Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 25

Fréttablaðið - 27.03.2013, Síða 25
BEINT TIL EDINBORGAR Breska flugfélagið easyJet býður nú beint flug milli Keflavíkur og Edinborgar en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku – á mánudögum og fimmtudögum. Edinborg er þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi og er easyJet eina flugfélagið sem býður flug héðan til borgarinnar um þessar mundir. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS AIRPLAY SAMSTÆÐA Glæsileg samstæða frá Panasonic með AirPlay tengingu, útvarpi og geislaspilara. Stæðan er þunn og tilvalin til að hengja á vegg. Hannað fyrir Panasonic SCHC57 59.990 VERÐ ÁÐUR 79.990 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara VAKNAR Á AKUREYRI Eva ætlar að vera með fjölskyldunni á Akureyri um páskana. „Ég kem úr vinnunni klukkan sjö á morgun og fer beint upp í bíl að sofa, svo vakna ég vonandi endurnærð á Akureyri.“ MYND/STEFÁN Tökum á kvikmyndum fylgir oft mikil fjarvera frá heimili og oftar en ekki á stöðum sem skrýddir eru stórbrotnu landslagi. „Í myndinni Noah vorum við til dæmis á Vigdísarvöllum í Krýsuvík sem er einstaklega fallegt svæði. Í svona verkefnum er oft dvalið lengur á stöðum sem maður alla jafna keyrir fram hjá eða stoppar stutt við. Þá stendur maður og horfir á eitthvað fjall í hálfan dag og fer að sjá landið á allt annan hátt,“ segir Eva um upplifun sína af því að dvelja á tökustað. Eva kom einnig að gerð myndarinnar „Á annan veg“ og sá þar um hár, förðun og búninga. „Í Á annan veg vorum við á Patreksfirði en svo var ég einnig í mynd- inni The secret life of Walter Mitty. Þar voru tökur meðal annars í Stykkishólmi og í Borgarnesi. Í Noah var líka farið til Mývatns svo það eru töluverð ferðalög sem fylgja þessu starfi.“ Eitt af fallegum svæðum sem Eva hefur heimsótt í vinnunni er Suðurland. „Ég hef oft verið þar við tökur en þá er gert út frá Vík í Mýrdal. Landslagið á þessu svæði er ótrúlega fallegt og í hvert skipti sem ég fer þangað sé ég eitthvað nýtt við það.“ Ókosturinn við starfið er hins vegar fjarveran frá heimilinu en kvikmynda- gerð er mikil tarnavinna. „Undanfarið hef ég verið í næturtökum, þannig að þegar allir eru að vakna á heimilinu er ég að koma heim.“ Á morgun heldur Eva til Akureyrar ásamt manni sínum, leikaranum Bergi Þór Ingólfssyni, og börnum þar sem þau eyða páskahátíðinni. „Við erum þrjár systurnar sem hittumst alltaf á Akur- eyri um páskana ásamt fjölskyldunni og njótum þess að borða góðan mat og fara á skíði. Magga systir býr fyrir norðan og við hertökum húsið hennar,“ segir Eva og hlær og bætir svo við. „Ég kem úr vinnunni klukkan sjö og fer beint upp í bíl að sofa og vakna svo vonandi endur- nærð á Akureyri.“ ■vidir@365.is HEILLANDI LANDSLAG ÁVINNUSTAÐNUM Á TÖKUSTAÐ Eva Vala Guðjónsdóttir starfar sem búningahönnuður og aðstoðarmaður við búninga í kvikmyndum. Hún segir margt heillandi við starfið, eins og að fá að vinna á mörgum af fegurstu stöðum Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.