Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 48
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48
SÍMON HRAFN
KARLSSON
5 ÁRA
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Stekkjastaur, ég man ekki
af hverju.
Áttu uppáhaldsjólalag?
Já, það heitir Er það
brúða eða bíll?
Hvað finnst þér
skemmtilegast að gera
um jólin?
Að búa til snjókarl.
Hvernig skreytið þið
heimilið fyrir jólin?
Með jólatré og jólaskrauti.
DAGUR ARI
ÓLAFSSON
5 ÁRA
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Bjúgnakrækir.
Af hverju
höldum við jól?
Vegna þess að Jesúbarnið
fæddist um jólin.
Hvað fékkst þú
í skóinn í nótt?
Mandarínu og líka sleikjó.
En hvert er uppáhalds-
jólalagið þitt?
Jólasveinar einn og átta.
Hvað er mikilvægt
við jólin?
Jólatré.
HERDÍS LILIAN
JENSEN
5 ÁRA
Hlakkar þú til jólanna?
Já, af því að þá er hægt
að renna sér á sleða.
Hvað fékkst þú
í skóinn í nótt?
Hello Kitty límmiða.
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Stúfur, af því hann er
minnstur og sætastur.
Hvað finnst þér vera
mikilvægt á jólunum?
Að borða jólamat.
ELÍSABETH
ELVA ÁSGEIRS-
DÓTTIR
5 ÁRA
Hvað fékkst þú
í skóinn í nótt?
Ég man það ekki.
Veist þú hvar jólasvein-
arnir eiga heima?
Þeir eiga heima í fjöll-
unum.
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Kertasníkir.
Eruð þið byrjuð
að skreyta heimilið
fyrir jólin?
Já, það er búið að setja
upp jólastjörnur.
Átt þú uppáhaldsjólalag?
Já, Snæfinnur snjókarl.
BIRKIR
GUNNAR
VIÐARSSON
6 ÁRA
Fékkst þú
í skóinn í nótt?
Já, ég fékk svona
Lego-karl með brauð í
hendinni.
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Stekkjastaur.
Ætlar þú að gefa ein-
hverjum gjöf um jólin?
Já, ömmu minni.
Hefur þú hitt jólasvein?
Já, ég hitti einu sinni þrjá
jólasveina á jólaballi.
Hvert er uppáhalds-
jólalagið þitt?
Solla á bláum kjól.
SNÆDÍS SÓL
INGIMUNDAR-
DÓTTIR
5 ÁRA
Fékkst þú eitthvað í
skóinn í nótt?
Já, þessa sokka.
Hvers hlakkar þú mest
til um jólin?
Að skreyta heimilið.
Eruð þið byrjuð að
skreyta?
Já, við erum búin að setja
jólastjörnu og jólaskraut.
Hefur þú einhvern
tímann hitt jólasvein?
Já, þeir voru hérna í
Hafnarfirðinum.
Ætlar þú að gefa ein-
hverjum jólagjöf?
Já, ömmu minni.
ARMANAS
NORKUS
5 ÁRA
Fékkst þú
í skóinn í nótt?
Já, ég fékk tvo keppnis-
bíla!
Hver er uppáhaldsjóla-
sveinninn þinn?
Stekkjastaur
Ætlar þú að gefa ein-
hverjum jólagjöf?
Já, bróður mínum, hann
er sko miklu stærri en ég.
Hvaða jólalag finnst
þér skemmtilegast að
syngja?
Á jólunum er gleði
og gaman. Það voru
unglingar um daginn sem
sungu það alveg rosalega
hratt!
Halla Þórlaug
Þorsteinsdóttir
halla@frettabladid.is
SNJÓRINN ER
MIKILVÆGUR
UM JÓLIN
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Krakkarnir á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði biðu jólanna
með eftirvæntingu og nýttu tímann á aðventunni til að
æfa jólalögin, föndra og skreyta. Flest hafa börnin hitt jóla-
sveinana og sum vita meira að segja hvar þeir eiga heima.