Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 64
64 dægurmál Helgin 29.-31. október 2010 É g tók þriggja ára dótt­ir mína með á Dísu. Fyrst var hitað upp alla vikuna og sagan um ljósálfinn lesin fyrir svefninn. Loks var farið í sparifötin og beðið í ofvæni í myrkri Austurbæj­ ar. Flestir fara spariklæddir í leikhús og ekki síst þess vegna er leikhúsferð enn töfrum glædd lífsreynsla sem brýtur upp hversdagsleikann. Álfrún Örnólfsdóttir er tilvalin Dísa. Hún lítur bara þannig út, hreinlyndið upp­ málað, og líður um sviðið á vængjum sakleysisins. Ljós­ álfar eins og Dísa eru hrein­ ir og beinir, sem er ókostur á þessum harðneskjulega árbakka sem sagan gerist í. Þar morar allt í kvikindis­ legum óvættum sem herja á Dísu eftir að hún dettur úr trénu. Dóttir mín hélt stund­ um fyrir augun á sýningunni og kreppti sig saman í sæt­ inu. Annars staðar í salnum mátti heyra grát og ekkasog þegar Dísa varð fyrir mestu skakkaföllunum. Lítið er skafið utan af óhugnaðinum – ég var sjálfur dauðhrædd­ ur við hina hræðilegu mold­ vörpu (sem Þórir Sæmunds­ son leikur af innlifun) í atriði sem var næstum því eins og upp úr Silence of the Lambs. Hinum grimma heimi barna­ bókmennta fyrri alda er leyft að leika lausum hala á svið­ inu, en þetta verður nú sem betur fer aldrei yfirgengilega hræðilegt. Enda yrði þá Dísa bönnuð börnum. Leikarar standa sig vel. Álfrún leiðir verkið af ör­ yggi, Steinn Ármann, sem hress bíf luga, er traustur „grínléttir“, og Sólveig Arn­ arsdóttir er sannfærandi skapstygg froskadrottning. Haldið er í dýrsleg einkenni dýranna í stað þess að gera þau mennsk. Það fannst mér skemmtileg nálgun. Frosk­ arnir ropa í sífellu og mýsn­ ar eru á krampakenndu iði. Dansatriðin eru listilega flott, góður hópur stendur sig mjög vel. Umgjörð verksins er þó full hráslagaleg – það kviknar ekki alveg á „töfrum leikhúss­ ins“ þegar maður hugsar of mikið um gólffjalirnar í Aust­ urbæ. Snillingurinn Gunnar Þórð­ arson semur tónlistina í verk­ inu og búið er að gefa verkið út á diski. Í boði eru nokkur skemmtilega hressileg lög í Gunna Þórðar­diskóstíl, ang­ urværar ballöður og vönduð „leikhús­tónlist“. Gunnar kann þetta mjög vel og flutn­ ingur söngvara er prýðilegur. Það er alltaf nóg líf og fjör í sýningunni til að halda krökkum í yngri kantinum við efnið. Áhorfendur voru löngu hættir að gráta í sögu­ lok, enda ógn og skelfing að baki, og fóru brosandi glaðir út. Dóttir mín heimtar að fara aftur á laugardaginn. Ljósálfur kemst í hann krappan Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is leikhús  leikdómur dísa ljósálfur Dansat- riðin eru listilega flott, góður hópur stendur sig mjög vel.  dísa ljósálfur Eftir Pál Baldvin Bald- vinsson og Gunnar Þórð- arson (byggt á bók G. T. Rotmans) Sýnt í Austurbæ Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson H ið margrómaða sokkabuxnaefni nælon gengur sem rauður þráður í gegnum sýn­inguna Tight sem Gjörningaklúbburinn opnar í Hafnarborg á laugardaginn. „Við erum að sýna átta ný verk sem við gerðum á þessu ári og nælon er efnið sem tengir öll verkin saman þótt viðfangsefni þeirra sé mjög vítt,“ segir Sig­ rún Hrólfsdóttir sem skipar Gjörningaklúbbinn ásamt stöllum sínum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Stelpurnar koma með Tight beina leið frá Amos Anderson­listasafninu í Helsinki þar sem þær fengu mjög góðar móttökur. „Verkin eru mikið til sprottin upp úr því að við vorum beðnar að sýna í þessu ákveðna safni. Meðal þess sem við tökum fyrir er þróunarkenningin en hún hefur oft verið sett fram á myndrænan hátt og þá er það oft lítill svartur api sem verður að hvítum karlmanni sem virðist vera toppurinn á sköpunarverkinu. Við gerum smágrín að þessu og berum upp spurn­ ingar. Nælonsokkabuxurnar koma líka þarna inn en þegar líkaminn er allur kominn í nælon höfum við náð fullkomnu valdi á honum. Þegar þetta efni er komið á annað en fótleggina fer þetta að verða fáránlegt og þá sér maður hvað það er skrýtið að vera að klæða sig í þetta. Eggert Pétursson opnar einnig stóra sýningu í Hafnarborg á laugardaginn. Hann hóf feril sinn í myndlist í kringum 1980 og hefur í tvo áratugi málað íslenska flóru. Hann myndskreytti Flóru Íslands, handbók um smágerðan gróður Íslands sem kom út 1983 og hefur síðan þá kannað og rannskað það viðfangsefni í málverkum sínum. Á þessari sýningu má þó finna blæbrigði í verkum hans þar sem hann sækir í hraunið og þann gróð­ ur sem umlykur það Lítill svartur api verður að hvítum karlmanni sem virðist vera toppurinn á sköpunarverkinu.  myndlist: tvær stórar sýningar í Hafnarborg Nælonþráður í gegnum sköpunarsöguna Gjörningaklúbburinn tekst á við þekktar ímyndir og tákn með nælon að vopni og Eggert Pétursson sýnir málverk af íslenskum gróðri á nýjum sýningum í Hafnarborg. Gjörningaklúbburinn snýr á Darwin, vísar hvíta, upprétta karlinum út og kemur böndum á mannskepnuna með næloni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.