Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 29.-31. október 2010
frumsýningar
WWW.N1.IS
ALLT UM
MÁLIÐ Á
N1.IS
ERT ÞÚ MEÐ
N1 KORTIÐ?
KYNNTU ÞÉR
NÝJU TILBOÐIN Á
SÍÐUM 10–11 OG
MARGFALDAÐU
PUNKTANA ÞÍNA!
Barnunga blóðsugan
Sænska hrollvekjan Låt den rätte
komma in sló verðskuldað í gegn
árið 2008 enda ein besta vampíru-
mynd sem gerð hefur verið. Látlaus,
falleg, köld og sársaukafull. Þar var
sögð saga Eli, ævagamallar vampíru
í líkama tólf ára stúlku sem vingast
við jafnaldra sinn og eineltisfórnar-
lambið Oscar í Svíþóð níunda ára-
tugarins.
Myndin er svo góð að Hollywood
gat ekki stillt sig um að endurgera
hana og sýningar á afrakstrinum,
Let me in, byrjar í bíó um helgina.
Eli heitir nú Abby og Oscar er orðinn
að Owen og sögusviðið fært frá Svía-
ríki. Leikkonan unga Chloe Moretz,
sem fór á kostum í hlutverki Hit-Girl
í Kick-Ass, leikur blóðsuguna ungu
og vonandi veit það á gott.
Danny Trejo setur sig í stellingar þegar leikar fara að æsast í Texas.
T arantino og Rodrigu-ez slengdu myndum sínum Death Proof og
Planet Terror saman í einn alls-
herjar óð til ódýrra B-mynda og
til þess að ná fram sannkallaðri
ruslbíóstemningu létu þeir til-
búna „trailera“ fyrir myndir
sem aldrei höfðu verið gerðar
fljóta með. Sýnishornið úr Mac-
hete var hins vegar svo magn-
að og hugmyndin að baki stikl-
unni svo góð að ákveðið var að
snara upp einni allsherjar bar-
dagaveislu um eyðimerkurridd-
arann Machete sem er vægast
sagt harður í horn að taka.
Machete sveif lar sveðjum
af mikilli list og er jafnvígur á
flest önnur vopn. Hann tekur
að sér ýmis vafasöm verkefni
og í byrjun myndarinnar ræðst
hann til atlögu við vondan eit-
urlyfjabarón sem hinn heillum
horfni slagsmálahundur Steven
Seagal leikur. Machete gengur
ágætlega að salla niður skjald-
sveina vonda kallsins þangað til
hann er svikinn og ófétin skilja
við hann nær dauða en lífi eftir
að hafa látið hann horfa upp á
kaldrifjað morðið á eiginkonu
sinni.
Okkar maður er þó ekki
af baki dottinn, nær vopnum
sínum og dúkkar upp þremur
árum síðar í landamærabæ í
Texas þar sem hann flækist inn
í svikavef öldungadeildarþing-
manns (Robert DeNiro) sem
svífst einskis til að ná endur-
kjöri. Þegar Machete áttar sig
á því að hann er eina ferðina
enn orðinn leiksoppur svikulla
manna ræðst hann gegn vinnu-
veitendum sínum og fjandinn
verður laus.
Fjöldi skemmtilegra leikara
kemur við sögu auk þeirra
sem þegar hafa verið nefndir.
Cheech Marin og Jeff Fahey
endurtaka rullur sínar úr plat-
stiklunni í Grindhouse og gell-
urnar Lindsay Lohan, Jessica
Alba og Michelle Rodriguez
fylla tjaldið kynþokka. Og síð-
ast en ekki síst mætir gamla
brýnið Don Johnson til leiks
en frægðarsól hans reis einna
hæst í sjónvarpsþáttunum
Miami Vice á miðju eitís-tíma-
bilinu.
Brandari verður blóðug
spennumynd
Í Grindhouse, B-myndaflippi þeirra félaga Quentins Tarantino og Roberts Rodriguez, skaut upp
kollinum stikla fyrir hasarmyndina Machete sem þá var ekki til. Þessi einkabrandari vinanna er
nú orðinn að fullburða spennumynd þar sem hvergi er gefið eftir.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Söngvarann ástsæla, Ragnar Bjarnason, þarf ekki
að kynna en þeir sem vilja komast nær honum en
hingað til hefur verið hægt fá til þess tækifæri með
heimildarmyndinni Með hangandi hendi sem verður
frumsýnd í dag, föstudag. Í myndinni er farið yfir feril
og lífshlaup Ragga og tónlistarferilinn sem spannar
um hálfa öld.
„Hann er náttúrlega goðsögn í lifanda lífi,“ segir
Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiðandi um ástæður
þess að ráðist var í gerð myndarinnar. Okkur fannst
kjörið að nota tækifærið þegar hann fagnaði 75 ára
afmæli sínu og var að líta um öxl og Árni Sveinsson
leikstjóri fékk að fylgja honum eftir í tvö ár.“
Hrafnhildur segir að í myndinni sé mikið af gömlu
og góðu myndefni með Ragga. „Við erum með mörg
gullkorn úr safni Sjónvarpsins og það er sérstaklega
fallegt að sjá hann á sviði með elsku,
bestu vinkonu sinni, henni Ellý Vilhjálms.
Þau passa svo vel saman og maður finnur fyrir
miklum söknuði hjá kallinum þegar rætt er um Ellý.“
Hrafnhildur segir það hafa verið lítið mál að fá að
elta Ragga á röndum í tvö ár. „Hann er alveg einstak-
lega geðgóður og ljúfur að eiga við og hann treysti
okkur algerlega. Það tók samt dálítinn tíma að komast
inn fyrir brynjuna. Hann er af þeirri kynslóð karl-
manna sem er lítið fyrir að tala um erfiðleika og það
sem þeim finnst vera leiðinlegir hlutir. Það tók tíma
að finna kvikuna en svo kemur hún í ljós hægt og
rólega.“
Ómar Ragnarsson, Páll Óskar, Hemmi Gunn, Bubbi
Morthens, Jónatan Garðarsson, Megas og Sæmi rokk
eru á meðal fjölmargra viðmælenda í myndinni.
Stone
Robert DeNiro leikur
skilorðseftirlitsmann
sem er á leið á eftir-
laun en vill leggja allt í
sölurnar til að tryggja
að einn skjólstæðinga
hans, brennuvargur sem
Edward Norton leikur,
fái ekki reynslulausn. Til
þess að reyna að klekkja á
kauða fær hann eiginkonu
sína (Milla Jovovich) til að
táldraga skúrkinn með
afdrifaríkum afleiðingum.
Aðrir miðlar: Imdb:
7/10, Rotten Tomatoes:
49%, Metacritic: 58/100
The Joneses
Að því er virðist fullkomin
fjölskylda flytur í nýtt
hverfi en vill þó ekki að
nágrannarnir komist að
raunverulegri ástæðu
þess að þau eru komin í
hverfið. Demi Moore og
David Duchovny eru í
aðalhlutverkum.
Aðrir miðlar: Imdb:
6,6/10, Rotten Tomatoes:
62%, Metacritic: 55/100
Happily N’ever
After 2
Allt fer í rugl í þessari
teiknimynd þegar ævin-
týraheimum lýstur saman
og vandræðaunglingurinn
Mjallhvít fer að skemmta
sér með Rauðhettu og
Gullbrá.
Aðrir miðlar: Imdb:
3,8/10, Rotten Tomatoes:
- , Metacritic: -
Aukaleikari fær að
njóta sín
Flestir spennumyndaunn-
endur kannast vel við rúnum
rist andlit leikarans Dannys
Trejo enda hefur hann látið
til sín taka í fjölda vinsælla
spennumynda. Hann hefur yfir-
leitt verið í aukahlutverkum og
eiginlega sérhæft sig í að leika
fámála mexíkóska morðingja
sem kunna best við að beita
hnífum í átökum.
Robert Rodriguez gerir helst
ekki mynd án þess að nota
þennan skuggalega frænda
sinn en hann átti til dæmis
frábæra innkomu í From
Dusk Till Dawn, lék persónu
sem einmitt heitir Machete í
öllum Spy Kids-myndunum og
sást síðast í Predators sem
Rodriguez framleiddi. Þá gerði
hann Antonio Banderas
erfitt fyrir í Desperado og lék
kynferðisbrotamann í Con Air á
móti Nicolas Cage.
Trejo fæddist í Echo Park í
Los Angeles árið 1944 og er
alvöru harðjaxl eins og útlitið
ber með sér. Hann ánetjaðist
ungur eiturlyfjum og var inn og
út úr fangelsum í ellefu ár fyrir
vopnuð rán og fíkniefnabrot
og sat meðal annars í San
Quentin. Hann rambaði inn á
beinu brautina í tólf spora-
kerfinu, gerðist leikari og hefur
heldur betur getað nýtt sér
reynsluna úr undirheimum í
löglegu starfi sínu.
Danny Trejo er fyrrum
krimmi sem sérhæfir sig í að
leika glæpamenn.
Maður
finnur fyrir
miklum
söknuði hjá
kallinum
þegar rætt
er um Ellý.
frumsýning: með hangandi hendi
Raggi Bjarna fellir brynjuna
Áratuga löngum ferli
Ragga Bjarna eru gerð
skil í Með hangandi
hendi.
Litla blóðsugan vill komast inn.
Batman rís upp
Christopher Nolan hefur greint frá því að
þriðja Batman-myndin hans fái titilinn
The Dark Knight Rises. Við sama tækifæri
gerði leikstjórinn út um vonir margra
Batman-aðdáenda þegar hann sagði að
skúrkurinn The Riddler yrði ekki með að
þessu sinni. Enn er því allt á huldu um
hvaða óvinir Leðurblökumannsins mæta
honum í þriðju myndinni sem er væntan-
leg í bíó árið 2012.
Batman
missti stóru
ástina í
síðustu
mynd en er
ekki af baki
dottinn.