Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 28
É g ók heim til Hannesar Péturs- sonar skálds í sterku sólskini. Hann býr úti á Álftanesi, það var fjögurra stiga hiti, logn, hljótt úti, „allir laufvindar farnir hjá“, og nokkrar álftir lónuðu neðan við Bessa- staði, svolítið eins og hvítir draumar. Það er ekki alveg hættulaust að aka Álftanesið í svona hreinu veðri; fegurðin truflar mann verulega undir stýri og vegurinn er mjór. Allur fjallahringurinn blasir við. Keilir, blár þríhyrningur, yrkir Hannes á einum stað, Bláfjöllin, fellin yfir Mosfellsbænum, Esjan og Skarðsheiðin komnar með hvíta hettu, Akrafjallið í dimmum skugga og við enda vegarins rís Snæfellsjökull, eins og ævin- týri. Svolítið undarleg tilfinning að aka inn í næstum gjaldþrota bæjarfélag, gjaldþrota vegna vanhugsaðra framkvæmda, með alla þessa fegurð í kringum sig. Og ég ók fram hjá Bessastöðum, bústað forseta Íslands. Bessastaðir eru fallegir í hógværð sinni og ættu að vera sameiningartákn á erfiðum tímum, en eru það alls ekki. Forseti Íslands á ekki að vera umdeildur pólitíkus – henti- stefnumaður. En ég ók í áttina að Snæfellsjökli, beygði síðan inn hljóða götu, og þar beið Hannes Pétursson eftir mér; hávaxinn, ögn lotinn, eins og hann sé hugsi, en réttir stundum úr sér þegar hann talar og virðist þá ekkert finna fyrir tímanum, öllum árunum – hann verður áttræður á næsta ári. Eitt mikilvægasta málið Hannes er eitt merkasta skáld sem við höf- um eignast. Skáld sem virðist vita hvern- ig orðin nema staðar, hvernig stjörnurnar slokkna. Og hefur einnig þýtt allnokkrar bækur, sent frá sér ferðabækur, fræðirit, smásagnasafn og sagnaþætti. En ég er ekki kominn til Hannesar vegna skáldskapar, ekki í þetta sinn, heldur vegna greinar sem hann skrifaði í Fréttablaðið í sumar, harð- skeytta grein um Evrópumálið. Eitt mikil- vægasta málið sem við stöndum frammi fyrir í dag, segir hann, kemur með kaffi handa mér, og bragðgóða eplaköku. Sjálfur fær hann sér te, hallar sér aftur í stólnum, lokar augunum þegar hann hugsar sig um, og þá heyrist ekkert nema tifið í stofuklukk- unni, hún telur sekúndurnar í lífi okkar. Já, segi ég, og þá málefni sem við komumst ekki fram hjá, sem við verðum að leysa núna? Og Hannes kinkar kolli, klórar sér í hvítu hári. Þú skrifaðir þessa grein í sumar, talar þar um „blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu“. Það er enginn hversdagsviðburður að sjá grein frá þér í blöðunum, og hvað þá um jafn eldfimt málefni, þar sem þú í viðbót sneiðir að Davíð Oddssyni. Hvað kom til; hvað knúði þig til að skrifa greinina? Því er f ljótsvarað. Mér blöskraði sú ráðagerð að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Nokkrir skörungar á Alþingi höfðu mallað tillögu þess efnis til þingsályktunar. Með samþykkt hennar yrðu kjósendur sviptir þeim lýðræðislega rétti að segja af eða á um fullgerðan aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Alþingi hafði áður samþykkt að gert yrði. Af tillögunni lagði mikla hádegismóalykt, fannst mér, samfara lykt innan úr Heimssýn, samtökum Evrópusambandsandstæðinga. Boðskapur Heimssýnar heyrist til dæmis á Útvarpi Sögu í símaspjallþættinum Skrúfan er laus. Ég ráðlegg öllum að hlusta á Evrópu- málasérfræðingana sem stjórna þeim þætti. Það er óborganlegt, slagar upp í Evrópu- fræði Moggans. Annars er að sjá sem flutn- ingsmenn tillögunnar hafi runnið á rassinn með að bera hana undir atkvæði, því núna þegar þetta er talað vilja nokkrir þingmenn að farin verði önnur leið til að stöðva samn- ingsgerð við Evrópusambandið. Maður hélt satt að segja að löggjafarsamkoman væri í nógu litlu áliti fyrir, þótt þessi vingulsháttur bættist ekki við. Við þurfum þó ekki að hafa neinar áhyggj- ur, sagðir þú í grein þinni, „Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingj- unnar lönd“. Davíð og Lilja, þetta er magnað bandalag. Já, blágræna þverpólitíkin gegn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu er kostuleg. Þar sitja saman í einingu andans hægrisinn- aðir og vinstrisinnaðir gaddhestar úr kalda stríðinu, kúabændur á hausnum vegna of- fjárfestingar í mjaltaróbótum, gamlir veð- urbarðir Keflavíkurgöngumenn, gljáandi nýfrjálshyggjupiltar beint úr kemískri hreinsun Heimdallar, og svo framvegis og svo framvegis. Þessir sundurleitu baráttumenn togast á um það innbyrðis hvernig nánum samskipt- um okkar Íslendinga við aðrar þjóðir verði skást fyrir komið til frambúðar. Sumir eru harðsvíraðir natóistar upp á gamla móðinn, trúir bandarískri utanríkisstefnu á hverju sem gengur, aðrir hafa svipaða skoðun og forseti Íslands sem vill að við höllum okkur umfram allt að Kína. Þar er, eins og margir vita, höfuðvígi lýðræðis og mannréttinda í heiminum og málskotsrétturinn mikið not- aður. Enn aðrir hafa teiknað upp ýmis banda- lög sem okkur myndu gagnast best. Ég heyrði heimssýnarmann nefna nýlega í því sambandi öxulinn Ósló, Þórshöfn, Reykjavík og Nuuk á Grænlandi. Gljáandi frjálshyggjukappar ríðandi vinstrisinnuðum gaddhestum úr kalda stríð- inu? Já, en það sem gerir þennan þverpólitíska mannskap kímilegan er samt ekki fyrst og síðast sundurþykkjan í utanríkismálum heldur hitt sem sameinar hann inn á við, með öðrum orðum sagt hið sérstaka dálæti á íslensku krónunni. Langvarandi óstöðug- leiki hennar hefur valdið miklu ranglæti og einnig haft í för með sér þann ófögnuð sem kallast verðbólguhugsunarháttur. Og svo er það tíminn, allur þessi óskapa tími og fyrirhöfn sem farið hefur í síendurteknar bráðabirgðareddingar út af krónunni. Samt er krónan í augum andstæðinga Evrópu- sambandsins orðin sjálfur tákngervingur íslensks þjóðernis, hvorki annað né minna. Margsinnis hefur verið skipt um gjaldmiðil á Íslandi síðan í fornöld, þjóðerninu að skað- lausu. Enda er sannleikurinn sá að þessi þjóðernisdýrkun á krónunni er aðeins brella þeirra sem vilja áfram hafa hag af svínaríi krónubúskaparins. Evrópusinni með mætur á íslenskum sveitum „Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar/og auðnir hnattarins taka við.“ segir í ljóði eftir þig. Þú hefur ósjaldan ort um Ísland, um djúp sveitanna undir herðabreiðum fjöllum, um kyrrlátar heiðar. Sumir urðu undrandi að sjá hjá þér jafn afgerandi skoðun á Evrópusam- bandinu, að þú værir Evrópusinni, og virtust þannig setja samasemmerki milli djúps sveit- anna og andstöðu við Evrópusambandið. Það er bæði rétt og satt að íslenskar sveitir og einnig sjávarbyggðir eiga í mér djúpar rætur eins og mörgum af minni kynslóð. Ég er landsbyggðarstrákur inni við beinið, þótt ég stundaði langskólanám í Reykjavík og að nokkru leyti í Þýskalandi og hafi átt miklu lengur heima hér við Faxaflóa en úti á landi. Það er sitthvað sem ég hef ort og skrifað um land okkar og þjóð. En Evrópa hefur þó skipað stórt rúm í huga mínum síðan í upp- vexti. Þau yrkisefni mín eru ófá sem rekja má til meginlands álfunnar á einn eða ann- an hátt. Það kæmi mér ekki á óvart að slík kvæði nægðu í meðalstóra ljóðabók á nútíð- armælikvarða, ef þeim væri haldið saman. Þau standa svo dreifð í bókum mínum að lesendur hafa kannski ekki áttað sig á Evr- ópumanninum sem í mér býr. Engin þversögn er að hafa mætur á ís- lenskum sveitum og að vera Evrópusinni. Afstaða íslensku bændastéttarinnar gegn Evrópusambandsaðild markast framar öllu öðru af óttanum við að samansúrrað sérhagsmunakerfið sem hún hefur búið til í skjóli pólitískra vildarmanna muni bila, gangi Ísland í sambandið. Landbúnaðar- ráðuneytið er sér í lagi kontórútibú bænda- samtakanna eins og málum er komið og ætti réttilega heima við tvö eða þrjú skrifborð í Bændahöllinni við Hagatorg. Þess vegna er skiljanlegt að Jón Bjarnason og aðrir bún- aðarmenn snúist hart gegn því að hróflað verði við landbúnaðarráðuneytinu í núver- andi mynd. En óttast þú ekki að við missum sjálfstæðið í Brussel, verðum hreinlega gleypt í einum bita, síli í kjafti hvals? Evrópusambandið er bandalag sjálfstæðra lýðræðisríkja sem deila fullveldi sínu á til- teknum sviðum. Hér á landi þvæla and- stæðingar þess seint og snemma um afsal fullveldis og sjálfstæðis. Hefur nokkurt ríki sambandsins glatað sjálfstæðinu eða fyrir- gert með öllu fullveldinu? Ekki eitt einasta. En bullustrokkarnir munu ekki þagna fyrr en í fulla hnefana, trúðu mér. Kunnur hatursmaður Evrópusambands- ins, Ögmundur Jónasson, gekk svo langt að líkja aðild landa að sambandinu við innlim- un. Hann virðist ekki skilja orðið innlimun og er það bágt til afspurnar. Hvernig er hægt að innlima nokkurt land í samband af þeirri tegund sem Evrópusambandið er? Mér þætti forvitnilegt að heyra það útskýrt. Reyndar eru áróðursrökin gegn Evrópu- sambandinu fleiri en hægt er að rekja í stuttu viðtali eins og þessu. Þó má ég til með að nefna ein þeirra, því ég grét af hlátri þegar ég sá þau borin fram. Þannig er að Bjarni Harðarson, járngrimmur heimssýnarmaður og nú nýskipaður upplýsingafulltrúi Jóns Bjarnasonar, sagði í blaðagrein fyrir fáum mánuðum að aðild Íslands að Evrópusam- bandinu gæti aldrei gengið, þótt ekki væri fyrir annað en „torleiði hingað og fjarlægðir“ eins og hann tók til orða. Þegar ég hafði þerrað hláturstárin úr aug- unum rifjuðust upp fyrir mér ýmis dæmi þess hve fjarlægðir eru í raun og veru hug- lægar. Svo ég nefni eitt, þá er sagt að Eng- lendingum finnist lengra yfir Ermarsund til Hollands og Belgíu en til Ástralíu og Nýja- Sjálands, auðvitað vegna þess að á megin- landinu er óengilsaxneskur heimur. En sér- staklega rifjuðust þó upp tvö skýr íslensk dæmi um huglægar fjarlægðir. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilti og stúlku, sést að talsvert langt þótti frá býlinu Rauðará, sem Rauðarárstígur er kenndur við, og til Reykja- víkur. Sagan var frumprentuð 1850. Fjórum árum fyrr, haustið 1846, setti Sveinbjörn Egilsson rektor Latínuskólann í Reykjavík í fyrsta skipti, og þá í nýbyggðu stórhýsinu sem stendur enn í brekkunni ofan Lækjar- götu. Ég man að það kemur fram í prentaðri ræðu rektors að staðarval nýja hússins sé ákjósanlegt skólahaldinu vegna fjarlægðar frá bæjarlífinu í Reykjavíkurkaupstað. Nú á tímum hefur margvísleg tækni haft í för með sér að allur heimurinn þykir líkj- ast einu samvöxnu byggðarlagi, talað er um heimsþorpið. Það hugtak hefur aldrei ratað Bullustrokkarnir munu ekki þagna fyrr en í fulla hnefana Hannes Pétursson er eitt merkasta skáld sem við Íslendingar höfum eignast. Í viðtali við Jón Kalman Stefánsson segir hann að íslenskar sveitir og sjávar- byggðir eigi í honum djúpar rætur en hann sé líka sannfærður Evrópusinni. Ljósmynd/Hari Samt er krónan í augum andstæðinga Evrópusambands- ins orðin sjálfur tákngervingur íslensks þjóðernis, hvorki annað né minna. 28 viðtal Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.