Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 11

Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 NEYTENDUR Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað meira í lágvöru- verðsverslunum en öðrum versl- unum frá því í apríl 2008 þar til nú í byrjun mars. Í fréttatil- kynningu frá ASÍ segir að vöru- karfan hafi hækkað mest í Bónus og Samkaupum-Strax, eða um 64 prósent, en minnst hjá Nóatúni eða um 26 prósent. Bent er á það til samanburðar að verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neyslu- verðs hafi hækkað um 46 prósent á sama tímabili. Stefán Guðjónsson, forstöðu- maður innkaupa- og markaðs- sviðs Samkaupa sem reka jafn- framt Nettóverslanirnar, efast um að verð á vörukörfunni hafi hækk- að meira hjá lágvöruverðsversl- ununum en öðrum. „Ég næ ekki utan um þetta. Þeir eru væntan- lega að taka vöru sem er saman- burðarhæf. Raunveru leikinn er sá að við höfum aukið innflutning á matvöru sem ekki fæst í hinum verslununum um 30 prósent á ári frá 2008. Vörukarfa ASÍ endur- speglar ekki það sem neytandinn er að kaupa hjá okkur.“ Hagar gagnrýna mælingar ASÍ og segja þær ekki standast skoðun. Í fréttatilkynningu ASÍ segir að einungis séu birtar upplýs- ingar um verðbreytingar í versl- anakeðjunum á milli verðmæl- inga. Ekki sé því um beinan verðsamanburð að ræða, það er hvar ódýrustu vörukörfuna sé að finna. Jafnframt er bent á að skoðuð hafi verið þau verð sem í gildi voru á hverjum tíma. Tilboð á einstaka vöruliðum geti því haft áhrif á niðurstöðurnar. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjar- vörur, t.d. brauðmeti, morgun- korn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos og safa auk hreinlætis- og snyrti- vara. - ibs Mest hækkun í lágvöruverðsverslunum : Bónus og Samkaup- Strax hækkuðu mest Í BÓNUS Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 64% hjá Bónus á fimm árum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.