Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 14
ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG MÁ SEGJA ÞAÐ EN PABBI KENNDI MÉR AÐ HEKLA“ Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur Miðvikudagurinn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. að börn og foreldrar verji tíma saman „ móeiður, dóttir Kristjáns S eilst verður enn frekar í vasa borgarbúa á næstu árum til að rétta við rekstur Orkuveit-unnar. Raforkuverð á almennum markaði hækkar um 2.105 milljónir króna eða 20,9% og heita vatnið um 1.995 milljónir króna eða 24,8% á árunum 2011 til 2016. Næsta endurskoðun gjald- skrárinnar verður um mitt næsta ár. Þetta kemur fram í fimm ára fjárhagsáætlun fyrirtækisins, sem birt var á miðvikudag. Gríðarleg tiltekt hefur farið fram hjá fyrirtækinu frá því að Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum í borginni. Fyrirtækið er á heljarþröm og skuldir þess hafa tífaldast á fáum árum, því 90 prósent lánanna eru í erlendri mynt og hafa stökkbreyst í bókum félagsins. Skemmst er að minnast gjaldskrárhækkana frá október- byrjun upp á 28,5 prósent, sem gefa eiga Orku- veitunni fjóra milljarða króna aukalega í tekjur. Stórt skarð var hoggið í starfsmannafjöldann þar síðasta fimmtudag þegar 65 starfsmönnum Orku- veitu Reykjavíkur, 11 prósent allra starfsmanna, var sagt upp og fylgt út. Nú verður stopp sett á frekari virkjanafram- kvæmdir, nema að frágengnum hagstæðum lang- tímasölusamningum og með tryggri fjármögnun. Þá verður kjarnastarfseminni einni sinnt. Ráðist verður í fjárfestingar upp á tugmilljarða, eða fyrir rúma sautján milljarða í ár og ellefu á því næsta, en klára á næstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar. Allt veltur þetta á endurfjármögnuninni, en tæplega sextán milljarðar gjaldfalla á næsta ári og og tólf milljarðar á því þarnæsta, en gert er ráð fyrir að Orkuveitan kljúfi afborganir allra lána til 2016 utan 100 milljóna evru lánsins sem gjaldfellur árið 2013. Í fimm ára áætluninni er þess sérstaklega getið að árið 2016 verði fyrsta árið í sögu Orkuveitunnar þar sem ekki sé þörf á nýjum lántökum. Eigendurnir reiði fram fé Reykjavíkurborg hefur þegar lagt tólf milljarða til Telur vanta pólitíska ábyrgð  Orkuveitan reynt að kljúfa Skuldaklafann Tína milljarða til viðbótar upp úr vösum borgarbúa Heita vatnið hækkar um tæp 25 prósent á næstu sex árum og rafmagnið um 20 prósent. Yfirstjórn Orkuveitunnar leitar nú allra leiða til að endur- fjármagna fyrir- tækið og á aðeins fyrir skuldum út árið. Nýjar áætl- anir gera ráð fyrir að hægt verði að greiða öll lán utan 100 milljóna evrulánsins sem gjaldfellur 2013. 241 milljarðar Heildarskuldir Orkuveitunnar.  Orkuveitan ekki venjulegt fyrirtæki „Ég tel að við höfum öll áhyggjur af stöðu Orkuveitunnar en það rætist vonandi úr henni nú þegar búið er að taka til í fyrirtækinu,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem situr í stjórn Orkuveitunnar. „Hins vegar óttast ég áherslu meirihlutans á það að vera ekki með pólitískt kjörna fulltrúa inni í stjórn Orku- veitunnar,“ segir hún. „Fulltrúarnir telja sig ekki þurfa að hlíta pólitískri stefnu. Það er alvarlegt því það skiptir mestu að skýr hugmyndaleg sýn sé um hvert þetta fyrirtæki á að stefna.“ Sóley óttast að fulltrúarnir átti sig ekki á mikil- vægi þess að taka þurfi tillit til samfélagslegra áhrifa Orkuveitunnar heldur líti fyrst og fremst á hana sem hvert annað rekstrarverkefni. „Orkuveitan er ekkert venjulegt fyrirtæki heldur í eigu íbúa sveitarfélaganna sem eru jafnframt mikilvægustu viðskiptavinirnir. Það eru sömu eigendur sem þiggja arð og greiða fyrir þjón- ustuna.“ Því þurfi að skoða afleiðingar hverrar ákvörðunar sem tekin sé. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi óttast að samfélagslega ábyrgðin gleymist. Ljósmynd/Hari Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.