Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 6
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað sat Sævar Ciesielski lengi í
gæsluvarðhaldi?
2. Hver er formaður Félags framhalds-
skólakennara?
3. Í hvaða bók eru aðalsöguhetjurnar
farandverkamennirnir George og
Lennie?
SVÖR
1. 1.533 daga. 2. Aðalheiður Steingríms-
dóttir. 3. Mýs og menn eftir John Steinbeck.
Tryggvaskáli - rekstur
Sveitarfélagið Árborg í samstarfi
við Skálafélagið skoðar þann
möguleika að koma Tryggvaskála
á Selfossi í rekstur sem hæfir sögu
hússins og menningarsögulegri
þýðingu þess fyrir samfélagið til framtíðar.
Til að kanna grundvöll þess auglýsir sveitarfélagið
eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum
sem hefðu áhuga á að taka húsið á leigu til
veitingarekstrar og sýningahalds.
Áhugasamir aðilar skili hugmyndum sínum
til Sveitarfélagsins Árborgar, eigi síðar en
miðvikudaginn 10. apríl n.k., á netfangið
asta@arborg.is, þar sem fram koma hugmyndir að
rekstrarfyrirkomulagi og framtíðarsýn rekstrar þessa
sögufræga húss.
Ómissandi
Hrein íslensk náttúruafurð ms.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
18
1
i-Helicopter
Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch
Símabær
FERÐALÖG Hundruð Íslendinga missa af flug-
ferðum á hverju ári þar sem vegabréf þeirra upp-
fylla ekki reglur annarra ríkja um gildistíma
þegar ferðalagið hefst.
Mörg ríki utan evrópska efnahagssvæðisins
gera kröfu um að vegabréf þeirra sem þangað
ferðast gildi í að minnsta kosti sex mánuði eftir
að viðkomandi ætlar að yfirgefa landið aftur. Ef
ferðamaður ætlar að dvelja í einn mánuð þarf
vegabréfið að gilda í að minnsta kosti sjö við upp-
haf ferðar.
Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi lent í vand-
ræðum á flugvöllum erlendis, og jafnvel misst af
flugi vegna þess að vegabréfið gildir ekki nógu
lengi, segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hundruð slíkra
mála koma á borð ráðuneytisins árlega.
Ferðamenn sem lenda í vanda geta sótt um
framlengingu á vegabréfi í sendiráðum og hjá
ræðismönnum Íslands erlendis. Stundum tekst að
bjarga málunum í tæka tíð, en allt of oft missir
fólk af fluginu sínu og lendir í óþarfa fjárútlátum
og töfum, segir Urður.
Ráðuneytið hvetur alla til að ganga úr skugga
um að vegabréfið gildi nægilega lengi áður en lagt
er af stað. Sérstaklega er hvatt til þess að þeir sem
búa utan landsteinanna endurnýi tímanlega. - bj
Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að skoða gildistíma vegabréfa fyrir ferðir:
Hundruð festast á hverju ári
STRANDAGLÓPAR Mikilvægt er að kynna sér reglur þeirra
ríkja sem ferðast á til um gildistíma vegabréfa.
NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Boris Beresovskí fannst
látinn á baðherberginu í stórhýsi
sínu í Ascot á sunnanverðu Eng-
landi síðasta laugardag. Lög reglan
skýrði frá því á mánudagskvöld
að banamein hans hefði verið
henging. Ekki vildi hún fullyrða
hvort hann hefði svipt sig lífi, en
engin merki fundust um átök.
Um aldamótin var hann einn
auðugasti og jafnframt einn valda-
mesti maður Rússlands, einn af
„olígörkunum“ svonefndu, fá-
veldis kóngunum sem röðuðu sér
á jötuna hjá Boris Jeltsín forseta.
Við andlátið hafði hann glutrað
niður auðæfunum, var orðinn
þunglyndur og vildi helst snúa
aftur heim til Rússlands. Þaðan
flúði hann árið 2001 í sjálfskipaða
útlegð til Bretlands, eftir að hafa
fallið í ónáð hjá Vladimír Pútín
forseta.
Hann hefur síðan óspart
gagnrýnt Pútín Rússlandsfor-
seta, meðal annars sakað hann
um að hafa staðið að morðinu á
Alexander Litvinenko, rússneska
njósnaranum sem lést í London
árið 2006 eftir að eitrað hafði verið
fyrir honum með geislavirku efni.
Þeir Litvinenko urðu góðir
vinir eftir að Litvinenko fullyrti
opinberlega að yfirmenn sínir
hjá rússnesku leyniþjónustunni
hefðu falið sér það verkefni að
myrða Beresovskí. Litvinenko
hlýddi ekki, heldur tók sér stöðu
með stjórnarandstæðingum og fór
að skrifa bækur um ógnarstjórn
Pútíns.
Beresovskí slapp nokkrum
sinnum með skrekkinn þegar
reynt var að ráða hann af dögum,
bæði í Rússlandi og í Bretlandi.
Árið 1994 var meðal annars gerð
sprengjuárás á bifreið hans, sem
kostaði bílstjóra hans lífið.
Á síðasta ári tapaði Beresovskí
dómsmáli gegn Roman Abramo-
vitsj, öðrum rússneskum auðkýf-
ingi í Bretlandi, eiganda fótbolta-
liðsins Chelsea. Dómari sagði
ekkert hæft í ásökunum Bere-
sovskís um að Abramovitsj hefði
kúgað út úr honum fé.
gudsteinn@frettabladid.is
Hafði glutrað niður
öllum auðæfunum
Breska lögreglan vill ekkert fullyrða um það hvort rússneski auðkýfingurinn Boris
Beresovskí hafi framið sjálfsvíg. Um síðustu aldamót var hann einn auðugasti
maður Rússlands, en í janúar leit út fyrir að hann gæti ekki borgað skuldir sínar.
Boris Bersovskí auðgaðist hratt á forsetatíð Boris Jeltsín í Rússlandi, þegar
efnahagslíf gömlu Sovétríkjanna var að leysast upp á síðasta áratug 20.
aldar í óðaverðbólgu, spillingu og ofbeldi. Hann náði til sín lífvænlegum
fyrirtækjum fyrir lítið fé, varð auðugasti maður Rússlands og notaði sér
óspart hvert tækifæri til að sanka að sér völdum. Hann komst fljótlega í
innsta hring nánustu samstarfsmanna Boris Jeltsín forseta, sat á rússneska
þjóðþinginu og var um skeið aðalframkvæmdastjóri Samveldis sjálfstæðra
ríkja. Hann studdi upphaflega Vladimír Pútín til valda en féll fljótlega í
ónáð hjá honum. Hann flúði til Bretlands um aldamótin þar sem hann
sótti svo um hæli sem pólitískur flóttamaður. Óvíst er hve stóran hluta
auðæfa sinna honum tókst að hafa með sér frá Rússlandi.
Í innsta hring Jeltsíns forseta
BORIS BERESOVSKÍ Ásamt lífvörðum sínum meðan auðæfin voru enn til staðar.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Grænlenska út-
gerðar félagið East Greenland Cod-
fish A/S hefur fest kaup á norska
uppsjávarveiðiskipinu Eros og er
því ætlað að leysa skip félagsins,
Eriku, af hólmi. Grænlenska
félagið er í þriðjungseigu Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað og hefur
samstarfið staðið í fjölda ára. Skipið
mun fá nafnið Polar Amaroq (Heim-
skauta-Úlfur) og heimahöfn nýja
skipsins verður Tasiilaq á Græn-
landi. Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar,
segir um nauðsynlega endurnýjun
að ræða. „Eigendur East Green-
land sjá aukna möguleika í upp-
sjávar veiðum. Nýja skipið er mjög
vel tækjum búið og hefur verið nýtt
til hafrannsókna við Noreg.“
Polar Amaroq kom til Neskaup-
staðar á sunnudag og sigldi í blíð-
viðri inn Norðfjörð í fylgd Eriku,
sem fór til móts við nýja skipið og
fylgdi því til hafnar. Skipstjóri á
hinu nýja skipi verður Geir Zoëga
en hann hefur verið skipstjóri á
Eriku síðastliðin ár. - shá
Nýtt skip, Polar Amaroq, kom til hafnar í Neskaupstað á sunnudag:
Ný tækifæri krefjast betra skips
SAMFYLGD Polar er smíðað í Noregi
árið 1997; er 76 metrar á lengd og 13
á breidd. Burðargeta skipsins er 2.100
tonn. MYND/KRISTÍN SVANHVÍT HÁVARÐSDÓTTIR
FASTEIGNAMARKAÐUR Veltan á fast-
eignamarkaði á fasteigna markaði
á höfuðborgarsvæðinu var um
milljarði króna meiri í síðustu
viku en sama tíma í fyrra, að því
er fram kemur á vef Þjóðskrár
Íslands.
Þinglýstum samningum fjölgaði
um rúman fimmtung úr 97 samn-
ingum upp í 120, og veltan fór
úr 2,9 milljörðum upp í fjóra
milljarða.Þá hækkar einnig meðal-
upphæð á kaupsamning úr 29,4
milljónum upp í 33 milljónir. - þj
Tölur frá Þjóðskrá:
Milljarði meiri
fasteignavelta
VEISTU SVARIÐ?