Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 38

Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 38
Veturinn fram undan verður erfiður fyrir margar fjölskyldur. Engin ástæða er til að efast um það. Í lífskjararannsókn Hag- stofu Íslands, sem birtist síðasta vor, kom fram að heimilum í landinu gekk heldur skár að láta enda ná saman árið 2009 held- ur en 2004. Það er út af fyrir sig merkileg tölfræði, en því miður má gera ráð fyrir að heldur hafi sigið á ógæfuhliðina frá því sú rannsókn var framkvæmd. Von er á niður- stöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar fyrir 2010 síðla í nóvember og hún verður örugglega ekki uppörvandi. Hagstofan birti í vikunni atvinnuleysis- tölur frá þriðja ársfjórð- ungi en þá voru 6,4 pró- sent vinnufærra manna og kvenna án vinnu. í tölum Hagstofunnar má reyndar sjá þá jákvæðu staðreynd að atvinnustig á lands- byggðinni er í raun og veru sterkt. Þar er atvinnuleysi 3,6 prósent en á höfuð- borgarsvæðinu er það 8 prósent. Í heild voru að meðaltali 11.700 manns án vinnu og í atvinnuleit á þessu tímabili. Það eru margir einstaklingar en atvinnu- ástandið er þó hlutfallslega mun betra hér á landi en í fjölmörgum öðrum löndum sem glíma einnig við mikla efnahagslega erfiðleika. Sú staðreynd er ákveðin vísbending um að myndin af ástandinu í landinu er ekki jafn kolsvört og hin almenna umræða virðist benda til. Getur verið að við höfum verið – og séum enn – of upptekin við að tala um hrun? Það er full ástæða til að staldra við og velta því fyrir sér af hverju tónninn í umræðunni er svona þrunginn svartsýni og neikvæðni. Við sem störfum við fjölmiðlana eigum alveg örugglega stóran hlut þar að máli. Í stétt blaða- og fréttamanna virðist vera almennt ríkjandi ákveðin sektarkennd yfir því að stéttin brást hlutverki sínu á góðæristímanum. Og það með réttu. Það skorti vissulega þéttari tök og gagnrýna hugsun í umfjöllun um fjármálalíf lands- ins. Þessi sektarkennd – ef kenningin er rétt – virðist hins vegar brjótast út í því að pendúllinn hafi sveiflast frá ofurjákvæðni í garð fjármálageirans og athafnalífsins yfir í algjöra neikvæðni, sem er jafn arfavitlaus og vond fréttamennska og klappstýruhlut- verkið var fyrir hrun. Frá falli bankanna hefur fjöldi fyrir- tækja horfið af markaði, eins og rækilega hefur verið sagt frá, en hér og þar um samfélagið hafa á sama tíma sprottið upp fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum með nýjum störfum og tækifærum. Þessir græðlingar hafa ekki hlotið verð- skuldaða athygli. Það þarf ekki að setja sig í sérstakar Pollíönnustellingar til þess að átta sig á að við höfum ekki gott af því að horfa á, lesa og heyra aðeins hið neikvæða. 18% staðgreiðsla Frá 1. janúar 2010 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 18% staðgreiðslu af vaxtatekjum og innleystum gengis­ hagnaði ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlutum í félögum. Athygli er vakin á breyttum reglum um skattalega meðferð á úthlut­ uðum arði sem fer umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkom­ andi félags í lok viðmiðunartímans til þeirra sem skylt er að reikna sér endurgjald vegna starfa í þágu félagsins. Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt. Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt­ skyld ar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því. Gjalddagar Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á þriðja ársfjórðungi 2010 er 20. okt. en eindagi er 4. nóv. Fjármagnstekjuskattur Tímabilið 1. júlí - 30. september 38 viðhorf Helgin 29.-31. október 2010 Nýsköpun eftir hrun Í hlekkjum hugarfarsins Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn. is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Getur verið að við höfum verið – og séum enn – of upp- tekin við að tala um hrun? Það er full ástæða til að staldra við og velta því fyrir sér af hverju tónninn í umræðunni er svona þrunginn svartsýni og neikvæðni. V Fært til bókar Simmi kominn Samkvæmt tilkynningu forseta Alþingis tóku tveir aðalmenn sæti á ný á löggjaf- arsamkundunni 25. október síðastliðinn. Annar þeirra var Sigmundur Ernir Rún- arsson Indíafari. Indlandsferð hans varð tilefni nokkurrar umræðu en DV vakti at- hygli á því að þingmaðurinn hefði tekið sér hálfs mánaðar leyfi ellefu dögum eftir að þing kom saman en áður en hann brá sér af bæ hafi hann haldið eldræðu þar sem hann hét því að vinna kröftuglega gegn boðuðum niðurskurði heilbrigðis- stofnana á landsbyggðinni. Gefið var í skyn að takmarkaður tími ynnist til þess í golfferð til Indlands. Nokkurra daga bið verður samt á annarri eldræðu Simma því kjördæmadagar hafa staðið alla þessa viku og Norðurlandaráðsþing hér í Reykja- vík kemur í veg fyrir hefðbundin þingstörf lungann úr næstu viku. Tilefni Indlands- ferðar þingmannsins var fimmtugsafmæli góðvinar. Í bloggi sínu segist hann ekki hafa staðist mátið þegar ferðin kom til tals í byrjun árs. Heil vinnuvika dugar varla Svipan.is er orðin helsti umræðuvett- vangur þeirra sem bjóða sig fram til stjór- nlagaþings. Um miðja vikuna voru rúm- lega 260 frambjóðendur af 523 komnir á lista þar og umræður fjörugar. Reikn- að er með að dómsmálaráðuneytið birti nafnalista frambjóðenda á vefnum ekki seinna en á miðvikudaginn í næstu viku og bæklingur með kynningu á öllum verður borinn í hús viku fyrir kosningarnar 27. nóvember. Það er ekki seinna vænna því vísir menn hafa reiknað út að gefi menn sér fimm mínútur í að skoða baráttumál hvers frambjóðanda tekur rúmlega vinnu- viku að skoða alla, þ.e. nær 44 klukku- stundir. Verður leitað í smiðju Disneys? Kjörstjórnir, forráðamenn sveitarfélaga og ráðamenn í dómsmálaráðuneytinu klóra sér í hausnum vegna framkvæmdar stjórnlagaþingskosninganna. Eins og fram kemur hjá Hjalta Zóphóníassyni í Fréttatímanum í dag er reiknað með að hver kjósandi verði 6-10 mínút- ur að kjósa, að því gefnu að sá hinn sami komi vel undirbúinn til leiks, með talnarunurnar klárar og niðurskrifaðar. Það er því hætt við löngum biðröðum nema gripið verði til ráða sem duga. Þeir sem heimsótt hafa risavaxna skemmtigarða Disney-sam- steypunnar þekkja langar biðraðir í vin- sælustu tæki á álagstímum. Forráðamenn garðanna merkja við á ákveðnum stöðum að biðin sé hálftími, klukkutími eða tveir tímar, svo dæmi séu tekin. Umboðsmenn stjórnlagaþingskosninganna gætu tekið þetta kerfi til fyrirmyndar. Kannski þarf það ekki enda fljótlegt að telja í kosn- ingabiðröðinni. Sjái menn tylft manna á undan sér er biðin allt að tveimur tímum. Spurningin er bara hvort biðlundin sé sú sama eftir skráningu talnarunanna og að komast í rússíbanana hjá Disney. Örlög bróðurins Furðustrandir, glæpasaga metsöluhöf- undarins Arnaldar Indriðasonar, kemur út á mánudaginn. Dyggir lesendur hans bíða hennar spenntir enda kemur Er- lendur aftur til leiks eftir að hafa verið hvíldur í tveimur undanförnum bókum. Rannsóknarlögreglumaðurinn þurrlyndi er staddur á æskuslóðum sínum austur á fjörðum, dvelur í tóftum eyðibýlisins Bakkasels. Í vefauglýsingu er birtur kafli úr bókinni þar sem Erlendur þvælist um æskuþúfur með aldraðri refaskyttu sem segir m.a.: „Maður finnur ótrúlega hluti í tófugreni.“ Birting eyðibýliskaflans gefur til kynna að þess megi vænta að upplýst verði um afdrif bróður Erlendar sem varð sem barn úti á þessum sömu slóðum. Sá atburður hefur legið þungt á þessari þekktustu sögupersónu síðari tíma, eins og þráfald- lega kem- ur fram í hug- renn- ingum hennar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.