Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 142

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 142
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 118 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 799 12 tonn verða seld á: Þorláksmessuskata EKTA kr .k g. Smár humar Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka. Skelflettur humar Humar án skeljar. Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er. Humarsoð 100% soð af humarskeljum. Flott uppskrift á boxinu. Humarklær Fyrir þá sem vilja gera humarsúpu frá grunni. Stór humar Sá stærsti, góður í hvað sem er. Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar. ATH sama verð 3ja árið í röð!! Stærð 30-40 Millistærð af humri Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið. Stærð 7-12 Stærð 18-24 OPIÐ 22. des til kl. 20.00 23. des til kl. 20.00 24. des til kl. 14.00 Gleðileg jól „Ég var að ganga berfættur með syni mínum á ströndinni um dag- inn í glampandi sól og rakst þá á hús í spænskum stíl sem var alþakið jólaskreytingum á amer- íska mátann og með pálmatré allt í kring. Það var bara eitthvað svo rangt við það,“ segir leikstjór- inn Óskar Þór Axelsson, sem er búsettur í Los Angeles og heldur jólin þar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar heldur jólin utan Íslands en hann var búsettur í New York í átta ár. „Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég held jólin með fjöl- skyldunni á strönd og það er að ýmsu leyti hálfsúrrealískt. Ég er því ekki kominn í neitt jólaskap enn þá,“ segir hann og hlær. Hann býst þó við að það gæti breyst um helgina þegar bróðir hans kemur með fjölskylduna sína til að verja með þeim jólunum í sólinni. „Þá fer ég líka í frí svo vonandi fylgir jólaskapið með því öllu saman,“ segir hann. Óskar býr úti með konu sinni, Huldu Þórisdóttur, og börnum þeirra tveimur, Valtý og Unni. Fjölskyldan hefur ákveðið að halda jólin á amerískan máta þetta árið og ætla að opna gjafirnar á jóladagsmorgun. Íslenski ham- borgarhryggurinn, hangikjötið og Jól á ströndinni í L.A. Leikstjórinn Óskar Þór er með fj ölda verkefna í gangi í sólríku stjörnuborginni. JÓL OG PÁLMATRÉ Feðgarnir Óskar Þór og Valtýr, tveggja og hálfs árs, reyna hvað þeir geta til að koma sér í jólaskap í sólríkri og heitri Los Angeles. Óskar segir vera eitthvað rangt við það að sjá hús alþakin jólaskreytingum og pálmatré allt í kring. MYND/EINKAEIGN Óskar segir mikið velta á því að fá góða leikara í lið með sér til að verkefnin sem eru á borðinu standi undir sér. Án flottra leikara sé verkefnið sama og dautt en þeir leynast ekki á hverju strái. „Það eru hundruð handrita í um- ferð en bara örfáir leikarar sem hafa nógu mikið aðdráttarafl til að fá fólk til að mæta í bíó. Við þurfum A-lista leikara sem passa í hlutverkin og þeim þarf að lítast vel á handritið, svo á Svartur á leik og loks á mig persónulega til að þeir ákveði að slást í för með okkur. Svo gæti alltaf farið svo að við fyndum leikara sem litist vel á okkur og okkur á hann en hann er kannski ekki laus fyrr en eftir ár. Þá frestast viðkomandi mynd óhjákvæmilega,“ segir Óskar. Leikararnir hafa því greinilega mikil völd í Hollywood. Leitar að stórstjörnum rjúpan verða látin eiga sig þetta árið og á borðum verða alls kyns alþjóðlegir smáréttir. Óskar fluttist tímabundið með fjölskylduna í sólarríkið í septem- ber síðastliðnum til að fylgja eftir myndinni Svartur á leik. Mynd- in hefur vakið mikla athygli þar vestra en hún kemur út í Banda- ríkjunum í febrúar. Hefur Óskar hlotið ýmis tilboð í kjölfar mynd- arinnar. „Ég fæ fjölda handrita til yfirlestrar en ég gæti ekki hugsað mér að taka að mér nema kannski eitt af hverjum tíu. Þegar ég dett niður á handrit sem mér líst vel á set ég upp hugmynd að því hvernig ég sé myndina fyrir mér. Ef aðstandendum hennar líst vel á það útbý ég kynningu með nánari útlistun á minni sýn og fer yfir það á stærri fundi. Það er síð- asta stigið og úr þeim hópi er einn leikstjóri valinn fyrir verkefnið,“ segir hann. „Ég er að reyna að vanda valið vel því næsta mynd verður auðvitað mín fyrsta mynd á ensku svo það er mikið í húfi,“ bætir hann við. Í augnablikinu er Óskar með þrjár myndir í vinnslu sem leikstjóri en alls óvíst er hvort og hvenær þær fari í tökur. „Ég reyni að vera með nokkra bolta á lofti í einu og sá bolti sem fyrstur fær grænt ljós verður svo tekinn fyrir, hvort sem það verður hér úti eða heima,“ bætir hann við og greinilegt að lífið snýst ekki bara um kokkteila og sólbaðslegu þarna í Kaliforníu. tinnaros@frettabladid.is Tinna reddar vonandi betri mynd Rocket Man í febrúar Tökur á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Rocket Man, eru fyrirhug- aðar í febrúar á næsta ári og stefnt er á að hún komi í bíó seinni part ársins. Gunnar Jónsson, fyrrum Fóstbróðir, verður í hlutverki rúmlega fertugs manns sem býr enn hjá mömmu sinni og vill helst ekki yfirgefa hreiðrið. Framleiðandi er Blueeyes Product ions sem er í eigu Baltasars Kormáks. Rocket Man verður fyrsta mynd Dags Kára á íslensku síðan hann gerði Nóa albínóa við góðar undir- tektir. - fb „Ég setti sjálf fyrirvara við Die Young vegna þessa. Ég vildi ekki syngja þennan texta en var neydd til þess.“ Söngkonan Kesha á samskiptavefnum Twitter um lag sitt Die Young sem var kippt úr útvarpsspilun vestanhafs í kjölfarið á skotárásinni í Sandy Hook í síðustu viku. Djúpið á topp níu Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks er komin í hóp níu erlendra kvikmynda sem geta fengið Óskars- verðlaunin á næsta ári. Fimm myndir verða tilnefndar og tilkynnt verður um þær 10. janúar. Alls kom 71 kvik- mynd til greina sem besta erlenda myndin. Meðal annarra tilnefndra eru hin vinsæla The In- touchables frá Frakklandi og Amour sem hlaut Gullpálmann í Cannes fyrr á árinu. Aðeins ein íslensk mynd í fullri lengd, Börn nátt- úrunnar, hefur verið tilnefnd til Óskarsverð- launanna. - fb Útskrift í afmælisgjöf Tímamót urðu í lífi útvarpsmannsins Þorkels Mána Péturssonar á X-inu í gær þegar hann útskrifaðist loks sem stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Ekki nóg með það, heldur varð Máni, eins og hann er kallaður, líka 36 ára í gær og því hefur hann líklega andað léttar þegar í ljós kom að allar heimsendaspár reyndust tóm þvæla. Ekki liggur fyrir hvort Máni, sem stýrir þættinum Harmageddon ásamt Frosta Logasyni, hyggur á framhaldsnám í kjölfarið en nú eru honum að minnsta kosti allir vegir færir. - sh
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.