Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 NEYTENDUR Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað meira í lágvöru- verðsverslunum en öðrum versl- unum frá því í apríl 2008 þar til nú í byrjun mars. Í fréttatil- kynningu frá ASÍ segir að vöru- karfan hafi hækkað mest í Bónus og Samkaupum-Strax, eða um 64 prósent, en minnst hjá Nóatúni eða um 26 prósent. Bent er á það til samanburðar að verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neyslu- verðs hafi hækkað um 46 prósent á sama tímabili. Stefán Guðjónsson, forstöðu- maður innkaupa- og markaðs- sviðs Samkaupa sem reka jafn- framt Nettóverslanirnar, efast um að verð á vörukörfunni hafi hækk- að meira hjá lágvöruverðsversl- ununum en öðrum. „Ég næ ekki utan um þetta. Þeir eru væntan- lega að taka vöru sem er saman- burðarhæf. Raunveru leikinn er sá að við höfum aukið innflutning á matvöru sem ekki fæst í hinum verslununum um 30 prósent á ári frá 2008. Vörukarfa ASÍ endur- speglar ekki það sem neytandinn er að kaupa hjá okkur.“ Hagar gagnrýna mælingar ASÍ og segja þær ekki standast skoðun. Í fréttatilkynningu ASÍ segir að einungis séu birtar upplýs- ingar um verðbreytingar í versl- anakeðjunum á milli verðmæl- inga. Ekki sé því um beinan verðsamanburð að ræða, það er hvar ódýrustu vörukörfuna sé að finna. Jafnframt er bent á að skoðuð hafi verið þau verð sem í gildi voru á hverjum tíma. Tilboð á einstaka vöruliðum geti því haft áhrif á niðurstöðurnar. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjar- vörur, t.d. brauðmeti, morgun- korn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos og safa auk hreinlætis- og snyrti- vara. - ibs Mest hækkun í lágvöruverðsverslunum : Bónus og Samkaup- Strax hækkuðu mest Í BÓNUS Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 64% hjá Bónus á fimm árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.