Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 80

Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 80
FÓLK| BERFÆTT Ina Garten er vin- sæll bandarískur sjónvarpskokkur. Bæði Martha Stewart og Oprah Winfrey hafa lofað þættina hennar. 12 | FÓL | JÓL SÚKKULAÐISLEIKJÓ Nota má bæði hvítt og dökkt súkkulaði í sleikjóinn. Áríðandi er að nota gott súkkulaði sem hentar í konfekt. Sjónvarpskokkurinn Ina Garten, betur þekkt sem Barefoot Contessa á Food- sjónvarpsrásinni gefur hér uppskrift að súkkulaðisleikjó. Ina notar hvítt súkkulaði en vel má nota brúnt. Einnig er hægt að skreyta sleikjóinn á margvíslegan hátt. Pinna í sleikjóinn er hægt að fá í versluninni Allt í köku í Ármúla. ÞAÐ SEM ÞARF: 450 g hvítt súkkulaði ½ bolli þurrkuð kirsuber ½ bolli saltaðar og ristaðar kasjúhnetur Setjið bökunarpappír á borð. 350 g af súkkulaði eru sett í skál og hituð í örbylgjuofni í 30 sek- úndur. Fylgist vel með súkkulaðinu og hrærið með sleif þegar það er tekið út. Setjið þá aftur í 30 sek- úndur og hrærið síðan aftur. Gerið þetta aftur og aftur þangað til súkkulaðið er bráðnað. Nauðsyn- legt er að fara eftir þessum tíma. Þegar súkkulað- ið er bráðnað er restinni bætt við og hrært áfram með heitu súkkulaðinu þar til allt er bráðnað. Setjið súkkulaði á pappír með stórri matskeið og leggið spýtuna fallega í þannig að súkkulaðið þeki hana. Stráið niðurskornum kasjúhnetum og kirsuberjum yfir hvern sleikjó. Einnig má nota aðrar tegundir af hnetum eða berjum eftir smekk. Bíðið þar til súkkulaðið stífnar en þá eru pinnarnir tilbúnir. HEIMAGERÐUR SÚKKULAÐISLEIKJÓ Eiginmaðurinn varð sér úti um silkiþrykkgræju einn daginn og fór að þrykkja á boli. Síðan þá hefur ákveðin vöruþróun átt sér stað smám saman, kannski bara eftir því sem okkur hefur vantað gjafir og fleira,“ segir grafíski hönnuðurinn Þorbjörg Helga Ólafsdóttir en hún og Sæþór Örn Ásmundsson vídeóhönnuður reka sam- an vinnustofuna Farva á Laugavegi 13. Þau hjónin byrjuðu fyrir ári síðan að prenta á pappír fyrir jólin og svo bætt- ust við gestabækur og kort. Nýjasta varan er viskustykki úr bómull með jóla- legu munstri. „Ég hafði verið að selja jólakort sem ég hannaði sjálf í nokkur ár áður en Farvi varð til fyrir einu ári. Þetta er þó meira eins og aukabúgrein hjá okkur á kvöldin og allt voða heimilislegt og huggulegt hjá okkur. Ég hef hannað munstrin en Sæþór hefur alveg séð um bolina. Hann sér líka alveg um að þrykkja munstrin á bómullina og papp- írinn. Ég vinn bara í tölvunni,“ segir hún glettin. „Við notum eingöngu um- hverfisvænan pappír og lífræna bómull og viljum halda okkur á umhverfisvænni línu.“ Vinnustofa Farva er að Laugavegi 13 á annarri hæð og geta gestir og gang- andi litið við í dag milli klukkan 14 og 18 og fylgst með Sæþóri þrykkja. Þá er hægt að fylgjast með Farva á Facebook. ■ heida@365.is JÓLASMIÐJA FARVA UMHVERFISVÆN HÖNNUN Hjónin Þorbjörg Helga Ólafsdóttir og Sæþór Örn Ásmundsson hanna undir merkinu Farvi og handþrykkja á bómull og pappír. JÓLAPAPPÍR OG KORT Eingöngu er not- aður umhverfisvænan pappír og litir hjá Farva. MYND/FARVI SILKIÞRYKK Sæþór varð sér úti um silkiþrykkgræju og fór að þrykkja á boli. Nú þrykkir hann einnig á pappír og bómullarviskustykki. MYND/VALLI ÍSLENSK ULL Ingibjörg Styrgerður hannar munstur út frá ferköntuðum reitum og lætur vefa púðana úr svartri og hvítri ull. Púð- arnir eru litaðir eftir á. MYND/INGIBJÖRG STYRGERÐUR HARALDSDÓTTIR Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, textílhönn- uður og vefari, hannar púða úr íslenskri ull. Munstur púðanna eru unnin upp úr 144 fer- köntuðum reitum sem Ingibjörg tengir saman. Þannig hefur hún búið til fjölda munstra en sjö þeirra valdi hún á púðana. Púðarnir eru ofnir í verksmiðju í Litháen úr hvítri og svartri íslenskri ull en Ingibjörg flytur ullina út. Þá litar hún púðana eftir á í hinum ýmsu litum. Púðarnir, sem eru um 63 x 63 sentímetrar að stærð, fást í Safnbúð Þjóðminjasafnsins og í Byggðasafninu í Skógum. Þá verða púðar Ingibjargar til sölu á Popup-markaðnum í Hörpu nú um helgina. PÚÐAR ÚR OFINNI ULL Jólapakkinn gildir frá 23 des. 2012 til 3. feb 2013 GEFÐU JÓLAPAKKA STÖÐVAR 2 JÓLAPAKKINN INNIHELDUR ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 AUK ÞESS SEM MASTERCHEF SVUNTA FYLGIR FRÍTT MEÐ Þú færð Jólapakkann í sölubás Stöðvar 2 Kringlunni og í Skaftahlíð 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.