Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 110
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 BÆKUR ★★★★ ★ Hrafnsauga Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson VAKA-HELGAFELL Síðustu þrjú árin hafa á annan tug íslenskra skáldsagna komið út þar sem höfundar leika sér með hroll- vekju- og fantasíuformið. Flestar þessara skáldsagna eru skrifað- ar af rithöfundum sem enn hafa ekki skriðið á fertugsaldurinn og margar þeirra eru gefnar út af höfundum sjálfum eða minni útgáfu fyrirtækjum. Ný kynslóð er nú að vaxa úr grasi, kynslóð sem hefur alist upp við lestur erlendra fantasíu skáldsagna, við spilun á fantastískum tölvuleikjum, kyn- slóðin sem gleypti í sig kvik- myndabálka á borð við Hringa- dróttinssögu og Harry Potter. Í ár bætist við bók í íslenska fantasíuheiminn eftir tvo unga rit- höfunda, Hrafnsauga eftir Kjart- an Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár en látið ekki blekkjast. 65 ára gamlir afar eiga eftir að skemmta sér jafnvel við lesturinn og 15 ára barnabörn þeirra. Hrafnsauga er sígild fant- asía sem höfðar til lesenda sem kunna að meta ævintýri eins og Hringadróttinssögu J.R.R. Tolki- ens. Ef fantasíumarkaðurinn væri þróaðri hér á landi hefði hún vænt- anlega verið markaðssett sem bók fyrir fullorðna fremur en barna- bók. Hrafnsauga segir frá Ragnari, unglingsstrák sem elst upp í litlu þorpi í ævintýraheimi. Ragnar er hinn hefðbundni kolbítur. Hann er munaðarlaus og þorpsbúar líta hann hornauga, en hann býr yfir krafti sem mögulega á eftir að bjarga heiminum. Þegar skugga- leg manngálkn ráðast á þorp- ið leggur Ragnar af stað í mikla ævintýraför ásamt tveimur fylgi- nautum, Sirju og Breka. Ragnar er hefðbundin fantasíuhetja. Hann er hugrakkur og góður, dálítil dula, og geta lesendur lesið í honum hvað sem þeir vilja. Fylginautar hans eru að mörgu leyti þrosk- aðri sögu persónur. Sirja er barna- barn þulnameistara þorpsins, hún er staðföst, skapbráð, og býr yfir þekkingu á sögu og galdraþulum. Breki er hugrakkur og úrræða- samur, en fífldjarfur og fljótfær. Þríeykið leitar svara við þeirri ógn sem rís upp í heimi þeirra, og á för sinni lenda þau í ýmsum ævin- týrum og kynnast fjölda persóna. Manngálkn og varmenni stjákla um slétturnar og óhugnan legir skuggameistarar toga í strengina og leggja á ráðin um hvernig þeir geta tekið yfir heiminn. Nákvæmt landakort fylgir bókinni og í sögu- lok hefur þríeykið ferðast yfir það endilangt og stendur við jaðar þess, á landamærum dularfulls keisaraveldis. Höfundar hafa nostrað við söguheiminn, sögu hans og ríkjaskipan, og ljóst er að í bókinni kynnast lesendur aðeins lítilli spildu þessa heims. Það gerist ekki margt óvænt í Hrafnsauga, en höfundar beita hefðbundnum minnum fantasí- unnar með miklu öryggi og sagan rennur ljúflega áfram. Höfund- ar velta ekki fyrir sér erfiðum spurningum um lífið og tilveruna en það gildir einu. Hrafnsauga er sígilt ævintýri, klassísk fantasía, stórskemmtileg og spennandi, og afskaplega vel skrifuð. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Sígild fantasía sem á eftir að heilla lesendur, börn og fullorðna, sem kunna að meta Hringadróttins sögu. Myrkrið rís á ný JÓLATRÉ SÉRVALIN Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjör- aðstæður inni, þannig að þú getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. Valið á jóla trénu ætti þó ekki að taka langan tíma því BYKO býður eingöngu upp á hágæða sérvalin jólatré: Normannsþin, íslenska furu og blágreni. Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. 100-125 cm .............................3.790 kr. 125-150 cm .............................4.240 kr. 150-175 cm .............................6.290 kr. 175-200 cm .............................7.890 kr. 200-250 cm ...........................11.450 kr. 100-125 cm .............................3.090 kr. 125-150 cm .............................3.890 kr. 150-175 cm .............................5.490 kr. 175-200 cm .............................6.190 kr. 200-225 cm .............................7.850 kr. 100-125 cm .............................3.790 kr. 125-150 cm .............................4.290 kr. 150-175 cm .............................6.290 kr. 175-200 cm .............................7.890 kr. 200-250 cm .............................9.490 kr. Íslensk fura Normannsþinur Blágreni LIFANDI JÓLATRÉ Timburverslun Breidd Grandi Selfoss Laugardagur: kl. 10 - 22 Þorláksmessa: kl. 11 - 22 Aðfangadagur: kl: 8 - 12 Laugardagur: kl. 10 - 22 Þorláksmessa: kl. 11 - 23 Aðfangadagur: kl: 8 - 12 Laugardagur: kl. 10 - 22 Þorláksmessa: kl. 11 - 22 Aðfangadagur: kl: 8 - 12 Sölustaðir: OPIÐ TIL TIL JÓLA Í JÓLATRJÁAS ÖLU Í BREIDD 22 GERÐU VERÐSAMANBURÐ Höfundar hafa nostrað við söguheiminn, sögu hans og ríkjaskipan, og ljóst er að í bókinni kynnast lesendur aðeins lítilli spildu þessa heims.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.