Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 82

Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 82
FÓLK| Ellefti jólasveinninn, Gáttaþefur, kom til byggða í nótt og skildi eftir góðgæti í skóm flestra barna. Heimsóknir Gáttaþefs og bræðra hans hófust um árið 1930 en talið er að þessi siður hafi borist hingað til lands með íslenskum sjómönnum sem sigldu um Norðursjó. Í Hol- landi og nágrenni tíðkaðist á þeim tíma sá siður að setja skóinn út í glugga aðfaranótt 6. desember, sem er messudagur heilags Nikulásar, verndara barna og sæfara í kaþólskum sið. Þar sem heimsóknir jólasveinanna þróuðust innan afmarkaðra hópa hérlendis var töluvert ósamræmi milli fjölskyldna er sneri að komudegi þeirra og hversu mikið var gefið í skóinn í hvert skiptið. Jólasveinarnir heimsóttu tiltölulega fá heimili fyrst um sinn en um miðja síðustu öld urðu heimsóknir þeirra algengari. Fyrstu árin var misjafnt eftir heimilum hvaða dag skórinn var settur fyrst út í glugga. Sums staðar tíðkaðist meira að segja að byrja 1. desember. Jólasveinarnir voru svo misgjafmildir og af einhverjum ástæðum tengdist það oftast efnahagi foreldra barnanna. Í lok 7. áratugar síð- ustu aldar var ástandið orðið svo slæmt að tilefni þótti til að leita til þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins um hvernig mætti bregðast við slíku ósamræmi. Í kjölfarið var rekinn mikill áróður í fjöl miðlum og leikskólum þess efnis að fyrst jólasveinarnir væru þrettán kæmu þeir til byggða einn í einu, þrettán dögum fyrir jól. Framvegis myndu þeir gefa hóflegar gjafir og gæta betur samræmis í gjöfum til barna. Það hefur að mestu gengið eftir síðan þá þótt stundum eigi það vissulega til að gleymast. Heimildir: Saga daganna og Saga jólanna eftir Árna Björnsson. 14 | FÓLK | JÓL Undanfarin ár hafa börn úr leikskólum höfuðborgar-svæðisins skreytt strætisvagna að utan með fallegum jólateikningum. Hugmyndin fæddist fyrir nokkrum árum, segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós, og á sér danska fyrirmynd. „Þetta eru þriðju jólin sem við fáum börn á leikskólaaldri til að skreyta strætisvagna okkar. Hugmyndin fæddist í umræðu hér innanhúss fyrir nokkrum árum síðan en á sér danska fyrirmynd. Þar í landi fá leikskólar stundum strætisvagna í heimsókn sem börnin mega skreyta. Börn hér á landi elska strætisvagnana og það er ein skemmtilegasta og eftirminnilegasta afþreying leikskólabarna að taka lítinn rúnt í strætisvagni.“ ALLAR MYNDIR Á BORÐA Börnum á leikskólum höfuðborgarsvæðisins var boðið að senda inn jólamyndir og var tekið vel í bón fyrirtækisins að sögn Reynis. Um 1.100 myndir bárust frá 4-6 ára börnum úr rúmlega 40 leikskólum. „Við skönnuðum allar myndirnar inn og létum útbúa borða sem límdur er utan um hvern vagn. Síðan létum við útbúa plakat þar sem allar myndirnar mynda bókstafinn „S“. Plakötin sendum við síðan á alla leikskóla sem tóku þátt. Segja má að þetta sé samfélagslegt framlag okkar til þessa hóps.“ MYNDIR Á VEFNUM Strætó dró síðan einn leikskóla úr hverju byggðarlagi á höfuð- borgarsvæðinu úr pottinum og hafa þeir skólar fengið heim- sókn í desember. „Þá mætir einn strætisvagn í heimsókn og jólasveinn fylgir með. Þar hafa börnin fengið að skreyta vagninn að innan með ýmsu sem þau hafa föndrað sjálf í leikskólanum.“ Skrautlegu jólavagnarnir munu aka um höfuðborgarsvæðið fram til 6. janúar en þá verðu borðunum skipt út fyrir hefðbundna auglýsingaborða að sögn Reynis. „Viðbrögðin við þessu verkefni okkar hafa verið góð, sérstaklega hjá börnunum sjálfum og leik- skólunum sem fá vagnana í heimsókn. Inn sendum teikningum hefur fjölgað milli ára og ég hvet alla foreldra til að skoða mynd- irnar inn á vefnum okkar, www.straeto.is/jolamyndir.“ SKRAUTLEGIR STRÆTISVAGNAR JÓLASTRÆTÓ Strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins eru óvenju fallegir þessa dagana, en fallegar jólamyndir leikskólabarna prýða nú vagnana. Myndirnar má einnig skoða á vef Strætós. STRÆTÓJÓL Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós. MYND/STEFÁN SKÓR Í GLUGGA REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR 10” ANDROID 4.0 SPJALDTÖLVUR Vegna mikilla vinsælda erum við að fá aukasendingu af bæði Sharper Image og United. Lenda í byrjun vikunnar. Hægt að tryggja sér eintak úr sendingunni í verslunum okkar eða á tl.is. Cortex A8 örgjörvi, 5 punkta snertiskjár og sterkbyggð umgjörð. Taska með standi fylgir auk 4GB microSD korti og heyrnartólum. Android 4.0 Sharper Image M18A United TAB 1012 Cortex A9 örgjörvi. Nett og létt með 5 punkta snertiskjá. 19.990 19.990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.