Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 124

Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 124
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 100 „Við erum báðir krónískir óþekktar- angar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum,“ segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastutt- myndinni Santa‘s Night Out. Leik- stjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti,“ segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur.“ Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal ann- ars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli,“ segir Snorri, sem fer með hlut- verk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stutt- myndinni stendur Snorri fyrir sölu- sýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér.“ - hþt Óhugnaður í jólaös borgarinnar Listamennirnir Mundi vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á stuttmynd í Bíó Paradís. BJÓÐA Í BÍÓ Mundi Vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á jóla- stuttmyndina Santa’s Night Out í Bíói Paradís á morgun. „Það er fínt að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur,“ segir Snorri. MYND/GVA Ridley Scott ætlar að leikstýra í sjónvarpi í fyrsta sinn þegar hann stjórnar prufuþætti af The Vatican. Þetta er dramaþáttur sem fjallar um kaþólsku kirkjuna og valdabaráttuna þar. Handrits- höfundur verður Paul Attanasio, sem skrifaði einnig handritið að þáttunum House. Scott hefur leikstýrt Alien, Gladiator og hinni „hálfíslensku“ Prometheus á löngum ferli sínum í kvikmyndum en hefur aldrei spreytt sig á leikstjórn sjónvarps- þátta. Hann hefur áður starfað við sjónvarpsframleiðslu. Þá var hann viðloðandi pólitíska dramað The Good Wife. Leikstýrir loks sjónvarpsþætti Í SJÓNVARPIÐ Ridley Scott leikstýrir prufuþætti af The Vatican. Jack White finnur sig knúinn til að vera grimmur við sjálfan sig og reyna sitt allra besta þegar kemur að tónlistinni. Rokkarinn gaf út plötuna Blunderbluss í apríl sem var efst í vali tónlistar- spekúlanta Fréttablaðsins yfir bestu plötur ársins. „Það er þráhyggja hjá mér að vera grimmur við sjálfan mig vegna þess að mér finnst mikil- vægt að vera stoltur af því sem ég geri,“ sagði White við The Sun. „Ef ég horfi til baka og sé að ég var með bestu tæknimenn- ina, að einhver hljóðblandaði fyrir mig og að fullt af fólki kom við sögu gæti ég ekki lagt nafnið mitt við það. Ef einhver segir við mig: „Ég elska þetta lag, Jack“, þá finnst mér gott að fá hrósið vegna þess að ég veit hvernig aðstæðurnar voru þegar það var gert.“ Þrátt fyrir þetta fékk hann óvenjumikla hjálp á Blunderbuss, þar á meðal hóp kvenna til að spila með sér á hljóðfæri og syngja bakraddir. White reynir sitt besta JACK WHITE Rokkarinn kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tónlistinni. NORDICPHOTOS/GETTY www.itr.is ı sími 411 5000* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma* Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Breiðholtslaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Grafarvogslaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Klébergslaug 11.00-15.00 10.00-12.30 Lokað Lokað 10.00-12.30 Lokað Laugardalslaug 08.00-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 12.00-18.00 Sundhöllin 10.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Vesturbæjarlaug 09.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað * Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2012-2013 Heilsulindir í Reykjavík ÍTR býður 18 ára og yngri frítt í sund til 31. janúar 2013 FRÍTT Í SUND! GEFÐU SUNDKORT Í JÓLAGJÖF Fullorðnir 6 mán. kort 15.000 Árskort 28.000 Börn 6 mán. kort 6.000 Árskort 10.000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.