Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 62
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 38
„Ég er hættur öl lum af-
skiptum af verslunarrekstri
þannig að núna get ég ein-
beitt mér að nýjum hlutum,“
segir Sverrir Berg Steinarsson.
Hann er fyrrverandi eigandi fyrir-
tækisins Árdegi sem rak á sínum
tíma fjölda verslana á Íslandi, þar
á meðal Next, BT, Sony Center og
Skífuna, og átti hlut í dönsku raf-
tækjakeðjunni Merlin.
Uppheimar gefa í næsta mán-
uði út fyrstu glæpasögu hans sem
nefnist Drekinn. Hún tengist við-
skiptum og er samtímasaga. „Það
eru miklar spennusögur að gerast
á hverjum degi í þessu umhverfi
sem við lifum í og ég vildi nýta það
í þessa sögu,“ segir Sverrir Berg,
sem er viðskiptafræðingur að
mennt. Drekinn fjallar að hluta til
um olíuleitina á Drekasvæðinu og
gerist bæði hér heima og erlendis.
Spurður hvort reynsla hans úr
viðskiptalífinu hafi nýst við gerð
bókarinnar segist hann vissulega
búa að henni. Eftir að fyrirtæki
hans Árdegi fór á hausinn ákvað
hann venda kvæði sínu í kross.
„Við vorum í verslunarrekstri en
svo skall kreppan á og hrunið.
Hluti af því sem ég er að gera með
þessari útgáfu er að gera hluti sem
mig hefur lengi langað til að gera
en ekki haft tíma til,“ segir hann.
„Þetta hefur í sjálfu sér blundað í
mér mjög lengi. Ég ákvað að láta
slag standa og prófa að sjá hvort
ég gæti þetta.“
Hann segir Drekann alls ekki
vera uppgjör hans við hrunið.
„Þetta er engin hrunbók. Mér
finnst margt sem er að gerast í
íslenskum samtíma vera til upp-
byggingar. Ég vil frekar einbeita
mér að svoleiðis hlutum.“
Hvað tapaðirðu miklum pening-
um í hruninu? „Ég hef í sjálfu sér
ekki mikinn áhuga á að tala um
það. Fyrir mér er þetta hluti af
gömlum tíma og ég dvel lítið við
það í dag.“
Sverrir Berg hefur alltaf
lesið mikið af spennusögum og
reyfurum. Bækur Árna Þórarins-
sonar hafa lengi verið í uppáhaldi
hjá honum, auk verka Arnaldar
Indriðasonar. Hann segist nú þegar
vera byrjaður að skrifa nýja bók
en ætlar fyrst að sjá hvernig við-
brögðin við Drekanum verða.
Hvað fannst vinum hans og ætt-
ingjum um að fyrrverandi stórlax
í viðskiptalífinu væri byrjaður að
semja glæpasögu? „Ég held að þetta
hafi komið mörgum á óvart en það
er margt líkt með rit störfum og
viðskiptum. Þú þarft að vera skap-
andi og með hugmyndaflug í hvoru
tveggja.“ freyr@frettabladid.is
Skrifaði glæpasögu
eft ir stórtap í hruninu
Sverrir Berg Steinarsson gefur út sína fyrstu glæpasögu í næsta mánuði.
Fyrirtæki Sverris Berg, Árdegi, rak níu BT-verslanir, þrjár Skífuverslanir,
tvær verslanir Hljóðfærahússins, Sony Center, Gamestöðina og tískuversl-
anirnar Next og Noa-Noa. Þá átti Árdegi 25% hlut í dönsku raftækjakeðj-
unni Merlin sem rak 48 verslanir í Danmörku.
Var umfangsmikill í viðskiptalífinu
FYRSTA BÓKIN Á LEIÐINNI Sverrir Berg Steinarsson gefur út sína fyrstu glæpasögu
í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Við erum ánægðir með að hátíð-
in fari fram aftur,“ segir Björn
Steinbekk, skipuleggjandi
tónlistarhátíðarinnar Sónar
Reykjavík.
Staðfest hefur verið að
hátíðin fari fram í annað
sinn í Hörpu dagana 13. til 15.
febrúar á næsta ári. Hátíðin verður
með svipuðu sniði og nýliðin hátíð
sem haldin var í febrúar nema að
tveimur sviðum verður bætt við,
ásamt því að Sónar mun standa yfir í
þrjá daga í stað tveggja. Eldborgar-
salur Hörpu verður einnig nýttur
til tónleikahalds og verður tilhögun
þeirra tónleika kynnt síðar.
„Markmiðið er að hátíðin verði stærri
eins og sést á því að við bætum einum degi
við dagskrána. Við gerum okkur vonir um
að innan tveggja til þriggja ára verði þetta orðin fimm
til sjö þúsund manna hátíð,“ segir Björn.
Rafræn tónlist var áberandi á fyrstu hátíðinni þar
sem fram komu Squarepusher, Alva Noto & Ryuichi
Sakamoto, Modeselektor, James
Blake og fleiri flytjendur. Spurð-
ur hvort fleiri erlendir listamenn
úr meginstraumnum verði á næstu
hátíð segir Björn að það eigi eftir að
koma í ljós. „Við munum skoða hvaða
listamenn henta best fyrir íslenskan
markað. Sónar er hátíð sem hreykir sér af
því að vera með það sem þykir nýtt og ferskt í tón-
listarbransanum.“
Forsala miða hefst 17. apríl klukkan 10.00 á Midi.
is og verður takmarkað magn miða í boði á 13.900
krónur. - fb
Sónar-hátíðin haldin aft ur að ári
Tónlistarhátíðin Sónar verður haldin aft ur í Hörpu í febrúar á næsta ári.
GUSGUS Daníel Ágúst og félagar í Gusgus
spiluðu á Sónar-hátíðinni í Reykjavík.
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍKAKUREYRI
V I P
CHICAGO SUN-TIMES –R.R.
FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfisgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00
ÞETTA REDDAST (12) 18:00
DÁVALDURINN (12) 20:00, 22:10
THE HUNT (JAGTEN) (12) 20:00, 22:10
KON-TIKI (12) 17:50, 22:10
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
sló í gegn
á þýskum kvikmyn-
dadögum!
HANNAH ARENDT
I GIVE IT A YEAR 6, 8, 10
SNITCH 10.15
THE CROODS 3D - ÍSL TAL 2, 4, 6
THE CROODS 2D - ÍSL TAL 2, 4
THE CROODS 3D - ENS TAL 6, 8 - ÓTEXTUÐ
BROKEN CITY 8
IDENTITY THIEF 10
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D 2, 4
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
5%
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
I GIVE IT A YEAR KL. 8 - 10.15 12
I GIVE IT A YEAR LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 12
SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.45 L
THE CROODS 3D ENSKT TAL, ÁN TEXTA KL. 5.45 - 8 L
BROKEN CITY KL. 10.10 16
IDENTITY THIEF KL. 8 12
21 AND OVER KL. 10.30 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L
BROKEN CITY KL. 5.50 16
SAFE HAVEN KL. 5.50 - 8 12
SNITCH KL. 8 - 10.10 16
IDENTITY THIEF KL. 10.10 12
QUARTET KL. 8 - 10.15 12
THE CROODS 2D / 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12
SNITCH KL. 8 - 10.30 16
ANNA KARENINA KL. 5.15 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12