Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 12
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst. 33% Aukning á tekjum mArels Af kjArnA- stArfsemi á þriðjA ársfjórðungi segja Ísland enn verri fjárfestingarkost en áður samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til að falla frá breytingum sem gerðar voru á tekjuskattslögum í lok síðasta árs en samtökin segja að þau hafi virkað þveröf- ugt, að því er fram kemur á síðu þeirra. „miklu skiptir að íslensk skattalöggjöf hvetji til fjárfestinga erlendra aðila,“ segir þar og nefnt að ein breytingin feli í sér að skattandlag erlendra lögaðila verði ekki lengur tekjuskattstofn heldur tekjur.“ tekjur erlendra aðila af t.a.m. vöxtum eru nú skattlagðar brúttó en ekki nettó eins og áður. þessi breyting hefur gert Ísland að enn verri fjárfestingarkosti en þegar var orðið. tekjur þessara aðila eru margskattlagðar, á meðan innlendir aðilar njóta sama fyrirkomulags og gilti áður,“ segir enn fremur. -jh nýtt Pósthús opnað í kópavogi Pósthúsinu í Hamraborg 3 í kópavogi var lokað að loknum vinnudegi á fimmtudag en nýtt pósthús verður opnað kl. 9 í dag, föstudaginn 29. október, á Dalvegi 18. með nýrri af- greiðslu eykst þjónustan við kópavogs- búa til muna, segir í tilkynningu Póstsins, en auk betra aðgengis er boðið upp á fjölbreytt vöruúrval. Aðaláherslan er áfram lögð á að taka við og afhenda sendingar en auk þess eru m.a. í boði ritföng, pappír, skrifstofuvörur, kort, umbúðir og annað sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferða- mönnum. Pósthúsið á Dalvegi þjónar stóru svæði eða póstnúmerum 200 til 203. áfram verður póstkassi í Hamra- borginni. -jh F iskeldi á Íslandi er vaxandi atvinnu-grein en það á sér um 25 ára sögu hér á landi. Það hafa skipst á skin og skúrir því gjaldþrot og erfiðleikar hafa verið áberandi í greininni en mikil þekk- ing og reynsla hefur byggst upp síðustu ár sem styrkir stoðirnar í fiskeldi. Það er í það minnsta mat Stefaníu Karlsdóttur, einnar af forsvarsmanneskjum Íslenskrar matorku, sem stefnir að því að byggja upp nútíma fiskeldisstöð þar sem jarðvarmi er nýttur til eldisins. Þar verður í forgrunni m.a. eldi á beitarfiski, hvítum matfiski sem er orðinn stærsta eldistegund heims. „Við höfum allt sem þarf til að gera fisk- eldi að arðbærri og vaxandi atvinnugrein í nánustu framtíð. Við höfum komið okkur upp þekkingu og reynslu og tileinkað okkur tækninýjungar til að geta verið með sam- keppnishæft fiskeldi hér á landi,“ segir Stef- anía í samtali við Fréttatímann. Og Íslensk matorka lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur uppi áform um að stuðla að uppbyggingu á stórri fiskeldis- stöð og gróðurhúsi á jarðhitasvæði. Slíkt er kostnaðarsöm uppbygging en Stefanía segir slíkar hugmyndir þekktar erlendis. „Framtíð fiskeldisins liggur í stærðinni og samlegðaráhrifum mismunandi þátta í eldi og annarri framleiðslu. Ég held að í fram- tíðinni verði fáar stórar eldisstöðvar hér á landi. Okkar hugmynd er að tækifæri felist í uppbyggingu á stórri eldisstöð við hliðina á stóru gróðurhúsi þar sem affallsvatnið úr eldinu er jafnvel notað yfir í gróðurhúsið. Til að slíkt sé hægt er æskilegt að vera staðsett á jarðhitasvæði þar sem jarðvarmavirkjanir eru,“ segir Stefanía. skartgripakeðjan Damas.  Dómsmál Demantakaupmenn með tengingu við ÍslanD Stálu 100 milljónum dollara og tveimur tonnum af gulli Þátttakendur í Aurum-fléttu Baugs og Fons mega ekki sitja í stjórnum fyrirtækja næstu tíu árin Þrír aðaleigendur arabíska skartgripa- félagsins Damas Jewellry, bræðurnir Tawfique, Tawhid og Tamjid Abdullah, voru fyrr á þessu ári dæmdir til greiðslu sektar upp á þrjár milljónir dollara, um 360 milljónir íslenskra króna, og bannað að sitja í stjórnum félaga næstu tíu árin. Það var Fjármálaeftirlitið í Dúbaí sem kvað upp þennan úrskurð eftir að í ljós kom að bræðurnir höfðu fengið „að láni“ 99 milljónir dollara (tæplega 1,2 milljarða króna) og tvö tonn af gulli. Við rannsókn dúkkuðu upp tvö þúsund og tvö hundruð færslur á milli júlí 2008 og október 2009, allt frá bensínáfyllingum til fimmtíu fasteignasamninga. Bræð- urnir þurfa að endurgreiða peningana og skila gullinu. Damas komst í fréttirnar fyrr á þessu ári í tengslum við dómsmál sem slita- stjórn Glitnis höfðaði gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lár- usi Welding og þremur starfsmönnum Glitnis í tengslum við lánveitingar bank- ans til Fons vegna breska skartgripafyr- irtækisins Aurum Holding. Glitnir lánaði Fons sex milljarða, í gegnum dóttur- félag þess FS38, sem keypti hlut Fons í Aurum. Slitastjórnin telur að lánsféð hafi ekki á nokkurn hátt endurspeglað virði Aurum á þeim tíma þegar viðskiptin áttu sér stað, sumarið 2008, og krefst endur- greiðslu á milljörðunum sex. Rök Jóns Ásgeirs og Pálma hafa hins vegar verið þau að Baugur hafi á þessum tíma átt í samningaviðræðum við arabískt skart- gripafélag, Damas Jewellry, um að kaupa hlut Fons í Aurum. Af þeim viðskiptum varð þó ekki eins og sagan sýnir. -óhþ  Íslensk matorka setur markið hátt Í FiskelDi Getum grætt á fiskeldi í framtíðinni Stefanía Karlsdóttir, ein af forsvarsmanneskjum Íslenskrar matorku, telur Íslendinga búa yfir nægilegri þekkingu og reynslu til að gera fiskeldi að arðbærri atvinnugrein. Við höfum allt sem þarf til að gera fisk- eldi að arðbærri og vaxandi atvinnu- grein í nánustu framtíð. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is stefanía karlsdóttir telur að fiskeldi geti reynst arðbært á næstu árum. Góður árangur hjá Marel Tekjur Marels á þriðja ársfjórðungi námu 149,5 milljónum evra, eða sem svarar 23,2 milljörðum króna. Það er 33,5% aukning miðað við tekjur af kjarnastarfsemi á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins á fjórð- ungnum nam 2,4 milljónum evra, 372,7 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu Marels til Kauphallar Íslands. Þar segir Theo Hoen, forstjóri félagsins, að gert sé ráð fyrir góðum fjórða ársfjórðungi. Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins en í tilkynningunni segir að stöðug og hagkvæm ný fjármögnun muni auðvelda frekari samþættingu á starfsemi fyrirtækisins. -jh 23,2 milljarðar tekjur mArels á þriðjA ársfjórðungi Tilkynning Marels til Kauphallarinnar 12 fréttir Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.