Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 18
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
4 þykkir 115 g, stórir hamborgarar með
brauði aðeins 999 kr.
999kr. pk
4 x 115
g ham
borgar
ar og b
rauð
/Ú FÆ
R[ M
EIRA
FYRIR
PENI
NGIN
N
Í ICEL
AND
Á EINSTÖKU VER[I
BORGARAR
NAGGAR
HAKK
Á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t
1.389kr. kg
Kjarnafæ
ði nautgr
ipahakk
verð áður
1.578
100%
nautgrip
ahakk
998kr. pk
Iceland
kjúkling
anaggar
verð áðu
r 1.149
Á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í febrúar sl. var
samþykkt tillaga þess efnis
að hætta beri viðræðum við
Evrópusambandið og ekki
taka aftur upp viðræður
fyrr en að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Á lands-
fundi þar á undan hafði
verið samþykkt að gera
hlé á viðræðunum og að
þær færu ekki aftur af stað
fyrr en að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Mikill munur er
á því að hætta viðræðum og gera
hlé á þeim.
Það er undarleg stefna að slíta
viðræðum við Evrópusambandið
og ætla svo að kjósa einhvern tíma
á fyrri hluta næsta kjörtímabils um
það hvort óska eigi aftur eftir við-
ræðum. Það veikir mjög samnings-
stöðuna að óska eftir að hefja hugs-
anlega viðræður að nýju að lokinni
þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrver-
andi varaformaður flokksins hefur
komið með þá hugmynd að kosið
verði samhliða næstu alþingis-
kosningum.
Ólíkar skoðanir
Tveir sjálfstæðismenn, þeir Björn
Bjarnason, fv. ráðherra mennta-
mála og dómsmála, og Þorsteinn
Pálsson, fv. forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra, skrifa reglu-
lega greinar og pistla sem ég les
með athygli enda reynsla þeirra,
þekking og yfirsýn mikil. Björn
Bjarnason vill slíta viðræðum við
Evrópusambandið og að þjóðin
kjósi síðar um það hvort hefja eigi
þær á nýjan leik. Þorsteinn Páls-
son vill hins vegar ljúka yfirstand-
andi viðræðum og ganga til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um niðurstöðuna.
Síðastliðinn föstudag, 22. mars,
skrifar Björn Bjarnason á vefsíðu
sinni: „Það er með ólíkindum að hér
berjist menn fyrir að Íslendingar
komist að sameiginlegri niðurstöðu
með stækkunardeild ESB um aðild
að sambandinu til að hljóta sömu
stöðu og Kýpur, jafnvel enn meira
ósjálfstæði vegna samrunaþróunar
innan ESB.“ Tilvitnun lýkur.
Á Facebook-síðu sinni sl. sunnu-
dag vitnar Björn í grein
eins besta blaðamanns
Breta: „Southern Europe
lies prostrate before the
German imperium.“ „Cyp-
rus is only the first vic-
tim of a one-size-must-fit-
all policy that is made in
Berlin.“
Vandi Kýpur
Það er mjög óeðlilegt að
líkja Kýpur og vanda-
málum þeirra eitthvað við Ísland.
Stærðin skiptir ekki öllu máli
og vandi Kýpur er allt annar en
Íslendinga. Vandi Kýpur snýst um
áhrif fjármagnsflæðis frá Rúss-
um og fleirum, peningaþvætti og
skattaskjól. Kýpur hefur verið
nokkurs konar fjármálamiðstöð
með allt of stórt bankakerfi eins
og Ísland var fyrir hrun.
Í leiðurum Morgunblaðsins þann
25. og 26. mars er svo gert grín að
öllu saman og eins og venjulega
gert eins lítið og hægt er úr Evr-
ópusambandinu og farið niður á
Ragnar Reykás-plan. Mér finnst
ekki við hæfi að fjalla um þessi
mál í anda Spaugstofunnar eða
Hraðfrétta. Nær væri að upplýsa
lesendur um það sem raunverulega
er að gerast.
Það sem er að gerast á Kýpur
hefur verið að gerast á Íslandi und-
anfarna áratugi, bara undir öðrum
formerkjum og með öðrum aðferð-
um. Verðmæti fjármuna fólks og
fasteignir rýrna sífellt og á tímum
óðaverðbólgu voru tugir prósenta
teknir af innistæðueigendum í
bönkum. Með lágum vöxtum á
innistæður eða vegna verðbólgu
minnka sífellt raunveruleg verð-
mæti peninga og fasteigna. Við
það bætist að verðtryggingin, sem
er afleiðing verðbólgu og veikrar
myntar, leiðir til sífelldrar eigna-
upptöku hjá innistæðueigendum í
bönkum og til lakari lífskjara.
ESB er að breytast
Það er ekki óeðlilegt að Evrópu-
sambandið taki á þessum málum
á Kýpur alveg eins og við Íslend-
ingar tókum á okkar málum við
bankahrunið. Í bankakreppunni
á Kýpur eru farnar nýjar leiðir
eins og Jeroen Dissjelbloem, fjár-
málaráðherra Hollands, bendir á.
Getur verið að ESB sé eitthvað að
horfa til reynslunnar á Íslandi?
Getur ekki verið að Íslendingar
eigi einhver tækifæri í samninga-
viðræðunum og að tekið verði tillit
til smæðar Íslands og sérstöðu og
einnig styrkleika og þekkingar á
mörgum sviðum, svo sem í sjávar-
útvegs- og orkumálum?
Enn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Ég vil hvetja forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins og alla sem styðja
flokkinn að hætta áróðri á annan
hvorn veginn um Evrópusam-
bandið og berjast frekar saman
fyrir öðrum mikilvægari málum.
Auðvitað á ekkert okkar að fara
úr flokknum þótt einhver mis-
munandi sjónarmið séu í Evrópu-
málum. En það má þá ekki læsa
dyrum og hleypa ekki öðrum sjón-
armiðum inn. Höldum á lofti þeirri
stefnu sem skynsamlegust er, þ.e.
að treysta næstu ríkisstjórn, sem
Sjálfstæðisflokkurinn á vonandi
aðild að, til að ljúka viðræðunum
eftir það hlé sem nú er í gangi og
ná fram þeim besta samningi sem
kostur er. Það mun styrkja stöðu og
valkosti Sjálfstæðisflokksins eftir
kosningar. Kosningaloforðið á ekki
að vera að slíta fyrirvaralaust við-
ræðum við ESB. Það kemur ekki í
veg fyrir að sjálfstæðismenn sem
það vilja geti verið þeirrar skoðun-
ar að Íslandi sé betur borgið utan
Evrópusambandsins. Þjóðin á aftur
á móti rétt á að fá fram niðurstöðu
viðræðnanna og kjósa svo um þá
niðurstöðu.
Ísland er ekki Kýpur norðursins
EVRÓPUMÁL
Þorkell
Sigurlaugsson
viðskiptafræðingur
Sæl Katrín.
Mig langar að kynna þig
fyrir íþróttaaðstöðunni á
Stokkseyri.
Íþróttahúsið, sem er
gamalt iðnaðarhúsnæði,
er 230 fermetrar að
stærð, þar af er geymslu-
pláss um 30 fermetrar.
Sökum þess hversu lítið
geymsluplássið er þarf
að geyma ýmis áhöld á
öðrum stöðum og má þar
nefna borðtennisborð
sem geymt er inni á kló-
setti sem ætlað er einstaklingum
í hjólastól, og fimleikahest, sem
er geymdur í anddyri hússins og
er hann staðsettur fyrir framan
einu brunavarnir hússins. Borð
í eigu Ungmennafélags Stokks-
eyrar eru geymd úti í ryðg uðum
gámi og eru þau öll með tölu
orðin ónýt vegna myglu og kulda.
Um 150 stólar eru geymdir á
gangi hússins og eru þeir stað-
settir beint fyrir framan bún-
ingsklefana.
Einnig eru miklar raka-
skemmdir í húsinu sökum leka
en í þau sex ár sem ég hef starf-
að í húsinu hefur ekki mátt rigna
án þess að þakið leki, og nú er
lekinn farinn að berast úr veggj-
unum.
Í íþróttahúsinu eru kennd-
ar skólaíþróttir fyrir 1.-6. bekk
Barnaskólans á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Þar eru einnig starf-
andi fimleikadeild og taekwondo-
deild, auk þess sem húsnæðið er
notað undir íþróttaskóla fyrir
börn á leikskólaaldri, körfubolta-
iðkun, líkamsrækt fyrir full-
orðna og ýmis veisluhöld
endrum og eins. Samtals
telur þetta um 600 heim-
sóknir á viku.
Langvarandi aðgerðaleysi
Nú er á dagskrá hjá Sveit-
arfélaginu Árborg að
skipta um þak á húsnæð-
inu auk þess sem þau hafa
frá því um áramótin verið
að reyna að finna lausn til
þess að stækka geymslu-
plássið. Inni á fimm til tíu
ára plani bæjarstjórnar-
innar er svo að byggja nýtt íþrótta-
hús hér á Stokkseyri. Væri ekki nær
lagi að hefjast strax handa við bygg-
ingu á nýju íþróttahúsi í stað þess að
vera að eyða fjármunum í ónýtt hús-
næði? Sveitarfélaginu hefur tekist
að byggja upp stórgóð íþróttamann-
virki á Selfossi og stuðla þannig að
frábæru íþróttastarfi þar í bæ. Það
verk sem sveitarfélagið hefur unnið
þar er til fyrirmyndar og á það heið-
ur skilið fyrir þá uppbyggingu. Að
sama skapi ætti sveitarfélagið að
skammast sín fyrir aðstöðuna sem
það býður okkur Stokkseyringum
og nærsveitungum upp á og lang-
varandi aðgerðarleysi þeirra í end-
urbótum á því.
Ég vil nota tækifærið og minna
á það sem stendur í Stefnuskrá
Árborgar um íþrótta- og tómstunda-
mál. Þar stendur meðal annars:
■ Að markmið sveitarfélagsins
með íþrótta- og tómstundastarfi
sé að gæta jafnréttis í hvívetna og
veita öllum tækifæri til að eflast og
þroskast á eigin forsendum, óháð
efnahag, búsetu, aldri eða stöðu að
öðru leyti.
■ Að skapa sveitarfélaginu jákvæða
ímynd og gera það enn eftirsóknar-
verðara til búsetu.
■ Að börn og unglingar kynn-
ist mörgum íþróttagreinum og fái
þannig tækifæri til að velja þá grein
sem þeim best hentar.
■ Að bæta aðstöðu fyrir hvers konar
almenningsíþróttaiðkun og auka
fjölbreytni.
■ Að tryggja eldri borgurum greið-
an aðgang að íþróttamannvirkjum.
Svo virðist sem Stokkseyri og
Eyrarbakki flokkist ekki undir
þessa annars ágætu stefnuskrá og
veit ég fyrir víst að íbúar þorp-
anna, bæði ungir sem aldnir, vilja
sjá breytingar þar á.
Mér er mjög annt um börnin er
búa hér á svæðinu og stunda skóla-
íþróttir og aðrar tómstundir utan
skóla í íþróttahúsnæðinu okkar.
Aðstaðan sem þeim er boðin upp
á er til háborinnar skammar og
hættuleg heilsu þeirra sem hlaupa
þar um oft í viku.
Getur þú, sem mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og yfirmað-
ur íþróttamála á landinu, hjálpað
okkur íbúum Stokkseyrar og Eyrar-
bakka í baráttu okkar við sveitar-
félagið Árborg um að fá mann-
sæmandi íþróttaaðstöðu fyrir börn
okkar?
Með fyrirfram þökk.
Opið bréf til mennta- og
menningarmálaráðherra
➜ Ég vil hvetja forystumenn
Sjálfstæðisfl okksins og
alla sem styðja fl okkinn að
hætta áróðri á annan hvorn
veginn um Evrópusamband-
ið og berjast frekar saman
fyrir öðrum mikilvægari
málum.
➜ Væri ekki nær lagi að
hefjast strax handa við bygg-
ingu á nýju íþróttahúsi í stað
þess að vera að eyða fjár-
munum í ónýtt húsnæði?
ÍÞRÓTTIR
Tinna Björg
Kristinsdóttir
íþróttafræðingur
og tveggja barna
móðir