Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 70
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 46 „Ég man ekki alveg hvenær mér datt í hug að fara þessa leið, kannski hef ég orðið fyrir áhrifum frá Vesalingunum sem ég sá í leik- húsi í fyrra,“ segir myndlistar- konan Ólöf Dómhildur Jóhanns- dóttir en hún hefur sett hár sitt á uppboð á vefsíðunni bland.is. Tilgangurinn með hársölunni er að fjármagna næstu sýningu Ólafar en hún vonast til að fá hátt í 100 þúsund krónur fyrir 50 sentímetra af hári sínu. Ólöf hefur verið með þykkt og mikið hár niður á mjóbak síðan hún var níu ára gömul og það verða því mikil viðbrigði fyrir hana að stytta hárið við hnakka eins og markmiðið er. „Ég er hvergi bangin núna en hver veit. Kannski á ég eftir að grenja mig í svefn þegar ég læt verða af þessu,“ segir Ólöf hlæjandi en auk þess að vera myndlistarkona starfar hún sem verkefnastýra hjá Edinborg, menningarmiðstöð á Ísafirði, þar sem hún er búsett. „Ég hef alltaf verið með sítt hár, tók meðal annars þátt í Ung- frú Íslandi árið 2002 og var þekkt þar sem stelpan með síða hárið. En maður hefur gott af því að breyta til,“ segir Ólöf, en hún hlaut titilinn Ljósmyndafyrirsæta ársins í téðri keppni. Ólöf er að vinna ljósmyndaverk í tengslum við hárið en hún hefur löngum viljað nýta það í listsköpun sinni. Það er því gott að geta nýtt hárið í listina og við fjármögnun hennar. Hún hefur fengið til liðs við sig hárgreiðslukonu og ljós- myndara og saman ætla þau að festa ferlið við að klippa hárið á filmu sem lið í listgjörningnum. Fimm dagar eru eftir af uppboðinu og eins og fyrr segir vonast Ólöf til að safna hátt í 100 þúsund krónum. „Þetta kostar það að setja upp sýn- ingu en ég er að vona að einhver félagasamtök taki sig saman, bjóði í hárið og gefi það svo til góðgerða- mála. Eins og hárkollugerð fyrir krabbameinssjúka. Það væri frá- bært.“ alfrun@frettabladid.is Selur hár sitt til að fj ármagna sýningu Myndlistarkonan Ólöf Dómhildur fer óvenjulegar leiðir til að fj ármagna næstu sýningu sína, en hún stendur fyrir uppboði á 50 sentímetrum af hári sínu og selur hæstbjóðanda. Hún hefur verið með hár niður á mjóbak frá níu ára aldri. HVERGI BANGIN Myndlistakonan Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir ætlar að selja 50 sentímetra af hári sínu til að fjármagna næstu sýningu en hún hefur verið með hár niður á mjóbak frá því hún var níu ára gömul. MYND/ÁGÚST ATLASON „Ég hef upplifað gífurlega hneyksl- un innan sjávarútvegsins vegna þessa myndbands. Þetta koll varpar öllu því sem við þekkjum,“ segir stýrimaðurinn Aríel Pétursson um Eurovision-myndbandið Ég á líf. Í myndbandinu sést vel að Eyþór Ingi Gunnlaugsson er ekki alvöru sjómaður, að sögn Aríels. „Hinn almenni Evrópubúi tekur kannski ekki eftir því en fyrir sjóperverta eins og mig er þetta alveg hræði- legt,“ segir hann og bætir við að stærsta synd Eyþórs í myndband- inu sé að slægja karfa. „Slæging karfa er jafn mikil fásinna og að skræla bláber eða flysja SS-pylsu,“ segir Aríel og vísar í bók Valdi- mars Inga Gunnarssonar, Með- höndlun á fiski um borð í fiski- skipum, þar sem segir: „Karfi er ekki slægður, m.a. vegna þess að lítið er um fæðu í maga hans. Þegar karfi er dreginn upp af miklu dýpi þrýstist fæða upp úr maga hans á leiðinni upp að sjávar- yfirborði vegna þrýstingsmunar“. „Svo stingur karfinn líka og því óvænlegur til slægingar. Enda kemur nú skýrt fram í myndband- inu að Eyþór stingur sig á karf- anum, eða hnífnum. Ég get ekki verið viss enda er þetta myndband óskiljanlegt með öllu,“ segir Aríel. Aríel segir fleira koma upp um Eyþór. „Þessi designer-frakki er auðvitað alveg út í hött. Svo leggur hann líka hnífinn snyrtilega frá sér áður en hann tosar innyflin út. Alvöru sjómaður á að geta gert það í einu handtaki með hnífinn í hendinni. Hann yrði sennilega kjöldreginn fyrir þessar aðferðir sínar ef til hans sæist meðal vanra manna,“ segir hann. - trs Segir Eyþór Inga hneyksla sjómenn Stýrimaðurinn Aríel Pétursson segir Eurovision-myndbandið Ég á líf kollvarpa öllu sem sjómenn þekkja. SJÓPERVERT Aríel segir Evrópubúa ekki líklega til að taka eftir syndinni en sjópervertar eins og hann geri það svo sannarlega. MYND/ÞORGEIR BALDURSSON „Uppáhaldsborgin mín er New York. Ég bjó þar í fimm ár þegar ég var lítil. Ég hef reyndar bara einu sinni heimsótt borgina frá því ég bjó þar, en ég sakna hennar mikið og það var mjög gaman að vera þar.“ Hrefna Björg Gylfadóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún söng lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur á laugardagskvöld. BORGIN Í þessari fallegu og rómantísku vorferð sem hefst um hvítasunnuna er dvalið á undurfögrum stöðum í Austurríki og Þýskalandi og ferðast, fræðst og rölt um í mestu makindum. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir. Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS Vorferð til Mið-Evrópu á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Gist er í Tírol frá 18.-21.maí, við Bodenvatn 21.-24.maí og í München 24.-26.maí. 228.300 KR.- 18. - 26. maí Mjög mikið innifalið Hrollvekjandi og kröftug STEINÞÓR GUÐBJART SSON / MORGUNBL AÐIÐ „Bók sem rígheldur og maður verður skelfingu lostinn.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSD ÓT TIR / KILJAN KOMIN Í STÓRA KILJU! „Þetta verður skemmtilegt og ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir margmiðlunar- hönnuðurinn Rósa Stefánsdóttir, en síðastliðinn fimmtudag var hún kosin nýr formaður SVEF, Sam- taka vefiðnaðarins. Rósa er önnur konan sem gegnir þessu embætti en hátt í 300 félagsmenn eru skráðir í félagið. Sam- tök vefiðnaðarins eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi og hafa það að markmiði að efla fagleg vinnubrögð í greininni. „Ég var kosin á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn en ég ákvað að bjóða mig fram eftir að hafa fengið áskoranir á Facebook. Ég er umvafin góðu fólki í stjórn svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Rósa, sem starfar sem markaðsstjóri rafrænna viðskipta hjá Iceland Travel. Helsta hlutverk SVEF er að skipuleggja íslensku vefverðlaunin og halda utan um árlegu ráðstefnuna IceWeb. „Vefgeirinn hér á landi fer ört stækkandi og vefmál eru orðin veigamikill partur af starfsemi fyrirtækja. Það er okkar hlutverk til dæmis að fá til okkar erlenda fyrirlesara og halda utan um eins konar endurmenntun fyrir bransann,“ segir Rósa sem sjálf hlaut Vefverðlaunin árið 2012 fyrir nýjan vef Bláa lónsins. Þess má geta að IceWeb-ráðstefnan fer fram þann 27. apríl næstkomandi en nánari upp- lýsingar er að finna síðunni Svef.is. - áp Önnur konan í embættinu Hönnuðurinn Rósa Stefánsdóttir er nýr formaður SVEF, samtaka vefi ðnaðarins. NÝTT HLUTVERK Rósa Stefánsdóttir var á dögunum kosin nýr formaður SVEF, samtaka vefiðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.