Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 60
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 36
Banabiti átta mánaða langs ástar-
sambands tónlistarfólksins Katy
Perry og Johns Mayer, sem lauk
í síðustu viku, mun hafa verið
símanúmer konu sem Perry fann
í hanskahólfinu í bíl Mayers.
Slúðurmiðlar ytra höfðu áður
leitt að því líkur að miklum
önnum beggja við tónlistar sköpun
og hljómleikaferðir væri um að
kenna. Ónefndur heimildar maður
breska tímaritsins Grazia vill þó
meina að parið hafi verið á leið-
inni á hundaheimili í Los Angeles
í Land Rover-bíl Mayers þegar
það ákvað að taka bensín. Þá hafi
Perry opnað hanskahólfið, fundið
síma númer hjá annarri konu
skrifað á servíettu og eitt hafi
leitt af öðru. Síðan þá hafi þau
ekki talast við.
Símanúmer á
servíettu varð
banabitinn
KATY PERRY Átti í ástarsambandi við
John Mayer í átta mánuði.
„Það sem er sérstakt er að hann
var felldur með skammbyssu á 170
metra færi,“ segir Páll Reynisson
hjá Veiðisafninu á Stokkseyri.
Strútur sem hann veiddi í
Suður- Afríku árið 2010 er loksins
kominn til Íslands ásamt sex
öðrum uppstoppuðum dýrum sem
hann veiddi. Strúturinn, sem er
tveggja metra hár, er í heilu lagi
rétt eins og krókódíll sem hann
veiddi. Óvenjulegt er að strútar
séu til sýnis hér á landi.
„Ég veit ekki um neinn annan
uppstoppaðan strút í heilu lagi
á Íslandi en ég veit að menn
sem hafa veitt strúta hafa tekið
fjaðrir.“
Vanalega tekur það Pál eitt
og hálft ár að fá dýr til landsins
eftir að hann hefur látið stoppa
þau upp. „Svo skeður það að þeir
skrifa eftirnafnið mitt vitlaust
á einhverja pappíra á skrifstofu
í Suður-Afríku og það tók fjóra
mánuði að leiðrétta það. Þá byrjar
vitleysan og það tekur tvö ár að fá
þessa sendingu heim,“ segir hann.
Í sýningarsali safnsins eru
líka komnir fjórir frampartar af
antilópum og einnig er upp settur
frampartur af mjög stórum nas-
hyrningi sem tekið var plastmót
af. Nashyrninginn skaut Páll með
sérsmíðuðum riffli sem skýtur
deyfipílum og var um svokall-
aða björgunarveiði að ræða. Nas-
hyrningurinn er enn þá lifandi en
tekin voru af honum hornin svo
forða megi honum frá veiðiþjófum
sem stunda ránsveiðar á nashyrn-
ingum til að vinna duft úr hornum
þeirra.
Veiðisafnið verður opið alla
páskana frá klukkan 11 til 18. - fb
Skaut strútinn af 170 metra færi
Tveggja metra uppstoppaður strútur er til sýnis í Veiðisafninu á Stokkseyri.
MEÐ STRÚTINN Páll Reynisson með strútinn sem hann veiddi í Suður-Afríku.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Sýningar
18.00 Gestalistamenn SÍM opna sýn-
inguna OB-skyr.is að Seljavegi 32.
Upplestur
18.00 Ragnheiður E. Árnadóttir les 50.
Passíusálminn í Grafarvogskirkju í til-
efni föstunnar.
Kvikmyndir
16.30 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir kvikmyndina Villta Kína V, Heim-
kynni pöndunnar í stofu 132 Öskju.
Allir eru velkomnir.
Uppákomur
20.00 Tískusýning annars árs nema LHÍ
verður haldin á efstu hæð Höfðatorgs.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Dans
14.00 Síðdegisdans verður haldinn hjá
Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl
4. Stjórnendur eru Matthildur og Jón Freyr.
Tónlist
21.00 Kristjana Stefáns, Svavar Knútur
og Robert the Roommate skemmta á
Café Rosenberg.
22.00 Partíþokan heldur sitt síðasta
partý á Faktory við Smiðjustíg. Á stokk
stíga Jónas Sigurðsson, Prins Póló, Borko
og Sin Fang. Miðaverð er kr. 2.000.
23.00 Óli Ofur, BennSol, Mr. Cuellar og
Oculus slá upp dansfögnuði á Volta.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Hljómsveitin Úlfarnir leikur á
Páskadansleik á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
8
9
5
VÍNBÚÐIRNAR
UM PÁSKANA
Kynntu þér páskaopnun allra
Vínbúða á vinbudin.is eða
á farsímavef okkar m.vinbudin.is.
OPIÐ Í DAG
10-20
SKEIFAN | DALVEGUR
SKÚTUVOGUR
Miðvikudagur 27. mars OPIÐ 11-19
Skírdagur lOkAÐ
Föstudagurinn langi lOkAÐ
laugardagur 30. mars OPIÐ 11-18
Páskadagur lOkAÐ
Annar í páskum lOkAÐ
opnunartímar
Á höFuÐbOrGArSvæÐInu
OG AkureyrI