Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 34
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20138
Alltaf er tilhlökkun þegar konung-legt brúðkaup er haldið en nú bíður skandinavíska pressan eftir að vita
hvernig brúðarkjóll prinsessunnar muni
líta út. Fréttir hafa birst um ferð Madeleine
til Parísar þar sem hún hefur skoðað og
mátað draumakjólana. Með henni í ferð-
inni var æskuvinkonan, Louise Gottlieb.
Madeleine prinsessa er þrítug en hún
tilkynnti trúlofun sína og hins bandaríska
Chris O‘Neill á síðasta ári. Brúð kaupið
fer fram í Slottskyrkjan í Stokkhólmi
en kirkjan stendur við konungs höllina.
Madeleine eða Madde, eins og hún er
kölluð, er þekkt fyrir að vera smekk-
leg og er ávallt klædd samkvæmt nýjustu
tísku. Hún hefur áhuga á dýrum tísku-
merkjum og eftir henni er tekið á ýmsum
við burðum sökum klæðaburðar. Flestir
eru á því að Madde muni velja brúðar-
kjól sem hannaður hefur verið af fremstu
tískuhönnuðum og hafa bæði Vera Wang
og Elie Saab verið nefndar. „Kannski
kemur hún öllum á óvart og velur sænskan
hönnuð,“ er haft eftir sænskum sérfræð-
ingi í konunglegri tísku. Hann segir að
Madde hafi þó ávallt klæðst dýrum og
glæsilegum kjólum á Nóbels hátíðum.
Undirbúningur brúðkaupsins er kom-
inn á fullt innan hallarinnar en mikið
verður um dýrðir í Stokkhólmi þann 8.
júní. Vitað er að parið hitti söngvarann
Peter Jöback fyrir stuttu og er það talið
tengjast veislunni. Gestalistinn verður
sendur út hinn 1. apríl.
Systir Madde, Viktoría krón prinsessa,
fékk sænska hönnuðinn Pär Engsheden til
að hanna sinn brúðarkjól. Þar sem Madde
hefur búið lengi í New York er ekki talið
líklegt að hún feti í fótspor systur sinnar
í þessum efnum. Jafnvel er talið að hin
bandaríska og vellauðuga tengda móðir,
Eva Maria O‘Neill, skipti sér af kjóla valinu.
Madde er glæsileg kona og enginn vafi
leikur á því að hún muni bera brúðarkjól-
inn og slörið vel. Horft er til Kate Middle-
ton og Stéphanie af Lúxemborg þegar
menn velta fyrir sér konunglegum brúðar-
kjólum.
Það var Madde sem valdi brúðardag-
inn og eftir því sem talsmaður hallar-
innar segir er mikil tilhlökkun í loftinu.
Prinsessan vildi hafa sumarbrúðkaup. Al-
menningi gefst tækifæri til að fylgjast með
brúðkaupinu sem verður á laugardegi
þegar flestir eru í fríi. Erkibiskupinn And-
ers Wejryd mun gefa parið saman. Brúð-
kaupið verður ekki jafn stórt í sniðum og
þegar krónprinsessan gekk í það heilaga
og konungurinn hefur sagt að kostnaður-
inn verði ekki lagður á almenning. Tals-
maður hallarinnar segir að konungbornir
gestir verði að sjálfsögðu meðal þeirra sem
fagna brúðhjónunum, þó frekar prinsar og
prinsessur en kóngar og drottningar.
Það er mikið um að vera hjá sænsku
konungsfjölskyldunni þetta árið því Karl
Gustav heldur að auki upp á það í septem-
ber að fjörutíu ár eru síðan hann tók við
krúnunni. - ea
Konunglegt sumarbrúðkaup í Svíþjóð
Mikill spenningur er í Svíþjóð fyrir væntanlegu brúðkaupi Madeleine Svíaprinsessu og Chris O‘Neill þann 8. júní. Brúðkaupið fer
fram í Slottskyrkjan. Gestalistinn verður birtur 1. apríl og má líklegt telja að íslensku forsetahjónin verði á honum.
Sænska prinsessan þykir ákaflega fögur og eru margir farnir að velta fyrir sér brúðarkjólnum sem hún mun
klæðast. Madeleine og Chris ganga í hjónaband þann 8. júní og verður þá mikið um dýrðir.
„Til Viðeyjar streyma brúðhjón frá
öllum heimshornum til að gefast hvort
öðru í einstakri náttúrufegurð og frið-
sæld eyjunnar, enda magnað að geta
haldið brúðkaup á einkaeyju við lit-
skrúðugt sólarlag sem merlar í sænum
en líka undir dansi norðurljósa þegar
eyjan skartar sínu fegursta vetrar-
skarti,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson,
yfirkokkur á Hótel Holti, en Gallery
Restaurant sér um veisluhald í Við-
eyjar stofu árið um kring á einni róm-
antískustu eyju lýðveldisins.
Á efri hæð Viðeyjarstofu rúmast allt
að 150 manns og er möguleiki að hafa
minni borð á neðri hæðinni.
Viðeyjarkirkja er næstelsta kirkja
landsins, allar innréttingar uppruna-
legar og rómantík í loftinu. Elding sér
um að ferja gesti milli lands og eyjar en
siglt er bæði frá Skarfabakka og Ægis-
garði. Sum brúðhjón velja að byrja á for-
drykk í bátnum og láta jafnvel gefa sig
saman um borð, á leiðinni til Viðeyjar.
„Brúðkaupsdagurinn er einn af
merkisdögum lífsins og við leggjum
metnað í að brúðhjónin og gestir þeirra
njóti hans til fulls. Þá mætum við öllum
óskum í mat og drykk, finnum út hver
er uppáhaldsmatur brúðhjónanna og
færum í sparibúning sem smárétti á
milli rétta til að gefa brúðkaupsveisl-
unni enn persónulegra bragð,“ segir
Friðgeir.
„Viðey er umlukin rómantík og af-
slappaðri stemningu. Salurinn í Við-
eyjar stofu er bæði konunglegur og kósí,
og margir vilja njóta töfra eyjunnar
utan húss, ganga að Friðarsúlunni eða
í fagra laut til að upplifa sem mest af
eyjunni,“ segir Friðgeir.
Upplýsingar um lausa daga til sumar-
brúðkaups í Viðey fást í síma 533-5055
eða á netfanginu videyjarstofa@holt.is.
Sjá nánar á www.videyjarstofa.is
Paradísareyjan Viðey
Viðey er paradísareyja og draumastaður elskenda á brúðkaupsdaginn.
Brúðhjónin Jófríður María Guðlaugsdóttir og Jóhannes Karl
Guðjónsson giftu sig í Akraneskirkju á fögrum sumardegi
þann 10. júní árið 2006. Athöfnin fór fram í Akraneskirkju
en Jóhannes hafði beðið Jófríðar tveimur árum áður á Hótel
Borg í Reykjavík. Eftir athöfnina fóru hjónin í myndatöku
við ýmsa fallega staði í nágrenninu en hún gekk ekki áfalla-
laust fyrir sig að sögn Jófríðar. „Brúðguminn þurfti að hóa
nokkrum gangandi vegfarendum saman til að hjálpa sér að
ýta brúðar bílnum í gang sem var gamall Benz, árgerð 1936. Þá
fór veskið sem ég var með í myndatökunni í bílferð til Kefla-
víkur á toppi bifreiðar, sem var á Langasandinum, eftir að
ég lagði það frá mér.“ Brúðkaupsveislan var haldin í sal Fjöl-
brautaskóla Vestur lands þar sem hljómsveitin Í svörtum
fötum lék fyrir dansi og segist Jófríður ekki muna eftir öðru
eins stuði. „Allar skyrtur karlmanna í salnum enduðu tölu-
lausar og rifnar, hvort sem menn voru 20 eða 80 ára. Öll bindi
í húsinu voru bundin um höfuð þeirra og brúðarkjóll brúð-
arinnar endaði rauðvínsbleikur. Brúðhjónin voru sko ekki á
þeim buxunum að fara fyrr heim úr þessu stuði og var þeim
sópað út af hljómsveitinni og hljómsveitarmeðlimir héldu á
brúðinni berfættri út í bíl.“ Brúðkaupsnóttinni eyddu þau á
Hótel Nordica og héldu viku síðar til New York og Miami í átta
daga brúðkaupsferð. „Tæpum sjö árum síðar erum við enn í
skýjunum með daginn okkar. Hann var fullur af hlátri, gleði
og hamingju og við hefðum ekki gert neitt öðruvísi.“
Brúðarhjónum
sópað út
KYNNING − AUGLÝSING