Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 111
LAUGARDAGUR 22. desember 2012 | MENNING | 87
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012
Uppákomur
11.00 Gáttaþefur kíkir í heimsókn á
Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er
ókeypis.
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá
er í boði á Jóladagatali Norræna
hússins. Uppákomur hvers dags eru
gestum huldar þar til gluggi dagatalsins
verður opnaður í upphafi atburðarins.
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
Tónlist
12.00 Ragnheiður Gröndal og Guð-
mundur Pétursson koma fram á
Jólatónum Munnhörpunnar í Hörpu.
Aðgangur er ókeypis.
21.00 Camerarctica leikur ljúfa tónlist við
kertaljós á tónleikunum Mozart við kerta-
ljós í Dómkirkjunni í Reykjavík. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.500 en 1.500 fyrir nemendur
og eldri borgara, frítt fyrir börn.
22.00 Hljómsveitin Gæðablóð
heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Útgáfu- og jólatónleikar
Brother Grass verða haldnir á Café
Rosenberg. Boðið verður upp á frum-
samin, notaleg og tímalaus jólalög
og skemmtilega gesti. 20 ára aldurs-
takmark og aðgangseyrir er kr. 2.900.
Hægt er að kaupa miða við dyr eða á
midi.is.
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER
2012
Uppákomur
11.00 Ketkrókur kíkir í heimsókn á
Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er
ókeypis.
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er
í boði á Jóladagatali Norræna hússins.
Uppákomur hvers dags eru gestum
huldar þar til gluggi dagatalsins verður
opnaður í upphafi atburðarins. Lista-
maðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
Tónlist
12.00 Ragnar Bjarnason og Þorgeir
Ástvaldsson koma fram á Jólatónum
Munnhörpunnar í Hörpu. Aðgangur er
ókeypis.
17.00 Hin hefðbundna Jólaró Íslensku
óperunnar verður haldin í anddyri
Hörpu. Antonía Hevesi píanóleikari fær
til liðs við sig góða gesti úr íslenska
söngheiminum á klukkutíma löngum
tónleikunum. Þeirra á meðal eru Elsa
Waage, Sesselja Kristjánsdóttir, Edda
Austmann og Erla Björg Káradóttir.
Aðgangur er ókeypis.
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög
af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Sigríður, Elísabet og Elín
Eyþórsdætur halda ljúfa og hátíðlega
Þorláksmessutónleika í Jólaþorpinu
Hafnarfirði.
21.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur sína
árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík.
21.00 Tenórarnir 3 syngja á svölum
Vallarstrætis 4 við Ingólfstorg. Í ár eru
það Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
Snorri Wium og Garðar Thor Cortes
sem skipa hópinn. Tónleikarnir eru í
boði Höfuðborgarstofu.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is.
Mozart
við
kertaljós
Dómkirkjunni í kvöld
kl. 21.00
Camerarctica
Miðaverð
kr. 1500/2500
Tilboð kr. 22.850
Fæst í apótekum
Þú getur skoðað allar Heelen vörurnar á
www.portfarma.is
Mýkjandi hælsokkar Mýkjandi gelshanskar Mýkjandi ylglófar Mýkjandi ylsokkar Mýkjandi gelsokkar
Fyrir þá sem þér er hlý til
Gefðu vellíðan í jólagjöf og
seu Heelen mýkjandi í mjúka pakkann.
Mýkjandi í mjúka pakkann