Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 106
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 82 Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari er í stuttu jólafríi á Íslandi. Frá því í ágúst hefur hún gegnt tímabundinni stöðu konsertmeistara við Konung- legu dönsku óperuna í Kaupmanna- höfn og verður þar fram í febrúar. Hún segir það í raun hafa verið röð tilviljana sem teygja sig rúmlega tuttugu ár aftur í tímann. „Það er svolítið skondið hvernig lífið fer með mann í hringi,“ segir hún. „Árið 1988 tók ég þátt í alþjóð- legri fiðlukeppni í Óðinsvéum sem kennd er við Carl Nielsen tónskáld og var svo heppin að ná þar fimmta sæti. Þar varð á vegi mínum ungur danskur fiðluleikari, sem þá var að læra í Juilliard-tónlistarskólan- um. Hann hitti ég ekki aftur fyrr en rúmum tuttugu árum síðar, árið 2010 nánar tiltekið, þegar ég var að spila Sibelius með Bern- harði Wilkinson og Sinfóníuhljóm- sveit Færeyja. Það er hefð fyrir því í Konunglegu dönsku óperunni að tónlistarmenn fari og leggi Sinfóní- unni í Færeyjum lið þegar hún er að spila. Þarna hittumst við aftur og það urðu fagnaðarfundir.“ Í kjölfar tónleikanna í Færeyjum vildi fiðluleikarinn danski fara til Grænlands og bað Sigrúnu að leysa sig af í einu verkefni með Konung- legu dönsku óperunni, sem hún og gerði. „Það gekk mjög vel og var frá- bærlega skemmtilegt en síðan fór ég bara heim og hugsaði ekki meira um það. Þá gerist það að Konung- lega óperan býður mér árssamning sem konsertmeistara árið 2011. Mér fannst það auðvitað ótrúlega spenn- andi og freistandi tilhugsun en það hittist hins vegar á að á sama tíma var Sinfóníuhljómsveit Íslands að flytja í Hörpu. Mér fannst því ekki hægt að yfirgefa hljómsveitina á þessum tímamótum og afþakk- aði boðið en með miklum trega því svona tilboð koma ekki oft á ævinni.“ Sigrún segist ekki hafa átt von á að heyra í Konunglegu dönsku óper- unni aftur. „En þá fæ ég óvænt bréf þar sem mér var boðin staða kons- ertmeistara í hálft ár á seinni hluta þessa árs og fram í febrúar. Það var of gott tilboð til að hafna. Ég fór út í ágúst síðastliðinn, fer aftur út á nýársdag og tek þátt í uppfærslu á Carmen en verð svo alkomin heim um miðjan febrúar.“ Sigrún segir dvölina í Kaup- mannahöfn hafa verið endurnær- andi og hleypt í hana nýju lífi sem listamanni. „Þetta er umfangsmeira hjá Konunglegu óperunni, eins og gefur að skilja, enda spila þeir líka í ballettsýningum. Þeir eru með fjóra konsertmeistara en við tvo; það er mikil rótering á milli þeirra og ég hef unnið mjög náið með þeim sem er gulls ígildi.“ Vistaskiptin eru ekki síst mikil- væg fyrir samanburðinn. „Ég kom heim í október og nóvem- ber og tók viku með Sinfóníuhljóm- sveitinni og ég heyrði mjög greini- lega muninn: það er margt gott og annað síðra hjá báðum sveitum, það var alveg greinilegt. En ég fann líka hvað mér fannst gott að koma aftur og spila með Sinfóníuhljómsveit- inni, ég var farin að sakna hennar og það var gott að vera minnt á það. Ég myndi tvímælalaust endurtaka leikinn ef ég hefði kost á því. Þetta er brjáæðislega gott tækifæri.“ En hvað um tónlistarhúsin, hvern- ig stenst Harpa samanburð við Dönsku óperuna, sem tekin var í notkun árið 2005? „Ég verð að segja að Harpa er margfalt betri. Danska óperan er mjög gott hús en það eru ákveðnir hönnunargallar og Harpa býður upp á svo miklu fleiri mögu- leika í Eldborgarsalnum og betri hljómburð.“ bergsteinn@frettabladid.is Brjálæðislega gott tækifæri Eggert Pétursson myndlistar- maður áritar bókina Málverk í Bókabúð Máls og menningar milli klukkan 16 og 17. Málverk hefur að geyma öll helstu verk Eggerts undanfarna tvo áratugi og hefur fengið frá- bærar viðtökur gagnrýnenda. Til dæmis gaf gagnrýnandi Frétta- blaðsins fimm stjörnur af fimm mögulegum. Eggert hefur dvalist erlendis að undanförnu en kemur heim yfir hátíðarnar og áritar í bókabúðinni. Sýning á verkum Eggerts í i8 galleríi hefur staðið frá 1. nóvem- ber en lýkur nú á Þorláksmessu. Eggert áritar í dag Yfi rlitssýningu í i8 lýkur á Þorláksmessu. EGGERT PÉTURSSON Hefur dvalist erlendis en er á landinu um jólin og áritar í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í dag. Sigrún Eðvaldsdóttir fi ðluleikari hefur undanfarna mánuði gegnt tímabundinni stöðu konsertmeistara við Konunglegu dönsku óperuna. Hún segir þetta ómetanlegt tækifæri sem hafi endurnýjað hana sem listamann. Harpa er að hennar mati þó mun betra mannvirki en Óperan í Kaupmannahöfn. En ég fann líka hvað mér fannst gott að koma aftur og spila með Sinfóníuhljómsveitinni, ég var farin að sakna hennar og það var gott að vera minnt á það. SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR Var boðin staða konsertmeistara við Konunglegu dönsku óperuna til eins árs árið 2011 en afþakkaði, þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands var að flytja í Hörpu um sömu mundir. Hún hélt að hún hefði misst af gullnu tækifæri en fékk síðar annað tilboð sem hún gat ekki hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU U PP SE LT ! Í SV Æ Ð I 2 O G 3 á l au . **** **** **** **** **** **** *** **** **** ****
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.