Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 13

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 13
Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur að börn og foreldrar verji tíma saman Miðvikudagurinn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. GEFA SÉR MEIRI TÍMA SAMAN, ÞESSI ÁR KOMA ALDREI AFTUR“ „ KRISTJÁN BJÖRN Metanstöðin hjá N1 á Bíldshöfða. Ljósmynd/Hari  Bílar Sparnaður og umhverfiSvernd Lán í boði vilji menn breyta í metanbíla Landsbankinn auglýsir nú lán til þeirra sem vilja breyta bílum sínum í metanbíla. Lánin eru veitt til allt að fjögurra ára en framvísa þarf reikningi fyrir breytingunni. Hægt er að breyta öllum bensínbílum með beinni innspýtingu í metanbíla og sama gildir um flestar gerðir dísilbíla. Kostnaður er á bilinu 350-500 þúsund krónur. Talið er að lækka megi eldsneytiskostnað um allt að 45% með því að nota metan í stað bensíns eða dísilolíu, að því er fram kemur á síðu Metan hf., en um 80-90 krónur á lítra sparast. Metanframleiðsla Sorpu í Álfsnesi er aðeins nýtt að litlu leyti, eða sem nemur 10- 12%. Hér eru hátt á annað hundrað ökutæki sem ganga fyrir metan-eldsneyti en reka mætti þúsundir bíla á innlendu metangasi. Afgreiðslustaðir metans eru tveir á höfuð- borgarsvæðinu, hjá N1 á Bíldshöfða, þ.e. í Ártúnsbrekkunni á leið niður, og við Breið- hellu í Hafnarfirði. Ef þörf krefur er hægt að aka breyttum bíl á bensíni. Nýir metan/bensínbílar eru gjarna ódýr- ari en bensínbílar af sömu gerð þar sem þeir bera ekki vörugjöld. Ýmsar gerðir minni metan/bensínbíla gætu verði fáanlegar hér á landi á næstu misserum, þ.e. bílar sem kosta um tvær milljónir króna, t.d. ýmsar gerðir af Fiat, að því er fram kemur á síðu Metan. Þar segir enn fremur: „Á Íslandi hefur Hekla selt mest af metan/bensínbílum af ýmsum gerðum frá Volkswagen, og Askja frá Merce- des Benz. Önnur bílaumboð hér á landi horfa til þess að mæta aukinni eftirspurn í landinu og bjóða ýmsar gerðir af metan/bensínbílum í framtíðinni.“ Reiknað er með að 80-90 krónur sparist á hvern lítra. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Kostnaður við að breyta bensínbíl í metanbíl er á bilinu 350 til 500 þúsund. Metanframleiðsla Sorpu á Álfsnesi er aðeins nýtt að litlu leyti. Aukið úrval nýrra metan/bensínbíla væntanlegt. Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði Fuglavernd verður með fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við kirkjugarðinn kl. 14. Edward Rickson, fuglaskoðari með meiru, leiðir gönguna. Í tilkynningu Fuglaverndar segir að verðurspá fyrir skoðunardaginn sé ágæt og mikið fuglalíf í garðinum. Áhugasamir eru minntir á að taka með sér sjónauka. Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst einnig á sunnudaginn en hún stendur vetrarlangt og lýkur 30. apríl. Helstu markmið hennar eru að kanna hvaða fuglar sækja í garða að vetrarlagi og breytingar í tegundasamsetningu þá mánuði. -jh Rjúpnaveiði hefst í dag Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að fyrirkomulag við veiðarnar yrði óbreytt frá því sem var í fyrra. Að mati Náttúru- fræðistofnunar og Umhverfisstofnunar var heldur meira veitt af rjúpu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfisráð- herra leggur áherslu á að skotveiðimenn stundi hófsamlegar veiðar, sem er helsta forsenda þess að rjúpnaveiðar geti haldið áfram. Sölubann er áfram í gildi á rjúpum og rjúpnaafurðum. -jh Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.