Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 16
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
F
jórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu
prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna
úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju
tekna sinna þaðan.
Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við
fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem
Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma
á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru
þau fámennustu. Af þeim sex
sem hafa meira en helming
tekna sinna úr sjóðnum eru
fimm með 100-200 íbúa.
Stærstu sveitarfélög landsins
borga hins vegar miklu meira
í sjóðinn en þau fá úr honum.
Tekjur jöfnunarsjóðsins
samanstanda annars vegar af
framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatt-
tekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum
sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitar-
félaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim
smærri.
Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera
óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá
ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunn-
skólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að
pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast
á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja
nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu
á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja
umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með
öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg
lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitar-
félaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að
stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin
verkefni með hagkvæmum hætti.
Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga
sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðar-
byggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfs-
mynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur
um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns
hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitar-
stjórnarfólks.
Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga
rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu
og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga
kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinninga afstöðunni
til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veit-
ingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að
fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn.
Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og
stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru
staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti
að njóta niðurgreiðslnanna.
Sameining sveitarfélaga er mál allra skattgreiðenda:
Lifað á öðrum
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur
Skarphéðinsson saman í nefnd sem
kannaði tengsl Íslands og Evrópusam-
bandsins. Meginniðurstaða nefnd arinnar
var að hagsmunum Íslands væri mjög
vel borgið með samningum um evrópska
efnahagssvæðið (EES), hann hefði
staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu
hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem
skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til
áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið.
Af grein Össurar Skarphéðinssonar
í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða
að hann kjósi að gleyma því sem hann
lærði í störfum nefndarinnar. EES-
samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin
bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur
kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt,
utan ríkis ráðherra Svía, sem á í vök að
verjast heima fyrir vegna vaxandi gagn-
rýni Svía á starfshætti innan ESB og
meiri þunga en nokkru sinni fyrr í and-
stöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er
talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-
sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga
við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð.
Hann munar ekki um að rægja EES-
samstarfið til að fegra eigin málstað.
Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí
2009 að Íslendingar væru á hraðferð
inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í
málinu en Össur beit á öngulinn. Össur
hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt
og sannfærist um að fullveldi Íslendinga
aukist við að flytja það til Brussel.
Að telja þjóðum trú um að full veldinu
sé betur borgið á evru-svæðinu en
utan þess eða ESB verður æ erfiðara.
Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til
dæmis vald og þrek til að halda bönkum
opnum þrátt fyrir hrun fjármála kerfis.
Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars
og hafa ekki verið opnaðir 26. mars.
Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað
vegna krafna frá Brussel. Hvað segir
þetta dæmi um gildi fullveldis á örlaga-
stundu?
Bildt, Össur, fullveldið og Kýpur
EVRÓPUMÁL
Björn Bjarnason
fv. ráðherra
➜ Bildt er talsmaður ESB-sam-
bandsríkis og evru-sinni. Hann veit
að andstaða Íslendinga við ESB-
aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann
munar ekki um að rægja EES-sam-
starfi ð til að fegra eigin málstað.
Búsáhaldabyltingin
sjálfsprottin eða skipulögð?
Mánuður til stefnu
Í dag er sléttur mánuður til kosninga.
Allir flokkar á niðurleið í skoð-
anakönnunum nema einn: Fram-
sóknarflokkurinn, sem er í stöðugri
sókn. Þar hljóta menn að vera býsna
rólegir– jafnvel spenntir. Þeir mælast
í þrjátíu prósentustigum en um
áramót hefðu tuttugu prósent þótt
harla góð niðurstaða á þeim
bænum. Þeir þurfa því að fara
mjög illa að ráði sínu næstu
vikur ef þeir ætla ekki að
vinna stórsigur. En annað eins
hefur svo sem gerst.
Klúður
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins fyrir rúmum
mánuði hlýtur hins vegar
að fara í bækurnar sem
einhver sá mislukkaðasti sem sögur
fara af. Kannanir bentu til þess að
fylgi flokksins hefði dalað vikurnar
fyrir fundinn og flokksmenn bundu
vonir við að þar mætti blása lífi í
glæðurnar og koma flokknum aftur
hátt í 40 prósentustigin sem þeir
telja að þeim beri. Öðru var nær. Frá
landsfundinum hefur fylgið bókstaf-
lega reyst af Sjálfstæðisflokknum, og
nú er svo komið að hann mælist
með litlu meira fylgi en í sögu-
legum ósigri hans fyrir fjórum
árum. Bjarni og félagar hljóta
að fara að birtast lands-
mönnum í páska-
auglýsingum,
annað væri
uppgjöf.
Misheppnað útspil
Svo er það Samfylkingin. Það átti
aldeilis að sýna fólki hversu ábyrgur
flokkur færi þar og hversu lausna-
miðaður formaður Árni Páll Árnason
væri, með því að leggja fram ein-
hverslags sáttatillögu um stjórnar-
skrármálið. Það reyndist hins vegar
engin sátt vera um sáttatillöguna og
fylgið hefur lítið hreyfst–
nema þá helst niður á við.
Og Vinstri græn– eru þau
í framboði?
stigur@frettabladid.is