Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 40

Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 40
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201314 1 árs: Pappírsbrúðkaup 2 ára: Bómullarbrúð- kaup 3 ára: Leðurbrúð- kaup 4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup 5 ára: Trébrúðkaup 6 ára: Sykurbrúðkaup 7 ára: Ullarbrúðkaup 8 ára: Bronsbrúðkaup 9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúð- kaup 10 ára: Tinbrúðkaup 11 ára: Stálbrúðkaup 12 ára: Silkibrúð- kaup 12½ ára: Koparbrúð- kaup 13 ára: Knipplinga- brúðkaup 14 ára: Fílabeinsbrúðkaup 15 ára: Kristalsbrúð- kaup 20 ára: Postulíns- brúðkaup 25 ára: Silfur- brúðkaup 30 ára: Perlu- brúðkaup 35 ára: Kóralbrúð- kaup 40 ára: Rúbínbrúðkaup 45 ára: Safírbrúðkaup 50 ára: Gullbrúðkaup 55 ára: Smaragðs- brúðkaup 60 ára: Demants- brúðkaup 65 ára: Krón- demantsbrúðkaup 70 ára: Platínubrúð- kaup/járnbrúðkaup 75 ára: Gimsteinabrúð- kaup/atómbrúðkaup Arnar hefur mikinn áhuga á öllu er viðkemur hártísku og fylgist vel með því nýjasta. Þar fyrir utan er hann duglegur að sækja sér endurmenntun úti í heimi. Hann hefur farið til Parísar og London í vetur í þeim erindagjörðum. Arnar er því með allt á hreinu þegar kemur að brúðkaupum. „Best er að leita til þess fagmanns sem brúðurin treystir og þekk- ir,“ segir Arnar. „Undirbúningur- inn þarf að hefj- ast hálfu ári fyrir stóra dag inn. Hárlitun ætti að fara fram minnst viku eða tíu dögum fyrir brúð kaupið og einnig er gott að fara í djúpnær- ingu í nokkur skipti þannig að hárið sé glansandi fallegt á þessum mikil- væga degi,“ segir Arnar enn fremur. „Hárgreiðslu þarf að velja í sam- ræmi við kjólinn. Kjóllinn kemur fyrst,“ segir Arnar. „Hálsmálið á kjólnum skiptir miklu máli og sömu- leiðis hvernig hann er í bakið. Höfuð- skraut eða slör getur einnig haft áhrif á greiðsluna. Uppsett hár er mjög vin- sælt um þessar mundir en margar brúðir vilja þó hafa hárið slegið. Aðrar óska eftir hárlengingu eða þykk- ingu. Og enn aðrar eru með krullað hár en vilja fá það sléttað með sér- stakri sléttumeðferð (keratin-með- ferð). Óskirnar eru margvíslegar,“ segir Arnar sem segist oft nota rósa- blöð eða villt blóm úr náttúrunni til að skreyta greiðsluna. „Andlitsfall og hæð konunn- ar getur líka skipt máli og jafn- vel hæð brúðgumans. Mikið upp- sett hár hækkar konuna og getur þar af leiðandi gert hana hærri en brúð gumann. Mjög mikilvægt er að vanda vel til greiðslunnar því hún þarf að halda sér í að minnsta kosti tólf klukkustundir, jafnvel lengur. Það þarf því að nota réttu efnin og þá skiptir fagmaðurinn miklu máli. Stundum getur prufugreiðsla verið nauðsynleg en ekki alltaf. Ef brúðurin leitar til fagmanns sem hún hefur verið lengi hjá og þekkir hárið þarf sennilega enga prufugreiðslu,“ segir Arnar. Hann bendir á að nýir tísku- straumar séu í brúðarkjólum um þessar mundir. „Vera Wang, drottning brúðarkjólanna, hefur nýjustu kjólana í litum og bendir á að nú sé í tísku að vera til dæmis í appelsínulitum kjól eða dimmrauðum. Þetta eru rosalega flott- ir kjólar. Hver segir að brúðarkjóllinn þurfi endilega að vera hvítur? Hárgreiðslan er sótt í vinsæla sjónvarps- þætti eins og Down- ton Abbey en mjög fallegt er að taka hárið upp í greiðslu aftan á hnakkanum. Sjón- varpsþættir hafa alltaf mikil áhrif á tískuna,“ útskýrir Arnar. „Við horfum mikið á banda- rískar bíómyndir og þær hafa áhrif á klippingar og greiðslur.“ Arnar segir að sumarið sé vin- sælast til brúðkaupa en þau séu þó haldin árið um kring. Vegna þess að margir hárgreiðslumeistarar eru í fríi á sumrin þarf að panta greiðsluna með góðum fyrirvara. „Ég hef fengið beiðni deginum fyrir brúðkaupið en þá hefur verið um skyndibrúðkaup að ræða. Einnig hefur mjög færst í vöxt að útlendingar komi til Íslands til að gifta sig og þá koma oft pantanir frá ferða- skrifstofum, gegnum netið eða frá hótelum um greiðslu og k l ipp- ingu. Síð- asta sumar var mikið að gera í brúðar- greiðslum f y rir út- lendinga,“ segir Arnar og bendir á að brúðhjón ættu að persónugera þenn- an dag og leyfa hugmyndafluginu að ráða. „Ég sá til dæmis mynd af gifting- arhringum þar sem fingrafar var grafið í þá í stað leturs. Það var mjög smart,“ segir hann. - ea Greiðslan tekur mið af kjólnum Arnar Tómasson, hárgreiðslumeistari hjá Salon Reykjavík, segir að það skipti máli fyrir verðandi brúðir að skipuleggja sig vel og tímanlega. Hárgreiðslan verður aldrei gerð korteri fyrir brúðkaup. Arnar Tómasson hárgreiðslumaður er sérfræðingur í öllu því sem snýr að tískugreiðslum. Falleg brúðar- greiðsla sem er vinsæl um þessar mundir. Vera Wang brúðarkjólar fyrir sumarið 2013. AFMÆLIN SÍFELLT TILKOMUMEIRI Brúðkaupsafmæli eru kennd við ýmsa nytjahluti, eðalmálma og -steina. Hlutirnir verða tilkomumeiri eftir því sem árin líða. Eftir eins árs hjónaband er haldið upp á pappírsbrúðkaup, eftir 25 ár silfurbrúðkaup, eftir 60 ár demantsbrúðkaup og eftir 75 ár gim- steinabrúðkaup. Hér fer listi yfir brúðkaupsafmæli en hann er að finna á vefsíðunni www.brudkaup.is. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.