Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 13

Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 13
Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur að börn og foreldrar verji tíma saman Miðvikudagurinn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. GEFA SÉR MEIRI TÍMA SAMAN, ÞESSI ÁR KOMA ALDREI AFTUR“ „ KRISTJÁN BJÖRN Metanstöðin hjá N1 á Bíldshöfða. Ljósmynd/Hari  Bílar Sparnaður og umhverfiSvernd Lán í boði vilji menn breyta í metanbíla Landsbankinn auglýsir nú lán til þeirra sem vilja breyta bílum sínum í metanbíla. Lánin eru veitt til allt að fjögurra ára en framvísa þarf reikningi fyrir breytingunni. Hægt er að breyta öllum bensínbílum með beinni innspýtingu í metanbíla og sama gildir um flestar gerðir dísilbíla. Kostnaður er á bilinu 350-500 þúsund krónur. Talið er að lækka megi eldsneytiskostnað um allt að 45% með því að nota metan í stað bensíns eða dísilolíu, að því er fram kemur á síðu Metan hf., en um 80-90 krónur á lítra sparast. Metanframleiðsla Sorpu í Álfsnesi er aðeins nýtt að litlu leyti, eða sem nemur 10- 12%. Hér eru hátt á annað hundrað ökutæki sem ganga fyrir metan-eldsneyti en reka mætti þúsundir bíla á innlendu metangasi. Afgreiðslustaðir metans eru tveir á höfuð- borgarsvæðinu, hjá N1 á Bíldshöfða, þ.e. í Ártúnsbrekkunni á leið niður, og við Breið- hellu í Hafnarfirði. Ef þörf krefur er hægt að aka breyttum bíl á bensíni. Nýir metan/bensínbílar eru gjarna ódýr- ari en bensínbílar af sömu gerð þar sem þeir bera ekki vörugjöld. Ýmsar gerðir minni metan/bensínbíla gætu verði fáanlegar hér á landi á næstu misserum, þ.e. bílar sem kosta um tvær milljónir króna, t.d. ýmsar gerðir af Fiat, að því er fram kemur á síðu Metan. Þar segir enn fremur: „Á Íslandi hefur Hekla selt mest af metan/bensínbílum af ýmsum gerðum frá Volkswagen, og Askja frá Merce- des Benz. Önnur bílaumboð hér á landi horfa til þess að mæta aukinni eftirspurn í landinu og bjóða ýmsar gerðir af metan/bensínbílum í framtíðinni.“ Reiknað er með að 80-90 krónur sparist á hvern lítra. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Kostnaður við að breyta bensínbíl í metanbíl er á bilinu 350 til 500 þúsund. Metanframleiðsla Sorpu á Álfsnesi er aðeins nýtt að litlu leyti. Aukið úrval nýrra metan/bensínbíla væntanlegt. Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði Fuglavernd verður með fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við kirkjugarðinn kl. 14. Edward Rickson, fuglaskoðari með meiru, leiðir gönguna. Í tilkynningu Fuglaverndar segir að verðurspá fyrir skoðunardaginn sé ágæt og mikið fuglalíf í garðinum. Áhugasamir eru minntir á að taka með sér sjónauka. Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst einnig á sunnudaginn en hún stendur vetrarlangt og lýkur 30. apríl. Helstu markmið hennar eru að kanna hvaða fuglar sækja í garða að vetrarlagi og breytingar í tegundasamsetningu þá mánuði. -jh Rjúpnaveiði hefst í dag Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að fyrirkomulag við veiðarnar yrði óbreytt frá því sem var í fyrra. Að mati Náttúru- fræðistofnunar og Umhverfisstofnunar var heldur meira veitt af rjúpu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfisráð- herra leggur áherslu á að skotveiðimenn stundi hófsamlegar veiðar, sem er helsta forsenda þess að rjúpnaveiðar geti haldið áfram. Sölubann er áfram í gildi á rjúpum og rjúpnaafurðum. -jh Helgin 29.-31. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.