Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 52

Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 52
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman En, ég veit betur! Ég, sonur minn, veit að þú ert tilbúinn! Sýndu hvað þú getur! Þrífðu upp eftir hann! Það eru til þeir sem eru skeptískir, sonur sæll! Já, jafnvel meðal okkar nánustu eru til þeir sem halda að þú sért ekki klár! PALLI! TAKTU EFTIR! Þegar þú ert í þessum bjánasíma þínum er eins og við séum ekki til! Hvaða bull er í ykkur! Auðvitað eruð þið til! Hver myndi annars borga símreikninginn? Njóttu þess, kallinn minn, því á morgun er komið að mér!! Hvað er að, Hannes? Þú gleymdir að kyssa mig góða nótt. Nei. Ég kyssti þig þegar ég breiddi yfir þig, manstu? Já, alveg rétt. Kossinn hefur líklega runnið út. Heppinn þú, færð nýjan koss ókeypis. LÁRÉTT 2. vond, 6. í röð, 8. rjúka, 9. fæða, 11. gangþófi, 12. úrræði, 14. grastoppur, 16. hæð, 17. mánuður, 18. hækkar, 20. í röð, 21. bjartur. LÓÐRÉTT 1. skraf, 3. fíngerð líkamshár, 4. upp- nám, 5. poka, 7. sígild list, 10. umfram, 13. er, 15. fangi, 16. tímabils, 19. haf. LAUSN LÁRÉTT: 2. slæm, 6. jk, 8. ósa, 9. ala, 11. il, 12. lausn, 14. skegg, 16. ás, 17. maí, 18. rís, 20. rs, 21. skær. LÓÐRÉTT: 1. hjal, 3. ló, 4. æsingar, 5. mal, 7. klassík, 10. auk, 13. sem, 15. gísl, 16. árs, 19. sæ. Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum sam- ferðakonum mínum, sem sáu fyrir að lík- lega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka. Fólk sat og stóð alls staðar þar sem pláss var, frammi á gangi og uppi í tröppum. Þau sem fyrir uppákomunni stóðu áttu ekki til orð yfir aðsókninni. Fólk streymdi að til að hlusta á tvær ungar konur segja sögur af ömmu sinni, Auði Laxness. ÉG hafði aldrei komið að Gljúfrasteini áður. Nú sat ég með fiðrildi í maganum í sóf- anum þar sem Olof Palme og Joan Baez höfðu tyllt sér, og beið. Ég var forvitin um þessa konu, hús freyjuna á Gljúfrasteini sem hafði haldið utan um litskrúðuga fjölskyldu sína og Nóbelskáldsins og tekið á móti fyrir- fólki inn á gafl hjá sér. Ég vissi ekki mikið um hana, meira um hann. Svo fóru systurnar að segja frá. ÉG gæti hafa gert mér háfleygar hugmyndir um lífið innan veggja á þessu mikla menn- ingarheimili og allar veislurnar sem þar voru haldnar. En sögurnar voru hreint ekkert háfleygar. Þær voru kostu- legar, fyndnar, skondnar og hugljúfar. Systurnar rifjuðu upp ferðir í berjamó, heimasaumuð dúkkuföt og kökur í frysti- kistu og auðvitað veislurnar. Ég sá hins vegar ekki fyrir mér snobbuð fyrirmenni með hanastél í glasi heldur óstýrilátt stelpustýri reka út úr sér tunguna framan í Olof Palme, og aðra þeirra veltast um í sundlauginni fyrir framan Barböru Bush. Ég hló að sögunni um barna afmælið þegar amman bauð krökkunum að fá sér „pissu“ og hvernig hún dreif í að baka köku, eftir að hafa skellt í sig Núpó létt. ÞETTA var stórskemmtilegt. Systurnar sögðu hispurslaust frá og andrúmsloftið í stofunni var heimilislegt. Þegar sögu- stundinni lauk sá ég menningarfrúna Auði fyrir mér í allt öðru ljósi. Sá fyrir mér ekta ömmu sem milli þess að taka á móti þjóðhöfðingjum á tröppunum hjá sér prjónaði lopapeysur og bakaði ofan í barnabörnin. Hún virtist hafa verið kjöl- festan í lífi fjölskyldunnar, eins og ömmur eru gjarnan. Á heimleiðinni varð mér hugsað til minna eigin amma, harðduglegra húsfreyja sem jafnvel áttu ýmislegt sameiginlegt með húsfreyjunni á Gljúfrasteini. Fyrir utan hanastélsboðin með Barböru Bush. Hún amma sko Vinningar: Fermingarleikur Fermingarleikur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.