Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 124
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 100
„Við erum báðir krónískir óþekktar-
angar svo maður heldur oftast með
vonda karlinum í kvikmyndum,“
segir Snorri Ásmundsson sem fer með
aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastutt-
myndinni Santa‘s Night Out. Leik-
stjórn var í höndum Munda vonda
og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói
Paradís á morgun kl. 20.
„Salurinn tekur 250 manns í sæti
svo við hvetjum fólk til að mæta
stundvíslega til að tryggja sér sæti,“
segir Snorri en það er aðeins um
þessa einu sýningu að ræða. „Það er
fínt í jólaösinni að koma við og horfa
á þessa mynd í 17 mínútur.“
Hann bætir þó við að myndin höfði
ekki til barna því hún sé nefnilega
verulega óhugnanleg. „En samt finnst
manni hún fyndin. Þetta gerist um
jól og er um jólasveina í jólaösinni
í Reykjavík. Við tókum meðal ann-
ars upp á Hótel Borg og hjá Sævari
Karli,“ segir Snorri, sem fer með hlut-
verk eldri jólasveins. Á móti honum
leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri
jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón
Júlíusson, Alexander Briem og Tinna
Bergs. Fyrir utan sýningu á stutt-
myndinni stendur Snorri fyrir sölu-
sýningu á vinnustofu sinni á þriðju
hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann
verk frá árunum 2007 til dagsins í
dag. Sýningin er liður í fjármögnun
fyrir næsta verkefni Snorra en hann
heldur til Súrínam í Suður-Ameríku
í byrjun næsta árs en þar mun hann
dvelja um nokkura mánaða skeið og
vinna verk með frumskógarindíánum
Amazon. „Þetta er spennandi því ég
er líka svo mikill frumbyggi í mér.“
- hþt
Óhugnaður í jólaös borgarinnar
Listamennirnir Mundi vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á stuttmynd í Bíó Paradís.
BJÓÐA Í BÍÓ Mundi Vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á jóla-
stuttmyndina Santa’s Night Out í Bíói Paradís á morgun. „Það er fínt að
koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur,“ segir Snorri. MYND/GVA
Ridley Scott ætlar að leikstýra
í sjónvarpi í fyrsta sinn þegar
hann stjórnar prufuþætti af The
Vatican. Þetta er dramaþáttur
sem fjallar um kaþólsku kirkjuna
og valdabaráttuna þar. Handrits-
höfundur verður Paul Attanasio,
sem skrifaði einnig handritið að
þáttunum House.
Scott hefur leikstýrt Alien,
Gladiator og hinni „hálfíslensku“
Prometheus á löngum ferli sínum
í kvikmyndum en hefur aldrei
spreytt sig á leikstjórn sjónvarps-
þátta. Hann hefur áður starfað
við sjónvarpsframleiðslu. Þá var
hann viðloðandi pólitíska dramað
The Good Wife.
Leikstýrir loks
sjónvarpsþætti
Í SJÓNVARPIÐ Ridley Scott leikstýrir
prufuþætti af The Vatican.
Jack White finnur sig knúinn til
að vera grimmur við sjálfan sig
og reyna sitt allra besta þegar
kemur að tónlistinni. Rokkarinn
gaf út plötuna Blunderbluss í
apríl sem var efst í vali tónlistar-
spekúlanta Fréttablaðsins yfir
bestu plötur ársins.
„Það er þráhyggja hjá mér að
vera grimmur við sjálfan mig
vegna þess að mér finnst mikil-
vægt að vera stoltur af því sem
ég geri,“ sagði White við The
Sun. „Ef ég horfi til baka og sé
að ég var með bestu tæknimenn-
ina, að einhver hljóðblandaði
fyrir mig og að fullt af fólki kom
við sögu gæti ég ekki lagt nafnið
mitt við það. Ef einhver segir við
mig: „Ég elska þetta lag, Jack“,
þá finnst mér gott að fá hrósið
vegna þess að ég veit hvernig
aðstæðurnar voru þegar það var
gert.“ Þrátt fyrir þetta fékk hann
óvenjumikla hjálp á Blunderbuss,
þar á meðal hóp kvenna til að
spila með sér á hljóðfæri og
syngja bakraddir.
White reynir
sitt besta
JACK WHITE Rokkarinn kallar ekki allt
ömmu sína þegar kemur að tónlistinni.
NORDICPHOTOS/GETTY
www.itr.is ı sími 411 5000* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma*
Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur
23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan
Árbæjarlaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 Lokað
Breiðholtslaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað
Grafarvogslaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað
Klébergslaug 11.00-15.00 10.00-12.30 Lokað Lokað 10.00-12.30 Lokað
Laugardalslaug 08.00-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 12.00-18.00
Sundhöllin 10.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað
Vesturbæjarlaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað
*
Afgreiðslutími sundstaða
um jól og áramót 2012-2013
Heilsulindir í Reykjavík
ÍTR býður 18 ára
og yngri frítt í sund
til 31. janúar 2013
FRÍTT
Í SUND!
GEFÐU
SUNDKORT
Í JÓLAGJÖF
Fullorðnir
6 mán. kort 15.000
Árskort 28.000
Börn
6 mán. kort 6.000
Árskort 10.000