Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 92

Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 92
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 68 gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Ingstad áleit að minjar á svæð-inu bentu til að þar hefðu nor-rænir menn dvalið til forna – þar væri komið „Vínland hið góða“ – og fékk því Íslend-ingana til samstarfs en um þetta voru þó skiptar skoðanir og vísbendingar óljósar. Íslending- arnir voru mánuð í leiðangrinum sem var að mörgu leyti erfiður og aðstæður sérkennilegar. Kristján hélt dagbók allan tímann en hún hefur aldrei birst enda þótti Krist- jáni efnið viðkvæmt og hæfilegt að bíða í 50 ár – til ársins 2012. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda úr ferðinni og eins er að finna kort, úrklippur og annað mynd- efni sem henni tengist. Þórarinn Eldjárn skrifar inngangsorð og Adolf Friðriksson fornleifafræð- ingur skýrir fræðilegt samhengi og rekur að nokkru sögu Vín- landsleitar í eftirmála. Hér má lesa tvær dagbókar- færslur Kristjáns úr ferðinni. 22. júlí. Sunnudagur. Veður gott, blés vestlægur vindur hlýr sem kvað vera besta áttin hér. Vinnuveður hefur því verið gott, en flugur ekki verið á kreiki. Við byrjuðum seint að vinna, kl. 10.30, og unnum til kl. 4. Sama sagan og fyrr að ekkert merkilegt kom fram. Eftir að við hættum að vinna fórum við að skrifa heim til kvenna okkar, því að frú Ing- stad fer á morgun og hún á að taka með sér póst. Skrifaði langt bréf heim, kannske svolítið glanna- legt að því leyti að ég lét fjúka með vísur tvær sem ég hef gert í hálfkæringi um allt ástand hér. Matur góður um kvöldið, kinda- kjöt í káli, og fórum við vel saddir heim. Annars er viðurgerningur hér lélegur, svo að til hálfgerðr- ar skammar er. Kom Ingstad og spjallaði huggulega við okkur um kvöldið. 31. júlí. Veður hið sama og verið hefur, heitt mjög og flug- ur mjög nærgöngular fram að hádegi, en eftir það varð víst of heitt fyrir þær og gerðu þær okkur lítið mein eftir það. Ég vann í allan dag með Blake í Decker‘s Nest, sem við erum nú farnir að venja okkur við að kalla smiðju, því að ekki er annað sýnna eftir allt saman en að það sé réttnefni. Við tókum meðal annars ofan af allri brekkunni niður að því sem lækur gengur hæst, sem sjá mátti á mölinni er þar gerði vart við sig. Í brekkunni voru kolaleifar og gjall alveg eins og inni í tóftinni miðri og yfirleitt var ekki nema þökuþykkt niður að óhreyfðu (gulu mölinni). Einn- ig fannst mikið af eða nokkuð af rauðakögglum óbrenndum og var þetta svona strjálingur niður eftir brekkunni, mest fram undan miðri smiðjunni, en greinilega minnst fram undan stóra steinin- um. Tekinn var upp hnaus norð- an smiðjunar niðri undir læk og gaf hann ekkert. Það má segja að merkjanleg sé viss þrískipting: Innst kol á gólfi og teygja sig upp eftir börmum holunnar, einkan- lega fyrir innan gólfsteininn, um hann og framan við og fram á brekkubrún gjall, en í brekkunni rauði. Auðvitað er þetta skema- tískt, en í stórum dráttum er það svo. Að loknu þessu verki fór ég að taka niður 50 sm breiðan bekk, sem ég hef látið standa um þvera smiðjuna (þversniðið var tekið í honum framanverðum) og tók fyrst ofan af þeim (?) að sunnan (bekkurinn var skorinn um þvert af langskurðinum). Tók ég ofan af honum og fór síðan að grafa hann niður, en þá kom í ljós steinn sem mæla þurfti inn (þykk hella en ekki stór um sig) og hætti ég því þeim megin, enda komið undir kvöld. Fórum við Blake á seinni hálf- tímanum í sex og tókum ofan af nyrðri partinum og byrjuðum að grafa hann niður, menn voru að búa sig undir að hætta vinnu, Ingstad farinn að steikja buff og menn komnir nokkuð á stjá. Þór- hallur lá á bakkanum skammt frá mér. Sem ég er að skafa norðar- lega á stabbanum, 6-7 sm fyrir neðan grasrót og fyrstu manna- merkin voru að birtast sem lita- skipti, fyrirboði kolanna, tek ég upp stein sem ég hugði einn af mörgum sem hér liggja lausir í fyllingunni og ég hef kastað flest- um í lækinn, þó ekki án þess að skoða þá rækilega. Er ég að hugsa með mér hvort þessi eigi ekki að fara þá leiðina, eins og svo margir aðrir. Sé ég þá í skjótri svipan að hér var ekki um venjulegan stein að ræða og þóttist ég þegar sjá að hér var kominn eskimóalampi af hinni venjulegu sporöskjulöguðu gerð, fullur af mold, og teiknaði sig útlínan. Ég flýtti mér að leggja niður fund þennan og kallaði til Þór- halls og sagði honum að fara og hóa saman öllum mannskapnum. Gerði hann það og dreif nú leið- angursmenn að. Sagði ég að best væri að Rolf skæfi innan úr lamp- anum og gerði hann það að okkur öllum áhorfandi. Sáu þá allir þennan yndislega klébergslampa fæðast. Ingstad fór strax að tala um að hann lægi hátt í jarðlög- unum, eins og líka er satt, en ég vissi hvað undir bjó. Den er ikke nordisk, sagði ég. Er den ikke det, sagði Ingstad en hreyfði engum mótmælum, enda sá hann áreið- anlega eins vel og við allir hinir að þetta er eskimóaverk. Lík- lega varð hann fyrir vonbrigðum þegar ég gerði upphlaupið, hefur sennilega haldið að ég hefði rekist á eitthvað frá vorum mönnum og svo var það bara eskimóalampi. En hann áttaði sig fljótt og var hinn brattasti, þykir bara vænt um fundinn, að því er séð verð- ur. En fyrir mér opnuðust á ný þeir perspektívar sem ég hef allt- af þóst grilla í: að allt saman sé eskimóaverk. Hins vegar er þessi smiðjustarfsemi ósamrýmanleg þeirri hugmynd, eftir því sem Taylor hefur sagt. Í raun og veru þarf þessi eskimóalampi ekki að segja mikið annað en það sem eld- stæðin höfðu þegar sagt. En stór- kostlegur er þessi fundur undir öllum kringumstæðum. Gísli hefur í dag teiknað upp eskimóaeldstæðin og Þórhall- ur byrjað að taka ofan af kring- um kolaholuna og taka þar stórt sýnishorn neðan frá og upp úr. Um kvöldið steikjandi hiti í her- berginu og sat ég þar nakinn og rann af mér svitinn. Þórhallur og þeir hinir fóru á sjó, en þegar hann kom var okkur boðið að vera við skírn litlu stúlkunnar hér, því að presturinn var hér á ferð, séra Mate, ungur maður, hár vexti, geðþekkur, Church of Eng- land. Höfðum við mikið gaman af þessu, fórum í ljósar skyrtur og settum upp hálstau, að öðru leyti eins og villimenn. Drukkum kaffi með presti á eftir og töluðum margt við hann. Vínlandsdagbók Höfundur: Kristján Eldjárn Útgáfa: Forlagið Fjöldi síðna: 160 Stórkostlegur er þessi fundur Sumarið 1962 héldu þrír Íslendingar með dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð í broddi fylkingar í rannsóknarleiðangur til Ný- fundnalands þar sem Norðmaðurinn Helge Ingstad stóð fyrir fornleifauppgrefti við þorpið L’Anse aux Meadows. Kristján hélt dagbók allan tímann en í henni lýsir hann vinnunni við uppgröftinn og veltir fyrir sér gildi hans og minjanna sem finnast. Ómissandi með ísnum um jólin Fást í verslunum Hagkaups, Fjarðarkaupum og Melabúðinni Ísbúð Vesturbæjar, Hagamel, Grensásvegi og Fjarðargötu Hafnarfirði Heimsæktu okkur á Facebook Íssósur frá Ísbúð Vesturbæjar GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.