Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 16 BEINT TIL EDINBORGARBreska flugfélagið easyJet býður nú beint flug milli Keflavíkur og Edinborgar en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku – á mánudögum og fimmtudögum. Edinborg er þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi og er easyJet eina flugfélagið sem býður flug héðan til borgarinnar um þessar mundir. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara T ökum á kvikmyndum fylgir oft mikil fjarvera frá heimili og oftar en ekki á stöðum sem skrýddir eru stórbrotnu landslagi. „Í myndinni Noah vorum við til dæmis á Vigdísarvöllum í Krýsuvík sem er einstaklega fallegt svæði. Í svona verkefnum er oft dvalið lengur á stöðum sem maður alla jafna keyrir fram hjá eða stoppar stutt við. Þá stendur maður og horfir á eitthvað fjall í hálfan dag og fer að sjá landið á allt annan hátt,“ segir Eva um upplifun sína af því að dvelja á tökustað. Eva kom einnig að gerð myndarinnar „Á annan veg“ og sá þar um hár, förðun og búninga. „Í Á annan veg vorum við á Patreksfirði en svo var ég einnig í mynd-inni The secret life of Walter Mitty. Þar voru tökur meðal annars í Stykkishólmi og í Borgarnesi. Í Noah var líka farið til Mývatns svo það eru töluverð ferðalög sem fylgja þessu starfi.“ Eitt af fallegum svæðum sem Eva hefur heimsótt í vinnunni er Suðurland. „Ég hef oft verið þar við tökur en þá er gert út frá Vík í Mýrdal. Landslagið á þessu svæði er ótrúlega fallegt og í hvert skipti sem ég fer þangað sé ég eitthvað nýtt við það.“ Ókosturinn við starfið er hins vegar fjarveran frá heimilinu en kvikmyndagerð er mikil t HEILLANDI LANDSLAG ÁVINNUSTAÐNUMÁ TÖKUSTAÐ Eva Vala Guðjónsdóttir starfar sem búningahönnuður og aðstoðarmaður við búninga í kvikmyndum. Hún segir margt heillandi við starfið, eins og að fá að vinna á mörgum af fegurstu stöðum Íslands. BRÚÐKA PMIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 KynningarblaðKjólar, kökur, brúðarvendir, smáréttir, húð og hár. TILBRIGÐI VIÐ TERTU Bollakökur í stað brúðartertu 2 MADELEINE GIFTIST Konung legt sumarbrúðkaup í Svíþjóð 8 RÓMANTÍSKT Á FRÓNI Sífellt fleiri útlendingar gifta sig á Íslandi 16 2 SÉRBLÖÐ Brúðkaup | Fólk Sími: 512 5000 27. mars 2013 73. tölublað 13. árgangur Formennirnir funda Rætt er um að breyta breytingar- ákvæði stjórnarskrár á þann veg að 40% kjósenda verði að samþykkja umdeildar breytingar í þjóðar- atkvæðagreiðslu. 4 Glutraði niður auðæfum Breska lögreglan vill ekkert fullyrða um það hvort rússneski auðkýfingurinn Boris Beresovskí hafi framið sjálfsvíg. 6 Hekla bærir á sér Jarðskjálftar undir Heklu voru tilefni viðvarana frá Almannavörnum. Gos er þó ekki talið yfirvofandi. 8 Hótuðu sjálfsvígi Helmingur sak- borninga í Guðmundar- og Geirfinns- málinu reyndi, hótaði eða hugsaði um sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi. 12 SPORT Birnu Valgarðsdóttur vantar aðeins sextán stig til að rjúfa 5.000 stiga múrinn í efstu deild kvenna. 40 Ný bók eftir Íslandsvinin Heklað, prjónað og saumað! a Ar os!ne og Carl YFIR 50 GERÐIR Á LAGER FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ afi @ m i.i s VIRKJANAMÁL Orkuveita Reykja- víkur (OR) mun ekki reisa fleiri virkjanir á Hengilssvæðinu fyrr en fundist hefur lausn á brennisteins- vetnismengun. Fyrirtækið hefur óskað eftir frestun á gildistöku reglugerðar um hert skilyrði vegna útblásturs brennisteinsvetnis. Þau eiga að taka gildi 1. júlí á næsta ári. Samkvæmt núgildandi reglugerð má styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti fara fimm sinnum á ári yfir viðmiðunarmörk, en aldrei þegar breytingin hefur tekið gildi. OR getur ekki tryggt það nema með mengunarvarnarbúnaði. „Ef við getum leyst það vandamál á Hellisheiðinni svo óyggjandi sé, þá er okkur óhætt að byggja meira. Það er aðeins ein virkjun í skoðun hjá okkur eins og er, það er Hvera- hlíðarvirkjun. Hún er áformuð 90 megavött og við byggjum hana ekki fyrr en við erum komin með ein- hverja lausn á þessu,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Hverahlíðarvirkjun er ein þeirra virkjana sem eiga að sjá álveri Norðuráls í Helguvík fyrir orku. Fyrirtækið hefur staðið fyrir til- raunaverkefni sem gengur út á það að dæla brennisteinsvetninu og kol- tvísýringi aftur ofan í borholurnar með affallsvatni. Það hefur gefið góða raun og hafa Landsvirkjun og HS Orka gerst aðilar að verkefninu. Með vísan í tilraunina hafa fyrir- tækin farið fram á frestun gildis- töku reglugerðarinnar til 2020. Sú beiðni er nú á borði umhverfisráð- herra en Umhverfisstofnun hefur gefið jákvæða umsögn gagnvart henni. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir Hvergerðinga hafa lagst gegn öllum undanþágum frá þeirri reglugerð sem ráðuneytið setti, en hún er frá árinu 2010. Hún segir að undanþágubeiðnin nú sé til ansi langs tíma. „Mér fyndist eðli- legt að þetta væri fyrst kynnt fyrir okkur áður en undanþága verður gefin. Íbúar verða að hafa sitt að segja.“ - kóp Ekki nýjar virkjanir hjá OR fyrr en mengunarmál leysast OR hefur beðið um frest á hertum skilyrðum vegna útblásturs brennisteinsvetnis til ársins 2020. Ekki verður ráðist í nýjar virkjanir á Hellisheiði fyrr en lausn finnst á menguninni. Orka ætluð í álver í Helguvík. MENNING „Ég hef upplifað gífurlega hneyksl- un innan sjávarútvegsins vegna þessa mynd- bands. Þetta kollvarpar öllu því sem við þekkjum,“ segir Aríel Pétursson stýri maður um Eurovision-myndbandið Ég á líf með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Aríel segir að í myndbandinu, sem gerist úti á sjó, sjáist vel að Eyþór Ingi er ekki alvöru sjómaður. „Hinn almenni Evr- ópubúi tekur kannski ekki eftir því en fyrir sjóperverta eins og mig er þetta alveg hræðilegt,“ segir hann og bætir við að stærsta synd Eyþórs í myndbandinu sé að slægja karfa. „Slæging karfa er jafn mikil fásinna og að skræla bláber eða flysja SS- pylsu,“ segir Aríel. Þá þykir Aríel fatnaður söngvarans til sjós ekki hentugur. „Þessi designer- frakki er auðvitað alveg út í hött.“ - trs / sjá síðu 46 Að slægja karfa er jafnmikil fásinna og að flysja SS-pylsu, segir stýrimaður: Sjómenn hneykslaðir á Eyþóri ➜ Í miklum styrk hefur það áhrif á heilsu. Augu, lungu og öndunarvegur eru viðkvæm. Veik fylgni hefur verið á milli útblásturs frá virkjunum og ávísunar nýrra astmalyfja á höfuðborgarsvæðinu. ➜ Hefur áhrif á raftæki. Verja þarf rafbúnað sem inniheldur kopar. ➜ Það fellur á málma, til dæmis silfur og kopar. ➜ Lyktarmengun á hægviðrisdögum. ÁHRIF BRENNISTEINSVETNIS MENNING Myndlistarkonan Ólöf Dómhildur selur hárið til að fjár- magna sýningu. 46 SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir veltir fyrir sér stofnun Latte-lista gegn ófor- skömmuðu kjördæmapoti. 17 Bolungarvík -1° NA 6 Akureyri 2° N 2 Egilsstaðir 1° NA 3 Kirkjubæjarkl. 3° NA 5 Reykjavík 5° NA 7 Hlýjast syðst Í dag má búast við A- og SA-átt, víða 2-6 m/s en hvassara við SV-ströndina. Heldur skýjað, stöku skúrir syðst en éljagangur NV-til. 4 EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON SLYS Örvar Arnarson, annar mann- anna sem lést í fallhlífarstökk- slysi á Flórída á laugar dag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upp- taka úr mynda- vél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco- sýslu í Flórída. Á upptökunni sést að Andra tókst ekki að opna fallhlíf sína, en óljóst er hvort hann var með með- vitund eða ekki. Þar sést hvernig Örvar, sem var mjög reyndur fall- hlífastökkvari, reyndi að bjarga lífi Andra með því að toga í streng- inn á fallhlíf hans, án árangurs. - bj Reyndi að bjarga lífi Andra: Örvar var hetja segir lögreglan ÖRVAR ARNARSON GOTT FÆRI Skíðafólk hefur notið góðviðrisins síðustu daga og fjölmennt í brekkurnar í Bláfjöllum. Útlit er fyrir að vel viðri til skíðaiðkunar yfir páskana og verður opið frá 10 til 17 alla daga um páskahelgina ef veður leyfir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.