saman rétt tæplega 3,5 milljörðum kr. frá því í júní á síðasta ári og fram undir mitt ár 2012. Sharapova fékk um 740 milljónir kr. í verð- launafé á tennismótum en hún fékk rétt um 2,8 milljarða kr. fyrir auglýsingasamninga. Sharapova er í 26. sæti á lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn og konur veraldar árið 2012. Mayweather langtekjuhæsti íþróttamaðurinn Þegar allar tekjur knattspyrnumanna eru teknar með í dæmið trónir David Beckham á toppnum. Hinn 37 ára gamli Englendingur er með gríðarlega marga samninga við ýmis fyrirtæki og þaðan kemur meirihluti af tekjum hans. Tekjuhæstu knattspyrnumenn veraldar. Tekjur af auglýsingasamningum eru reiknaðar með: BECKHAM TRÓNIR Á TOPPNUM Lionel Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður veraldar en hann hefur farið á kostum með spænska liðinu Barcelona á árinu 2012. Messi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Barcelona fram til ársins 2018– en hann verður samt sem áður ekki launahæsti knattspyrnumaður heims. Messi var með samning við Barcelona sem átti að renna út í lok leiktíðar árið 2016. Hann framlengdi um tvö ár, líkt og fyrirliðinn Carles Puyol og Xavi, sem eru með samninga út árið 2016. Í samningnum er ákvæði sem Messi getur nýtt sér líki honum ekki dvölin hjá Barcelona. Hann getur óskað eftir því að fara frá félaginu ef eitthvað lið vill kaupa hann á 250 milljónir evra eða sem nemur rétt tæplega 42 milljörðum ísl. kr. Toni Freixa, talsmaður Barcelona, sagði við fréttamenn þegar greint var frá samningi Messi að það væri ólíklegt að Messi væri tekjuhæsti fótboltamaður veraldar. Þetta er í fimmta sinn sem Messi skrifar undir nýjan samning við Barcelona frá því hann skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn árið 2005. Samkvæmt heimildum sænska dagblaðsins Aftonbladet hefur Messi verið með um 1,7 millj- arða kr. í árslaun. Nýr samningur tryggir honum um 2,7 milljarða kr. í árslaun en Messi verður 31 árs gamall þegar samningurinn rennur út. Messi á samt sem áður langt í land með að ná árslaunum fyrrverandi samherja síns hjá Barcelona, Samuel Eto‘o. Kamerúnmaðurinn fær um 3,3 milljarða kr. á árslaun hjá rússneska liðinu Anzhi. Fjölmörg fyrirtæki hafa gert samninga við Messi á undanförnum árum. Tekjur af þeim samningum eru ekki reiknaðar inn í árslaun hans. Messi er með samninga við Adidas, Pepsi og EA Sports. Talið er að Messi fái um 5,5 milljarða kr. í árs- laun þegar allar tekjur hans eru teknar saman. Hinn 25 ára gamli Messi er nú þegar markahæsti leikmaður allra tíma hjá Barcelona en hann hefur skorað 90 mörk á þessu ári fyrir félagið. Lionel Messi er falur fyrir 42 milljarða Besti knattspyrnumaður veraldar verður 31 árs gamall þegar samningur hans við Barcelona rennur út árið 2018. Verð- miðinn á Argentínumanninum er klár ef eitthvert félag hefur áhuga. Hann er samt sem áður ekki tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. 1 1 Samuel Eto’o (Kamerún) Félag: Anzhi, Rússland David Beckham (England) Félag: LA Galaxy, Bandaríkin tekjur af auglýsingasamningum eru ekki reiknaðar með Milljarðar Milljónir Félag króna punda 2. Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) PSG, Frakkland 2,35 11,54 3. Wayne Rooney (England) Manchester United, England 2,24 10,98 4. Yaya Toure (Fílabeinsströndin) Manchester City, England 2,11 10,34 5. Sergio Aguero (Argentína) Manchester City, England 2,03 9,95 6. Didier Drogba (Fílabeinsströndin) Shanghai, Kína 1,95 9,55 7. Fernando Torres (Spánn) Chelsea, England 1,75 8,6 8. Darío Leonardo Conca (Argentína) Guangzhou, Kína 1,71 8,4 9. Lionel Messi (Argentína) Barcelona, Spánn 1,7 8,35 10. Cristiano Ronaldo (Portúgal) Real Madrid, Spánn 1,63 7,98 Árslaun: 3,25 milljarðar kr. (15,91 milljón punda) Árslaun: 5,8 milljarðar kr. (þar af 4,6 ma.kr. vegna auglýsingasamninga) Launahæstu knattspyrnumenn veraldar Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather mætti tvisvar í „vinnuna“ og fékk hinn 35 ára gamli Bandaríkjamaður um 10,7 milljarða kr. í sinn hlut. May- weather mætti Victor Ortiz í boxhringnum og fyrir þann bardaga fékk hann rétt um 5 milljarða kr., og 5,7 milljarða fyrir bardagann gegn Miguel Cotto. Mayweather er eins og kjarnorkuúrgangur þegar kemur að samstarfssamningum við stórfyrirtæki. Ástæðan er einföld. Hann fékk þriggja mánaða fangelsisdóm vegna heimilisofbeldis. 2. Manny Pacquaio (Filippseyjar) 33 ára, hnefaleikar Heildartekjur 2012: 7,8 milljarðar kr. 3. Tiger Woods (Bandaríkin) 36 ára, golf Heildartekjur 2012: 7,44 milljarðar kr. 4. LeBron James (Bandaríkin) 37 ára, NBA-körfubolti Heildartekjur 2012: 6,64 milljarðar kr. 5. Roger Federer (Sviss) 30 ára, tennis Heildartekjur 2012: 6,6 milljarðar kr. 6. Kobe Bryant (Bandaríkin) 33 ára, NBA-körfubolti Heildartekjur 2012: 6,55 milljarðar kr. 7. Phil Mickelson (Bandaríkin) 41 árs, golf Heildartekjur 2012: 6 milljarðar kr. 8. David Beckham (England) 37 ára, fótbolti Heildartekjur 2012: 5,8 milljarðar kr. 9. Cristiano Ro- naldo (Portúgal) 27 ára, fótbolti Heildartekjur 2012: 5,33 milljarðar kr. 10. Peyton Mann- ing (Bandaríkin) 36 ára, NFL-deildin Heildartekjur 2012: 5,31 milljarðar kr. 2. Cristiano Ronaldo (Portúgal) Félag: Real Madrid, Spánn. Heildartekjur 2012: 5,33 milljarðar kr. Þar af eru 2,8 milljarðar kr. vegna auglýsingasamninga. 3. Lionel Messi (Argentína) Félag: Barcelona, Spánn. Heildartekjur 2012: 4,88 milljarðar kr. Þar af eru 3,2 milljarðar kr. vegna auglýsingasamninga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.