Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 56
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 32 Ég tók þátt í samsýningu á síðasta ári og þessi sýning er eiginlega framhald af henni,“ segir Gunn- hildur Þórðardóttir myndlistar- maður sem á laugardaginn opnar sýninguna Minningar í kössum/ Boxed memories í Flóru á Akur- eyri. „Ég er að vinna litlar inn- setningar inn í kassa. Ég nota afganga og alls konar dót í verkin, þannig að efniviðurinn er fundið efni. Mér finnst rosalega gaman að vinna með þessi box og gera eitthvað myndrænt í þau.“ Á sýningunni eru ný verk, textaverk, innsetning og skúlp- túrar sem fjalla um minningar. „Við geymum minningar oft í eins konar hólfum í heilanum sem við getum lokað og opnað. Minn- ingar sem slíkar eru ekki endi- lega áreiðanlegar heimildir en þær hafa eitthvað með for tíðina að gera og mynda heild í huga manns. Minningar fólks eru eins konar vitneskja um liðna atburði oft sveipaðar fortíðarþrá,“ útskýrir Gunnhildur. Í tilefni af alþjóðlegum degi ljóðsins, þann 21. mars, gaf Gunn- hildur út ljóðabókina Blóðsteina/ Bloodstones sem verður fáanleg á sýningunni. „Ég vinn mikið með texta og hef gengið með þessa bók í maganum mjög lengi. Mér er eðlilegt að vinna með texta og finnst mjög skemmtilegt að blanda þessu saman. Ljóðin hafa skírskotun í þema sýningarinnar, minningar. Ég get auðvitað bara skrifað út frá eigin reynslu en það er ákveðin fortíðarþrá í ljóðunum. Maður hefur tendensa til að hugsa til baka og ákveðnar minningar sitja í manni.“ Ljóðin eru bæði á ensku og íslensku og Gunnhildur segist hafa þýtt þau sjálf en fengið manninn sinn, sem er enskur, til að prófarkalesa og fara yfir enska textann. Hún segist hlakka til að fara norður og dvelja þar um páskana með fjölskyldunni. „Mér finnst alltaf ofsalega gaman að fara norður og sýna þar, það er svo mikil gróska í myndlistinni á Akureyri.“ Sýningin er öllum opin á opn- unartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 4. maí. fridrikab@frettabladid.is Vitneskja um liðna atburði Minningar í kössum nefnist sýning Gunnhildar Þórðardóttur sem opnuð verður í Flóru á laugar- daginn. Gunnhildur sendi nýlega frá sér ljóðabókina Blóðsteina með ljóðum bæði á íslensku og ensku. MINNING Eitt verkanna á sýningunni. MINNINGAR Í KÖSSUM Gunnhildur segir minningar einatt einkennast af fortíðarþrá. Gunnhildur lauk BA-prófi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA-prófi í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars Fráhvörf í SÍM- salnum og sýninguna Losun í sal Íslenskrar grafíkur í fyrra, auk þess að taka þátt í samsýningum í 002 galleríi og í myndbandsgjörningi í Tate Britain á síðasta ári. Þetta er hennar tólfta einkasýning en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Ferill Gunnhildar Skráning í síma 618 7559 og heidur.bjornsdottir@gmail.com Verð kr. 6.900,- Á námskeiðinu lærir þú: • Hvernig á að byrja • Sáning og forræktun • Hvernig plantað er út • Hvaða áhöld þarf • Hvernig útbúa á matjurtagarð • Hvernig plönturnar fá næringu • Hvernig fá má uppskeru allt sumarið • Ræktun í pottum og ílátum • Hvaða jurtir eru fjölærar o.m.fl. HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hversu auðvelt það er að rækta grænmeti og kryddjurtir og gefur góð ráð sem nýtast byrjendum jafnt sem lengra komnum. Fjallað er um grundvallaratriði ræktunar svo nemendur öðlist þá þekkingu og sjálfstraust sem þarf til að rækta allt það sem hugurinn girnist. Innifalin eru námskeiðsgögn sem hægt er að nota sem handbók ár eftir ár! Námskeiðið er haldið í Lágmúla 5 Eingöngu selt á hársnyrtistofum A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 11. apríl 2013 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 10.00. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins Undir dagskrárliðnum “breytingar á samþykktum” verður tekin fyrir eftirfarandi tillaga: Stjórn félagsins er heimilt að ákveða hækkun hlutafjár um allt að kr. 2.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, í einu lagi eða í áföngum. Heimildin gildir til 11. apríl 2018 og fellur niður þann dag að því leyti sem hún hefur ekki þegar verið nýtt. Heimild þessa má einungis nota í tengslum við efndir kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins, dótturfyrirtækja eða fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasam- stæðu. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hlutum sem gefnir eru út samkvæmt heimild þessari. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá þeim degi sem þeir eru afhentir starfsmanni skv. skilmálum kaupréttarsamnings. Allar aðrar og núverandi heimildir stjórnar til þess að hækka hlutafé félagsins, og taldar eru upp í gr. 2.02- 2.05 í samþykktum félagsins, eru afturkallaðar og ógildar. Undir dagskrárliðnum “ Önnur mál, sem löglega eru upp borin“ verður tekin fyrir eftirfarandi tillaga: Uppfærð kaupréttaráætlun fyrir félagið verður kynnt og lögð fyrir fundinn til samþykktar. Uppfærða áætlunin var áður samþykkt af stjórn félagsins og er ætlað að koma í staðinn fyrir útrunnin og úrelt ákvæði sem varða kaupréttarsamninga félagsins. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur félagsins, nýja kaupréttaráætlunin og samantekt um efni hennar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 4. apríl 2013, 7 dögum fyrir aðalfundinn. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Reykjavík 27. mars 2013 Stjórn CCP hf. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.