Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 25
BEINT TIL EDINBORGAR Breska flugfélagið easyJet býður nú beint flug milli Keflavíkur og Edinborgar en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku – á mánudögum og fimmtudögum. Edinborg er þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi og er easyJet eina flugfélagið sem býður flug héðan til borgarinnar um þessar mundir. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS AIRPLAY SAMSTÆÐA Glæsileg samstæða frá Panasonic með AirPlay tengingu, útvarpi og geislaspilara. Stæðan er þunn og tilvalin til að hengja á vegg. Hannað fyrir Panasonic SCHC57 59.990 VERÐ ÁÐUR 79.990 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara VAKNAR Á AKUREYRI Eva ætlar að vera með fjölskyldunni á Akureyri um páskana. „Ég kem úr vinnunni klukkan sjö á morgun og fer beint upp í bíl að sofa, svo vakna ég vonandi endurnærð á Akureyri.“ MYND/STEFÁN Tökum á kvikmyndum fylgir oft mikil fjarvera frá heimili og oftar en ekki á stöðum sem skrýddir eru stórbrotnu landslagi. „Í myndinni Noah vorum við til dæmis á Vigdísarvöllum í Krýsuvík sem er einstaklega fallegt svæði. Í svona verkefnum er oft dvalið lengur á stöðum sem maður alla jafna keyrir fram hjá eða stoppar stutt við. Þá stendur maður og horfir á eitthvað fjall í hálfan dag og fer að sjá landið á allt annan hátt,“ segir Eva um upplifun sína af því að dvelja á tökustað. Eva kom einnig að gerð myndarinnar „Á annan veg“ og sá þar um hár, förðun og búninga. „Í Á annan veg vorum við á Patreksfirði en svo var ég einnig í mynd- inni The secret life of Walter Mitty. Þar voru tökur meðal annars í Stykkishólmi og í Borgarnesi. Í Noah var líka farið til Mývatns svo það eru töluverð ferðalög sem fylgja þessu starfi.“ Eitt af fallegum svæðum sem Eva hefur heimsótt í vinnunni er Suðurland. „Ég hef oft verið þar við tökur en þá er gert út frá Vík í Mýrdal. Landslagið á þessu svæði er ótrúlega fallegt og í hvert skipti sem ég fer þangað sé ég eitthvað nýtt við það.“ Ókosturinn við starfið er hins vegar fjarveran frá heimilinu en kvikmynda- gerð er mikil tarnavinna. „Undanfarið hef ég verið í næturtökum, þannig að þegar allir eru að vakna á heimilinu er ég að koma heim.“ Á morgun heldur Eva til Akureyrar ásamt manni sínum, leikaranum Bergi Þór Ingólfssyni, og börnum þar sem þau eyða páskahátíðinni. „Við erum þrjár systurnar sem hittumst alltaf á Akur- eyri um páskana ásamt fjölskyldunni og njótum þess að borða góðan mat og fara á skíði. Magga systir býr fyrir norðan og við hertökum húsið hennar,“ segir Eva og hlær og bætir svo við. „Ég kem úr vinnunni klukkan sjö og fer beint upp í bíl að sofa og vakna svo vonandi endur- nærð á Akureyri.“ ■vidir@365.is HEILLANDI LANDSLAG ÁVINNUSTAÐNUM Á TÖKUSTAÐ Eva Vala Guðjónsdóttir starfar sem búningahönnuður og aðstoðarmaður við búninga í kvikmyndum. Hún segir margt heillandi við starfið, eins og að fá að vinna á mörgum af fegurstu stöðum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.