Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 48
Fórnarlömb
tískunnar
Hvenær varð fatnaður svona svakalega mikil árátta meðal fólks? Mannkynið hefur jú klæðst fatnaði í gegnum aldirnar,
en tilgangurinn er orðinn allt annar en hann
hefur verið í gegnum tíðina. Mannkynið hefur
alltaf viljað líta sem best út. Það er eðli okkar. En
við höfum allt annað í huga nú í dag.
Það ætti að vera eðlilegt að eiga flíkur til skipt-
anna. En kröfur samtímans eru svo miklar að
við verðum að eignast mikið af fötum til þess að
standast þær. Sumir reyna að skapa sinn eigin
stíl en aðrir fylgja straumnum og reyna að falla
sem best inn í hópinn. Við hugsum í flestum
tilfellum um hvað öðrum finnst og látum það
stjórna því hvernig við högum okkur. Þetta kall-
ast svo sannarlega að vera fórnarlamb tískunnar.
Ég fór að pæla aðeins í þessu öllu saman þegar
ég var stödd í verslunarferð í Kaupmannahöfn
um daginn. Allir dagarnir fóru í það að versla og
ég ráfaði um borgina í algjöru kaupæðiskasti. Í
leit af meiri fötum. Svo var komið að heimferð.
Ég var sátt við árangurinn og það var tími til
kominn til að pakka öllu nýja dótinu í stóru ferða-
töskuna. Endalaust af nýjum skóm, yfirhöfnum
og aukahlutum. Ég reyndi að koma þessu fyrir í
töskunni, en allt kom fyrir ekki og þetta endaði
með því að ég þurfti að fá lánað pláss í annarri
ferðatösku til að sleppa við yfirvigt.
En hvað er það sem knýr okkur til að hendast úr
landi með spennuhnút í maganum, til þess eins
að eyða aleigunni í fatnað? Ég get ekki sagt að
allir séu haldnir þessari þrá, en þeir eru vissu-
lega margir. Fatnaður? Erum við orðin langt
leidd af þessari áráttu?
48 tíska Helgin 29.-31. október 2010
F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
www.gabor.is
Sérverslun með
HEILSUSKÓR
St. 35-44
Verð 7.495.-
Fyrsta flokks innlegg
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Föstudagur:
Skór: H&M
Sokkabuxur:
Hagkaup
Kjóll: Gina Tricot
5
dagar
dress
Eyðir endalausum
tíma í að skoða á netinu
Lilja Kristjánsdóttir er tvítug Vesturbæjarmær sem stundar nám við
Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, líkamsrækt
og kraftlyftingum en stundar þær þó ekki.
„Minn stíll er frekar þægilegur og ég klæði mig mest eftir skapi,“ segir Lilja. Hún
elskar föt og eyðir miklum tíma í að skoða og kaupa þau á netinu. „Bandaríska búðin
Forever21 er í miklu uppáhaldi hjá mér. Get eytt endalausum tíma í að skoða á heima-
síðunni hjá þeim, kaupa föt og láta senda þau heim til mín. Annars er það Topshop
sem ég versla mest í hérna heima.“ Lilja fær mikinn innblástur úr gömlum tískutíma-
ritum. „Ég held að innblásturinn fái ég frá níunda áratugnum. Elska þannig föt. Svo
eru Blake Lively og Rachel Bilson í miklu uppáhaldi hjá mér í sambandi við klæðaval.“
Mánudagur:
Skór: Forever 21
Buxur: Forever 21
Bolur: Urban
Outfitters
Þriðjudagur:
Skór: Manía
Leggings: Gina Tricot
Stuttbuxur: Topshop
Peysa: H&M
Kragi: Forever 21
Jakki: H&M
Miðvikudagur:
Gallastuttbuxur: Rokk og rósir
Skór: Forever21
Peysa: Spútnik
Sokkabuxur: H&M
Toppur: Urban Outfitters
Jakki: Forever21
Eyrnalokkar: H&M
Fimmtudagur:
Sokkabuxur: Topshop
Kjóll: Topshop
Bolur: All Saints
Skór: Forever21
Sokkar: H&M
Hringur: Gina Tricot
Sóley Organics er íslenskt húðsnyrtivörufyrir-
tæki sem eingöngu framleiðir snyrtivörur úr
hreinum náttúrulegum efnum og íslenskum
jurtum. Sóley Elíasdóttir er konan á bak við
fyrirtækið og hóf hún framleiðslu á þeim árið
2007. Jurtablöndurnar sem hún setti saman
komu flestar frá langalangömmu hennar,
Grasa-Þórunni, sem stundaði lækningar með
íslenskum jurtum. Uppskriftir Sóleyjar hafa
því varðveist í fjölskyldu hennar um áraraðir.
Vörurnar eru framleiddar úr villtum íslenskum
lækningajurtum og engum óæskilegum auka-
efnum eru bætt í. Hún hefur mikla sérfræði-
þekkingu, vandar vinnubrögðin vel og leggur
mikinn metnað í að vörur hennar séu hreinar
og úr ómengaðri náttúru.
Umbúðirnar eru um-
hverfisvænar og mikil
vinna er lögð í hönn-
unarvinnu. Mark-
mið fyrirtækisins er
að standast fyllilega
samanburð við flest af
þeim dýru merkjum
sem eru á markaðnum
í dag. Snyrtivörurnar
eru fjölbreyttar, fara
vel með húðina og er
markhópurinn helst
fólk sem er meðvitað
um umhverfið, heilsuna
og tísku.
Umhverfisvænar snyrtivörur
Hátísku vinnuskór
Uppreimaðir grófgerðir skór, sem myndu
sóma sér vel ofan í skurði eða uppi á
vinnupöllum, hafa verið áberandi undan-
farin misseri og verða það áfram í
vetrartískunni. Enski hönnuðurinn
Paul Smith býður í nýjustu skólínunni
sinni upp á svörtu stígvélin, sem hér
má sjá, og sækir einmitt fyrirmyndina
í klassískan vinnuskófatnað. Brúnu
stígvélin eru einmitt frá rótgrónum
bandarískum vinnuskóframleiðanda
sem heitir Red Wing, og eru níðsterk
lífstíðareign. Paul Smith-útgáfan
kostar ríflega 50.000 krónur, stíg-
vélin frá Red Wing eru á rúmlega
20.000 krónur. Áhugasamir finna
báðar gerðir í netverslunum.