Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 88
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 64 vík. Það er ekki vegna sjúkdómsins heldur vegna hugsunarleysis fólks þegar það byggir hús eða opnar veitingastaði án þess að huga að aðgengi fatlaðra. Það er þetta hugsunar- leysi sem háir mér, ekki sjúkdómurinn.“ Fór í útskriftarferðina Síðastliðið vor hugðust samnemendur Ingu Bjarkar fara í útskriftarferð til Benidorm. Til þess að Inga Björk kæmist með í ferðina þurfti hún að greiða eigin ferðakostnað líkt og vinir hennar en þar að auki flug, hótel og uppihald fyrir tvær aðstoðarmanneskjur, leigu á hjálpartækjum og hærri leigubíla- kostnað. Það gefur því að skilja að ferðin var ekki jafn auðfarin fyrir Ingu Björk og vini hennar. Í stað þess að vorkenna sér og líta á þessa staðreynd sem vandamál greip Inga Björk til skemmtilegs ráðs. Hún hélt fjáröflunar- tónleika í Borgarnesi sem voru fjölsóttir, allir lögðust á eitt og Inga Björk segist hafa margklökknað yfir velvilja fólks í hennar garð sem skilaði sér í nægilegu fjármagni til þess að hún gæti farið til Benidorm með vinum sínum og aðstoðarfólki. „Auðvitað myndi ég vilja geta sagt að þetta hefði engin áhrif á hversdagslíf mitt en það er kannski ekki alveg rétt. Ég reyni bara eftir bestu getu að vera auðmjúk og líta á fötlunina sem styrkleika frekar en hitt. Ég sé þetta bara sem tækifæri. Ef sú staða kemur upp að ég geti ekki gert eitthvað sem aðrir geta hef ég bara þann háttinn á að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ég geti gert það eða eitthvað sam- bærilegt. Þannig varð til dæmis Benidorm- ferðin að veruleika.“ Sjálf segist Inga Björk hafa verið forvitið barn, hún hafi spurt endalausra spurninga og haft þörf fyrir að taka hluti í sundur og kanna þá til hlítar. Hún er mikill lestrarhest- ur og systrum hennar finnst hún óttalegt nörd. Forvitnin nýttist henni vel þegar hún byrjaði í menntaskóla og varð fyrirliði Gettu betur-liðs Menntaskólans í Borgarfirði. „Ég datt bara inn í Gettu betur-félagið fyrir slysni. Mér líkaði það mjög vel en þar var fullt af nördastrákum sem hittust til þess að spila Trivial og svoleiðis. Ég var yfirleitt eina stelpan í félaginu og það eru fáar stelpur sem taka þátt í keppninni yfir- höfuð. Ég vona svo sannarlega að það breyt- ist fljótt því að stelpur eiga alveg jafn mikið erindi í keppnina og þetta var alveg ofboðs- lega góð lífsreynsla.“ Þá telur Inga Björk að ástæðan fyrir fáum stelpum í Gettu betur sé sú að þær séu yfir- leitt hræddar við að gera mistök og segja einhverja vitleysu. Hún kveðst sjálf muna vel eftir þessari tilfinningu á busaárinu sínu en hún hafi látið vaða og í ljós hafi komið að hún gaf strákunum ekkert eftir. Hún segir að það sé ekki nóg að búa yfir mikilli þekk- ingu heldur þurfi keppandinn að vilja sýna færni sína og hafa sig í frammi. Það sé mögulega ekki áhugamál allra stelpna. Sjálf er hún með gríðarlegt keppnisskap og hafði mjög gaman af því að etja kappi við mót- herja sína með heilann að vopni. Árangur Gettu betur-liðs Ingu Bjarkar var ekki alveg eins og þau hefðu viljað en þau lentu á móti stórum skólum bæði árin og duttu snemma úr keppninni. Engu að síður bættu þau sig mjög á milli ára og Inga Björk er ekki í nokkrum vafa um að lið Mennta- skólans í Borgarfirði muni komast langt í keppninni á næstu árum. Óþarfi að vorkenna fötluðum Ingu Björk finnst stundum sem fólk vor- kenni fötluðum börnum of mikið og segir að það sé algengur misskilningur að fötluð börn geti ekki eignast vini og lifað skemmti- legu lífi. Þvert á móti segir hún að langflest fötluð börn reyni bara að gera eins gott úr hlutunum og mögulegt sé og að mörg þeirra eigi ánægjulegt og gott líf. Hún sjálf er þar á meðal og henni finnst líf sitt hafa verið ævintýri líkast. „Líf mitt hefur verið eins og ævintýri. Ég reyni að hrinda öllum hugmyndum mínum í framkvæmd og þá verður allt ótrúlega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég er heppin því að ég á margar og traustar vinkonur. Ég hef kynnst krökkum sem hafa jafn mikinn áhuga á tónlist og ég. Ég hef fengið tækifæri til að spila í hljómsveit og koma fram á tón- leikum. Það er best í heimi að vera stelpa á Íslandi og mér hefur í rauninni alltaf liðið ótrúlega vel.“ Inga Björk telur hins vegar að það sé alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera unglingur, bæði fyrir stelpur og stráka. Hún hefur áhyggjur af klámvæðingunni og miklum útlitskröfum og telur mikilvægt að vera ánægð með sjálfa sig og vera alltaf heiðarleg og samkvæm sjálfri sér til þess að sporna við þessum óraunhæfu kröfum sam- félagsins. „Ég reyndi á mínum unglingsárum að gera aldrei neitt sem mér gæti þótt óþægi- legt eða eitthvað sem ég myndi skammast mín fyrir seinna og ég held að ég hafi komist mjög áfallalaust í gegnum þessi ár.“ Ingu Björk langar til þess að starfa við eitt- hvað tengt listum þegar hún verður eldri. Hún getur vel hugsað sér að verða tónlistar- kona, rithöfundur eða tónlistarkennari, svo eitthvað sé nefnt. Fyrst ætlar hún þó að fara í skóla og prófa sig áfram í því sem henni þykir skemmtilegt. Um þessar mundir er verið að þróa lyf fyrir SMA-sjúklinga sem miklar vonir eru bundnar við. Ekki er vitað hvenær lyfið kemur á markað en það gæti verið væntan- legt á næstu árum. Enn er ekki komið í ljós hvers konar áhrif lyfið muni hafa en það gæti hægt á framvindu sjúkdómsins, komið í veg fyrir hann eða dregið úr einkennum hans. Vonar hið besta Inga Björk vonar að sjálfsögðu hið besta en gerir ráð fyrir hinu versta, þ.e. að lyfið muni ekki hafa nein áhrif. Eins og staðan er nú mun hún halda áfram að tapa vöðva- styrk smám saman en hún getur þó haldið sjúkdómseinkennunum í skefjum með því að fara í sjúkraþjálfun 2–3 sinnum í viku þar sem hún gerir æfingar og teygjur. Til þess að Inga Björk og aðrir fatlaðir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi í framtíðinni þarf þjónusta við fatlaða að batna á Íslandi. Þá horfir Inga Björk helst til notendastýrðrar persónulegrar þjónustu en einnig almenns aðgengis fatlaðra. Sæi hún fram á betri þjónustu og sjálfstæðara líf erlendis útilokar hún ekki að setjast að í útlöndum þótt það sé ekki hennar heitasta ósk. „Auðvitað vonast ég helst til þess að ástandið á Íslandi verði þannig að fatlaðir geti lifað góðu lífi hér með notendastýrðri persónulegri aðstoð og ráðið lífi sínu þannig. Ef það verður ekki þá veit ég ekki hvort ég verð endalaust hér. Ef ég get lifað þannig lífi í öðru landi þá geri ég það bara. Það kemur ekki til greina að sóa lífi mínu hér vegna þess að aðstæður leyfa ekki annað.“ Við aðrar stelpur óháð fötlun, útliti, mögu- leikum og aldri vill Inga Björk segja: „Kýldu á það! Alveg sama hvað það er. Farðu bara út og taktu þeim áskorunum sem í lífinu felast. Það gerist ekkert ef þú situr bara heima fyrir framan sjónvarpið. Svo skora ég líka á stelpur sem gætu haft áhuga á að taka þátt í Gettu betur-liðunum í sínum skóla að taka þátt!“ Stelpur geta allt Höfundur: Kristín Tómasdóttir Útgáfa: Veröld Fjöldi síðna: 270 Inga Björk Bjarnadóttir er 19 ára. Hún er mikil tónlistarkona, forvitið „Gettu betur-nörd“ og mikill listunnandi. Tveggja ára gömul greindist hún með vöðvahrörnunarsjúkdóminn SMA sem veldur því að hún missir smátt og smátt vöðvastyrk þar sem vöðvarnir rýrna. Af þeim sökum er hún bundin við hjólastól og þarf mikla aðstoð við daglegt líf. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún lifi lífinu til fulln- ustu, hún lítur á fötlun sína sem styrkleika og tekur þeim áskorunum sem lífið hefur upp á að bjóða brosandi. Inga Björk hefur alla sína ævi búið í Borgar nesi. Hún telur það vera algjör for- réttindi enda samfélagið þar lítið og sam- heldið. Alla sína skólagöngu hefur Inga Björk verið samferða hópi af jafnöldrum sínum, frá leikskóla og í gegnum framhalds- skóla. Þessi hópur þekkir Ingu Björk og hennar þarfir vel og hefur alist upp við að hún sé ekkert öðruvísi þó að hún sé bundin hjólastól. Henni þykir gott að enginn skuli vorkenna henni og líf hennar er lítið frá- brugðið lífi hinna. Inga Björk er nýútskrifuð úr Mennta- skóla Borgarfjarðar. Hún lofar skólann, sem er einungis fimm ára gamall og rúmar 170 nemendur. Skólinn býður upp á þriggja ára krefjandi nám til stúdentsprófs ásamt líf- legu félagslífi og nánu samstarfi kennara og nemenda. Inga Björk hefur haft í nægu að snúast á undanförnum árum en hún var t.d. fyrirliði Gettu betur-liðs skólans og aðstoðar ritstjóri skólablaðsins ásamt því að æfa á saxófón og spila í hljómsveit. Í haust ætlar Inga Björk að læra listfræði við Háskóla Íslands. Hún stefnir á frekara listnám í nánustu framtíð og er til að mynda á leið til Danmerkur í haust til þess að skoða aðgengi að spennandi tónlistarlýðháskóla þar í landi. Inga Björk á tvær eldri systur, frábæra fjölskyldu og fullt af skemmtilegum vinum og kunningjum. Hún telur að líf hennar væri töluvert erfiðara ef hún hefði ekki þetta góða stuðningsnet en segir jafnframt að það sé ólíðandi hvað Ísland er komið stutt á veg varðandi notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða. Slík aðstoð myndi gera að verk- um að hún gæti lifað fullkomlega eðlilegu lífi og væri ekki háð velvild sinna nánustu. Keppist við að nýta tækifærin Í dag spilar Inga Björk eins vel og hún mögulega getur úr þeim spilum sem hún hefur. Hún fær aðstoð með liðveislu nokkra klukkutíma á viku og ferðaþjónusta fatlaðra skutlar henni á milli staða fyrir klukkan 18.00 á daginn. Að öllu öðru leyti fær Inga Björk aðstoð frá vinum og fjölskyldu. Þrátt fyrir að þjónustuna megi bæta allverulega telur Inga Björk sig hafa fengið ótal góð tækifæri í lífinu og að hún keppist við að nýta þau sem allra best. „Ég trúi því að ef eitt er tekið frá þér fáirðu eitthvað annað í staðinn. Ég held að ég hafi fengið jákvæðni í staðinn fyrir það sem sjúkdómurinn hefur tekið frá mér. Mér hlotnaðist jákvæðni í vöggugjöf og ég reyni alltaf að vera jákvæð. Það er stundum erfitt að geta ekki gert allt, en ég tel að jákvæðnin hafi skilað mér því að fötlunin hefur voða- lega lítið háð mér.“ Stuttu eftir að Inga Björk varð eins árs fóru foreldrar hennar að hafa áhyggjur af því hvað henni gekk erfiðlega að ganga. Hún byrjaði seint að labba miðað við jafnaldra sína og þegar það tókst var hún mjög völt og átti erfitt með að halda jafnvægi. For- eldrar Ingu Bjarkar leituðu til fjölda lækna sem töldu hana bara seina til og því var það ekki fyrr en hún var orðin tveggja og hálfs árs að hún var greind með vöðvahrörnunar- sjúkdóminn SMA. Inga Björk er með SMA-sjúkdóminn á 3. stigi. Hún hefur mjög lítinn mátt í fótum og byrjaði þess vegna að nota hjólastól um fjögurra ára aldur. Vöðvarýrnunin er aðeins farin að segja til sín í höndum en hún getur enn þá setið upprétt og ferðast um í rafmagns stól. „Í rauninni er það ekki sjúkdómurinn sem gerir mig fatlaða heldur umhverfið, aðgengi, húsnæði og annað fólk. Ég kemst til dæmis inn á fáa skemmti- og veitingastaði í Reykja- Best að vera stelpa á Íslandi Íslenskar stelpur geta allt sem þær vilja– og jafnvel meira til. Og þær geta tekist á við ótrúlegustu erfiðleika og sigrast á þeim. Í bókinni Stelpur geta allt eftir Kristínu Tómasdóttur er að finna viðtöl við 22 stelpur sem annaðhvort hafa náð frábærum árangri á einhverju sviði eða upplifað eitthvað óvenjulegt. Hér á eftir fer viðtalið við Ingu Björk Bjarnadóttur. Á SVIÐINU Inga Björk að spila með hljómsveit sinni á fjáröflunartónleikunum fyrir útskriftarferðina. Á BENIDORM Inga Björk með vinkonu sinni í útskriftarferðinni. Líf mitt hefur verið eins og ævintýri. Ég reyni að hrinda öllum hugmyndum mínum í fram- kvæmd og þá verður allt ótrúlega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég er heppin því að ég á margar og traustar vinkonur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.