Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 68
Nú er Létt Bylgjan jólastöðin þín Ljúf og þægileg jólatónlist alla daga til jóla Ellen er á dagskrá Stöðvar 2 alla virka daga klukkan 17.35 og sýndur aftur á Stöð 2 Gull klukkan 19.00 Vinsælasti spjallþáttur heims 8 | FÓLK | JÓL Hönnunarverksmiðjan er blanda af arkitekta- og hönnunarstofu. Ég kynntist leysiskurðartækninni í meistaranáminu í Barcelona og þegar ég flutti aftur í heimahagana að námi loknu keypti ég leysiskurðarvél, í samvinnu við aðra,“ segir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, en hún rekur Hönnunarverk- smiðjuna í gamalli verbúð við Höfnina á Húsavík. „Markmiðið var að setja af stað tæknismiðju í kringum leysiskurðinn og búa til vettvang til að tæknimennta fólk hér á svæðinu. Sú hugmynd verður von- andi að veruleika fljótlega. Sem stendur er þetta hattur yfir mína arkitektavinnu og hönnun en einnig er ég að framleiða fyrir aðra.“ Arnhildur tók alfarið við rekstri Hönnunarverksmiðjunnar í vor og hefur meðal annars skorið út minjagripi sem tengjast svæðinu kringum Húsavík og Íslandi, svo sem þrívíddarpúsluspil af lunda, burstabæjum og fleiru. Þá skar hún út þrívíddarmódel af beinagrind hvals sem hangir uppi á Hvalaskoðunar- safninu á Húsavík. Hún segir ferðamenn- ina mjög hrifna af módelinu. Nú í vetur hóf hún einnig að skera út jólavörur úr pappa og mdf-plötum. „Þetta eru fyrstu jólavörurnar frá mér. Ég hafði þær ekki margar og þær eru ekki framleiddar í miklu magni. Mig langaði til að bjóða upp á að fólk þyrfti ekki að fara út fyrir Húsavík til að kaupa skemmtilegar jólagjafir,“ segir Arnhildur en þó geta þeir sem ekki eru búsettir á Húsavík nálgast vörurnar hennar í verslunum, svo sem Hrím og Epal. Í jólalínu Hönnunarverksmiðjunnar eru jólatré sem kaupandinn setur saman og pakkamiðar í formi hreindýra og svína. Jólakötturinn er skemmtilega útfærður og einnig sker Arnhildur út bókstafi og nöfn sem eru vinsælar jólagjafir. Nánar má forvitnast um Hönnunar- verksmiðjuna á Facebook og á www. honnunarverksmidjan.is. ■ heida@365.is HÖNNUNARVERK- SMIÐJA VIÐ HÖFNINA ÍSLENSK HÖNNUN Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir rekur Hönnunarverk- smiðjuna í gamalli verbúð á Húsavík. ARNHILDUR PÁLMADÓTTIR arkitekt við vinnu sína í Hönnunarverksmiðj- unni á Húsavík. MYND/HÖNNUNARVERKSMIÐJAN JÓLATRÉ Einföld jólatré úr mdf- plötum sem kaupandinn setur saman heima. Það er góð fjölskylduþerapía að velja jólatré úr Jólaskóginum því hingað koma oft þrír ættliðir saman í leit að hinu eina sanna jólatré,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem býð- ur gestum í Heiðmörk að ýmist höggva eigið jólatré eða kaupa nýhöggvin jólatré og hin frábæru tröpputré í Jóla- markaðinum Elliðavatni. „Jólatrén úr Heiðmörk eru heilbrigð og góð og vitaskuld pöddufrí og laus við sveppi,“ upplýsir Helgi í fögrum Jólaskóginum í Hjalladal. „Hingað er reglulega jólalegt að koma í fögru vetrarveðri með fjölskyldunni, tylla sér við varðeld og hitta jóla- sveina,“ segir Helgi. „Við bjóðum upp á kakó og pipar- kökur og á hlaði Jólamarkaðsins standa menn og rista möndlur að hætti Mið- Evrópubúa innan um íslenskt hand- verksfólk og rithöfunda sem lesa úr bókum sínum í notalegu skógarrjóðri.“ Að sögn Helga eru nýhöggvin jólatré tilbúin í jólatrésfótinn því æðar þeirra séu vel opnar. „Hlutföll í náttúrunni eru hins vegar ekki þau sömu og heima í stofu og stundum hætta á að fólk mis- reikni sig í stærð trésins sem það fellir. Ágætis viðmið er að velja tré í sömu hæð og meðalstór karlmaður því þegar heim kemur á það eftir að hækka í jóla- trésfætinum og með jólatréstoppi.“ Jólamarkaðurinn Elliðavatni er opinn frá 11 til 16 um helgina. Jólaskógurinn í Hjalladal í Heiðmörk verður opinn meðan birtu nýtur. JÓL Í HEIÐMÖRK EKTA JÓLASTEMNING Um helgina eru síðustu forvöð að höggva jólatré í Jólaskógi Heiðmerkur. Þar verða jólasveinar, varðeldur og ristaðar möndlur. LESIÐ MEÐ SVEINKA Í dag milli 13 og 14 lesa Gunnar Helgason og Svavar Gestsson upp úr nýkomnum bókum sínum í Rjóðrinu. Á morgun milli 13 og 15 lesa rithöfundarnir Þórarinn Leifsson og Auður Jónsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.