Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 42

Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 42
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013Brúðkaup16 Giftingar útlendinga eru stór þáttur í starfi sýslumanns-ins í Reykjavík. „Á síðasta ári komu 110 pör til okkar og lang- flest voru gefin saman hér á skrif- stofunni. Við höfum einnig gefið út vottorð fyrir þá sem gifta sig úti á landi. Það er alltaf gifting hér á föstudögum þegar líða fer á vorið og langt fram eftir árinu. Þetta er orðinn viðamikill þáttur hjá fjöl- skyldudeildinni en þessu fylgir töluverð vinna, eins og að kalla eftir pappírum og útbúa vott- orð,“ segir Guðmundur Sophus- son sýslumaður. Hann segist finna fyrir þessum aukna áhuga útlend- inga á Íslandi og sérstaklega hafi verið mikið að gera þegar upp koma sérstakir almanaksdagar. „Ef dagsetningin og ártalið passa saman þá eru margir sem vilja nota slíka daga, þá er sama hvort það eru útlendingar eða Íslend- ingar,“ segir hann. Guðmundur segir að stundum komi fólk í heimsókn á skrif- stofuna yfir vetrartímann sem sé að undirbúa giftingu um sumar- ið. „Það var par sem kom til okkar um daginn og skilaði inn gögnum en athöfnin verður síðan í sumar. Fólk kemur frá öllum heims- hlutum, mikið frá Bandaríkjunum og Kanada en líka frá Japan eða öðrum Asíulöndum. Okkur finnst gaman að taka á móti þessu fólki en einnig fáum við margar fyrir- spurnir að utan um brúðkaup á Ís- landi.“ Hallgrímskirkja vinsæl Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, finnur vel fyrir auknum áhuga ferða- manna á að gifta sig á Íslandi. Hallgrímskirkja er vinsæl, enda koma þúsundir ferðamanna í hana daglega. „Það hefur allt- af verið töluvert um giftingar út- lendinga hjá okkur. Ég starfaði sem prestur í Svíþjóð og Noregi og þar sem skandinavískan er mér töm þá er alltaf þó nokkuð um brúðkaup Norðmanna, Svía, Dana og Finna hér í kirkjunni. Einstaka hafa verið frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er nokkuð stór hópur fólks sem kýs að gifta sig hér á landi. Tvisvar sinnum í fyrra var haft samband við mig frá út löndum. Það var fólk sem hafði komið hingað á ráðstefnur og heimsótt kirkjuna sem ferðamenn. Þessir aðilar fundu fyrir sérstakri upplifun og sögðu við sjálfa sig: „Vá, hérna ætla ég að gifta mig þegar þar að kemur.“ Síðan er hringt og þá er viðkomandi búinn að finna makann og ætlar að láta drauminn rætast. Ferðamanna- straumur hingað í kirkjuna hefur aukist mikið undanfarin þrjú ár og nú fer maður ekki fram hjá henni öðruvísi en að sjá ferðamann með myndvél.“ Endurnýja heitin Jón Dalbú segir að alltaf annað slagið komi hjón í kirkjuna sem vilji endurnýja hjúskaparheitin. „Það er voðalega fallegt,“ segir hann. „Ég og maðurinn minn ákváðum að endurnýja hjúskaparheitið á fimm til tíu ára fresti og velja þá einhvern sérstakan stað til þess,“ bloggar kona frá Englandi. „Ein af hugmyndunum sem skýtur oft upp kollinum er Ísland. Síðan sá ég gríðarlega fallegar myndir af litlu brúðkaupi á Íslandi og sá þá að landið var ekki bara ákjósanlegt til að endurnýja heitið heldur yndis- legur staður fyrir aðra til að gifta sig,“ segir konan og gefur upplýs- ingar varðandi ýmsa þætti um gift- ingu á Íslandi. Hjá Biskupsstofu fékk blaðið þær upplýsingar að ekki væru til tölur um fjölda erlenda ríkis- borgara sem ganga í hjónaband í kirkjum landsins. - ea Fleiri og fleiri kjósa að giftast á Íslandi Mikil aukning hefur orðið hér á landi í giftingum útlendinga á undanförnum árum. Fólk kemur gagngert hingað til að ganga í hjónaband. Á hverjum degi koma um þúsund ferðamenn í Hallgrímskirkju. Þar vilja margir útlend- ingar gifta sig. MYND/GVA ÞURFA AÐ BORGA FYRIR AÐ MÁTA Tískuhönnuðurinn Vera Wang er hvað þekktust fyrir íburðar- mikla brúðarkjóla sína. Ekki eru þeir þó á allra færi enda aðeins þeir ríkustu sem geta leyft sér að ganga eftir kirkjugólfinu í skósíðum draumi frá Veru. Þar má til dæmis nefna þær Victoriu Beckham og Katie Holmes. Sumar konur hafa þá brugðið á það ráð að fá að máta drauma- kjólinn í verslunum til að njóta smá upplifunar. Í Sjanghaí hefur hins vegar verið tekið fyrir þetta athæfi. Þar rukkar verslun Veru Wang nú sérstakt gjald fyrir að máta brúðarkjóla. Viðskiptavinir þurfa að borga 317 pund eða um sextíu þúsund krónur fyrir níutíu mínútna mátunartíma. Ef kjóll er keyptur rennur upp- hæðin upp í verðið á kjólnum. Ástæðan sem gefin er fyrir þessu uppátæki er að verið sé að vernda höfundarrétt hönnuðarins en æði algengt er að verk- smiðjur búi til ódýrar eftirlíkingar af kjólum Wang. Þá er ekki leyfilegt að taka myndir í versluninni. Framleiðendur bresku Rowlett brauð ristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið hand smíðaðar í tæp 70 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða- eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Brauðristar- gæðaeftirlit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.