Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 15
ELKO opnar nýja verslun á Granda ELKO opnaði nýja raftækjaverslun á Fiskislóð 15 í gær, inni í verslun BYKO á Granda. Verslunin er um 500 fermetrar að stærð og mun bjóða þverskurð af vöruúrvali ELKO. Hún býður m.a. upp á stór og lítil heimilis- tæki, snyrti- og heilsutæki, DVD-myndir, tölvuleiki, tölvur og tölvuvörur, sjónvörp, myndavélar, GPS-tæki, hljóðvarps- tæki, síma og margt fleira. ELKO opnaði sína fyrstu verslun árið 1998 en þeim hefur fjölgað síðan og nú mynda ELKO í Lindum, Skeifunni, Granda, vefverslun, Fríhöfn og vöruhús heild sem þjónar raftækjamarkaði Íslands með lágu verði og góðri þjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu. Opnunartilboð standa út alla helgina. -jh Lífeyrissjóðirnir halda enn um veskið Lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld undir forystu Kristjáns Möller alþingismanns hafa ekki náð samkomulagi um vexti á lánum sjóðanna fyrir þrennum vegafram- kvæmdum á Suðvesturlandi og Vaðla- heiðargöngum fyrir norðan. Samkomulag náðist um aðrar forsendur samninganna fyrir um þremur til fjórum vikum, segir Kristján. Hann vonast til að það takist að semja í nóvember svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst, enda verkefna- skortur hjá verktökum og hagstætt að ráðast í framkvæmdir nú. Veggjöld eiga að standa undir kostnaði við framkvæmd- irnar og segir Kristján ekki tímabært að gefa upp hvað það muni kosta að aka um umferðarmannvirkin. „Það veltur á vaxtakjörunum og endanlegum kostnaði við gerð þeirra,“ segir hann. Áætlað sé að verkin kosti tæpa 40 milljarða á næstu tæplega fimm árum. -gag Hækkun vísitölu framleiðsluverðs Vísitala framleiðsluverðs í september 2010 var 189,1 stig og hækkaði um 2,3% frá ágúst 2010, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðslu- verðs fyrir sjávarafurðir var 221,8 stig, sem er hækkun um 3,7% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 221,5 stig, hækkaði um 3,8%. Vísitalan fyrir matvæli lækkaði um 0,1%. -jh Röð námskeiða um skattamál Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðin og námskeiðsgjöld er að finna á kpmg.is 4. nóv. Virðisaukaskattskvaðir á fasteignir og upplýsingagjöf til skattyfirvalda 9. nóv. Virðisaukaskattur og bókhald, hvað fer helst úrskeiðis? 11. nóv. Skattaleg áhrif af eftirgjöf skulda og kaup á kröfum með afföllum 16. nóv. Skattskuldbindingar og samsköttun fyrirtækja 18. nóv. Afdráttarskattar hjá fjármála­ fyrirtækjum 22. nóv. Kynning á reglum ESB um VSK 23. nóv. Álitamál tengd virðisauka­ skatts skyldri starfsemi íslenskra fyrirtækja innan ESB 25. nóv. Afdráttarskattar af erlendri þjónustu 30. nóv. Nýgerðar breytingar á lögum um gjaldþrot og álitamál tengd frádráttarbærni krafna 2. des. Fyrirhugaðar breytingar á skattalögum Ef þú kemur að borða á Saffran á sunnudögum með mömmu eða pabba þá máttu velja þér rétt af matseðli litla fólksins og færð hann frítt! Gildir fyrir börn 10 ára og yngri, til 15. des. og eingöngu ef borðað er á staðnum með fullorðnum. Og munið: Skrímsli borða ekki krakka sem borða hollan mat! Tína milljarða til viðbótar upp úr vösum borgarbúa Orkuveitan kappkostar að endurfjármagna lán því háar upphæðir gjald- falla á næstu árum, svo háar eftir þrjú ár að reksturinn stendur ekki undir því. Ljósmynd/Hari hliðar í rekstri sínum, þurfi að reiða fram fé vegna vanda Orkuveitunnar, sem hefur aðeins nægilegt rekstrarfé út árið. Hvorki Borgarbyggð, sem á eitt prósent í Orkuveitunni, né Akra- neskaupstaður, sem á fimm prósent, hafa enn sem komið er gert ráð fyrir því í bókum sínum að það þurfi að leggja fram hundruð milljóna króna í reksturinn. Ljóst er að í báðum til- fellum yrði bitinn stór fyrir sveitar- félögin því þau eru mjög skuldsett. „Í augnablikinu bíðum við – kannski ekki róleg – eftir því að niðurstaða fáist um það hvort lánar- drottnar eru til í að ræða við Orku- veituna,“ segir Hrönn Ríkharðs- dóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og stjórnarmaður í Orkuveitunni. „Við erum í fjárhagsáætlunargerð og ef við þurfum að bera ábyrgð þá gerum við það.“ Yfirstjórn fyrirtækisins vinnur nú hörðum höndum hér heima og erlendis að því að endurfjármagna lán Orkuveitunnar, en hefur ekki tekist það. Stuttur tími er til stefnu en aðstoðarmaður borgarstjóra, S. Björn Blöndal, er bjartsýnn á lausn. Hann segir undirbúning að skulda- bréfaútboði innanlands og endurfjár- mögnun gefa góða von, þótt enn sé ekkert fast í hendi. „Við höfum fengið staðfest frá lán- ardrottnum erlendis og þeim sem kaupa skuldabréf að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í hafi styrkt fyrirtækið og við erum því bjartsýnni en við vorum fyrr í sumar.“ Hann vill ekki leggja mat á líkurnar á því að borgin reiði fram milljarðana tólf eða hve lengi þeir dygðu Orkuveitunni. Æskilegt að styrkja eigið fé En er staðan svo björt? Fannar Jóns- son, greinandi hjá Arion banka, segir stöðuna augljóslega betri en hún hafi verið þótt hún sé ekki sérlega góð. Hann segir æskilegt að eigendur Orkuveitunnar leggi fé til reksturs- ins til að styrkja stöðu hennar. Orku- veitan sé skuldsettari en svipuð félög víða og eigið fé of lágt, eða rúm 16 prósent. Til samanburðar sé eigið fé norska orkufyrirtækisins Statskraft um 40 prósent og fé sænska fyrir- tækisins Vattenfall um 25 prósent. „Þá sést að eiginfjárhlutfall Lands- virkjunar er í kringum 35%. Það er enginn að segja að það verði að vera svona hátt hjá Orkuveitunni en æski- legt væri að það væri hærra,“ segir hann en bendir þó á að standist áætl- anir Orkuveitunnar og eigið fé verði 24% í árslok 2011, sé staðan óneitan- lega vænlegri. En eru erfið ár fram undan? „Í viðtali við stjórnarformanninn, í Fréttablaðinu í ágústlok, sagðist hann eftir gjaldskrárhækkanirnar vonast til að aðgerðir Orkuveitunn- ar tryggðu fyrirtækinu fjármagn út næsta ár. Því má ekki gleyma að það er ekki búið að fara í skuldabréfa- útboð og ekki er búið að semja um skuldirnar. Fyrr er þetta fyrirtæki ekki komið í var.” Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Orkuveitan ekki venjulegt fyrirtæki fréttir 15 Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.