Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 24
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURRÓSAR GRÍMSDÓTTUR frá Búðarflöt, Álftanesi. Gunnar Sigurðsson Jóna Guðlaugsdóttir Hallgrímur Sigurðsson Sólveig Einarsdóttir Bertha María Sigurðardóttir Róbert Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, systur og frænku, IÐUNNAR LÚÐVÍKSDÓTTUR Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi. Megi páskahátíðin vera okkur öllum styrkur á framtíðarbraut. Sigurður B. Oddsson Gerður Lúðvíksdóttir Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN BARÐADÓTTIR (GÍGJA) Sambýlinu Bláargerði 9-11, Egilsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. mars sl. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarkort Hringsins. Guðrún Friðgeirsdóttir Björg Barðadóttir Brynhildur Barðadóttir Jón Víðir Hauksson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, SIGURÐUR KONRÁÐ HAUKSSON Hálsaseli 11, lést á líknardeild LSH sunnudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Björk Helgadóttir Arna Björk Sigurðardóttir Aron Morthens Magnús Haukur Sigurðarson Þorsteinn Hauksson Hrafnhildur Hauksdóttir Vala Hauksdóttir Faðir minn, afi og vinur, GUÐMUNDUR K. MAGNÚSSON lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð laugardaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. apríl kl. 15.00. Magnús Guðmundsson Emil Kári Magnússon Hulda Böðvarsdóttir og aðstandendur. KRISTÍN GÚSTAFSDÓTTIR Ljósheimum 20, lést 12. mars 2013. Bálför hennar hefur farið fram. Helga Rúna Gústafsdóttir Margrét Gústafsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HAFSTEINN KONRÁÐSSON skriftvélameistari/rafeindavirkjameistari, Sólheimum 32, Reykjavík, andaðist á Landakoti aðfaranótt 24. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Stella Þórdís Guðjónsdóttir Ómar Sigurðsson Sigurbjörg Karlsdóttir Bára Sigurðardóttir Kristján O. Þorgeirsson Erla Sigurðardóttir Jón Arnar Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. Útför AÐALSTEINS KR. GUÐMUNDSSONAR Sléttuvegi 11, Reykjavík, fer fram frá Kapellunni í Fossvogi 27. mars klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Y. Pálmason Jónína Líndal Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR SVAFARSSON Ferjubakka 4, Reykjavík, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 19. mars. Útförin fer fram þriðjudaginn 2. apríl frá Fella- og Hólakirkju klukkan 13.00. Stella Magnúsdóttir Svafar Ragnarsson Svava Margrét Blöndal Ásgeirsdóttir Gunnar Már Ragnarsson Hrafnhildur H. K. Friðriksdóttir Stefán Ragnarsson Árný Lára Karvelsdóttir Pia Kousgaard og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, MANLIO CANDI lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann 22. mars. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, þriðjudaginn 2. apríl klukkan 13.00. Sigríður Candi Marina Candi Harald Ragnar Óskarsson Indro Candi Heba Magnúsdóttir Elfa Frið Haraldsdóttir Leó Blær Haraldsson Karel Candi Markús Candi Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, BEATA RYBAK ANDRÉSSON skrifstofumaður og efnafræðingur, lést miðvikudaginn 20. mars á Land- spítalanum í Fossvogi. Hún verður jarðsungin frá Landakotskirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 15.00. Þorsteinn Andrésson Helena T. Rybak Stanislaw Rybak Robert Rybak, Sylwia Czaban, Stanislaw Rybak, Zdzislaw Rybak Jensína Þórarinsdóttir Andrés Sigurðsson Þórarinn H. Andrésson, Sigríður Andrésdóttir, Linda Andrésdóttir „Ég hef gengið með þessa hugmynd lengi í maganum og með þessum styrk getum við loksins ráðist í útgáfuna,“ segir sópransöngkonan Edda Austmann, sem stendur að útgáfu barnabókarinnar og hljóðdisksins Töfraflautan fyrir börn. Verkefnið fékk á dögunum 500 þúsund króna styrk úr velgerðasjóði Auroru. Um er að ræða hið fræga ævintýraverk Töfraflautuna eftir Mozart. Verkið hefur verið notað mikið erlendis til að kynna börnum óperur. Edda segist lengi hafa viljað gera óperu aðgengilega og aðlað- andi fyrir börn hér á landi. „Fræðsla barna um óperur hefur verið mjög takmörkuð hingað til. Ég man sjálf eftir að hafa fengið óperu- söngvara í heimsókn í skólann til okkar sem söng ægilega hátt og skildi börnin oft og tíðum eftir skelfingu lostin,“ segir Edda hlæjandi en ásamt henni standa Pamela De Sensi og Halla Þórlaug Ósk- arsdóttir að verkefninu. Um er að ræða hljóðdisk, þar sem þessi þriggja klukkutíma ópera hefur verið stytt niður í klukkutíma, og sam- hliða því verður gefin út barnabók þar sem Halla Þórlaug glæðir persónur verksins lífi með skemmtilegum mynd- um. „Nú eru kröfurnar um barnaefni orðnar svo miklar að mér finnst mjög mikilvægt að börnin fái að fletta bók á meðan þau hlusta á diskinn. Þetta eru svo fallegar teikningar hjá Höllu sem ég heillaðist alveg af,“ segir Edda en þetta er fyrsta barnaóperan sem gefin verður út á íslensku. Hugmyndin er svo að nýta útgáfuna við tónmenntakennslu ásamt því að setja hana upp í samstarfi við Töfrahurðina í Salnum og mögulega í Menningarhúsinu Hofi á nýju starfsári. „Barnabókin er miðuð við aldurinn 4-10 ára en hljóðdiskurinn er aldurslaus og ætti að höfða til allra. Við stefnum á útgáfu fyrir jólin.“ alfrun@frettabladid.is Gera óperu aðlaðandi fyrir börnin Verkefnið Töfrafl autan fyrir börn er eitt af nýjum verkefnum sem Aurora velgerðasjóður styrkir í ár. Edda Austmann sópransöngkona er einn af aðstandendum verkefnisins þar sem markmiðið er að fræða börn um óperu. ÓPERA FYRIR BÖRNIN Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Edda Austmann eru á meðal aðstand- enda útgáfu Töfraflautunnar eftir Mozart fyrir börn en verkefnið fékk á dögunum styrk úr velgerðasjóði Auroru. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Aurora velgerðasjóður var stofnaður árið 2007 af þeim hjónum Ingibjörgu Krist- jánsdóttur og Ólafi Ólafssyni sem lögðu sjóðnum til einn milljarð króna. Úthlutað er að þessu sinni 48,3 milljónum króna til fimm verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Kenía í samstarfi við ABC hjálparstarf. Ný verkefni: ● Styrkur til ABC hjálparstarfs í Kenía 1,8 milljón. ● Styrkur til Vinafélags Vinjar, athvarfs geðfatlaðra við Hverfisgötu, 1 milljón á ári í þrjú ár. ● Styrkur til Töfraflautunnar eftir Mozart fyrir börn 500 þúsund Áframhaldandi verkefni: ● Kraumur tónlistarsjóður 20 milljónir ● Hönnunarsjóður Auroru 25 milljónir Úthlutun Auroru velgerðasjóðs 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.