Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 20
Rauði þráðurinn Íslenskar konur létu ekki veðurguðina trufla sig á kvennafrídaginn. Þrátt stormviðvaranir Veðurstof- unnar fylktu þær liði um allt land, fögnuðu saman og minntu á að jafnréttisbaráttunni er hvergi lokið. U m fimmtíu þúsund konur, börn og menn, söfnuð-ust saman í miðbæ Reykjavíkur á mánudaginn var og héldu kvennafrídaginn hátíðlegan. Stór hluti þeirra hittist við Hallgrímskirkju og gekk saman niður á Arnarhól. Á leiðinni niður Skólavörðuholtið voru fjölmargar uppákomur í boði listakvenna úr ýmsum áttum. Prjónaverkefnið „Rauði þráðurinn“ setti sterkan svip á daginn. Eldrauður prjónaður trefill, heilir 225 metrar að lengd, var strengdur af fjölda kvenna milli byggingar Hæstaréttar við Arnarhvál og Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Skilaboðin voru hvatning til réttarkerfisins um að ofbeldismenn verði látnir standa gjörðum sínum réttlát skil. Þetta var einfaldur en áhrifaríkur gjörningur. Um allt land mátti sjá álíka samstöðu og stemningu. Á Egilsstöðum var dagskráin helguð baráttu kvenna gegn kynferðisofbeldi. Konur fæddar 1975 voru þar kallaðar sérstaklega til leiks í til- efni 35 ára sögu kvennafrídagsins. Þar mættu yfir 300 konur. Á Akureyri komu saman um 1.000 konur við Hof, nýtt menningarhús bæjarins. Um það bil 300 vestfirskar kon- ur sýndu samstöðu og mættu í Alþýðuhúsið á Ísafirði og í Skagafirði hittust 200 konur í Miðgarði og funduðu saman. Þessi dagur sýndi, svo ekki verður um villst, að bar- áttan fyrir jafnrétti kynjanna á stóran sess í hjörtum fjöl- margra íslenskra kvenna og karla. Ljósmyndir/Hari 20 kvennafrídagurinnn Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.