Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 6
Kanntu að
klifra?
Stóra skrímslið er komið hátt upp í tré en litla
skrímslið heldur sig við jörðina þótt hugurinn fari
á flug. Kann það kannski ekki að klifra?
Ný bók í margverðlaunuðum bókaflokki.
„Ber frjórri samvinnu
vitni, frumlegri kímnigáfu og
fágætri hugmyndaauðgi.“
Helene Ehriander / Bibliotekstjänst
Græni risinn
Græni risinn á Grensásvegi er með
létta og holla rétti. Staðurinn er sérlega
hagstæður fyrir fjölskyldufólk til 15.
nóvember því réttir af barnamatseðli
fylgja frítt fyrir allt að tvö börn þegar
foreldrar kaupa rétti af matseðli.
Hamborgarabúllan
Búlla Tómasar Tómassonar er traustur
staður. Barnaskammtur: Borgari eða
samloka, franskar og gos fyrir 12 ára og
yngri kostar 790 kr. Í útibúinu á Bílds-
höfða er boðið upp á barnahorn.
Lauga-ás
Veitingahúsið Lauga-ás varð fyrst ís-
lenskra veitingastaða til að taka í notkun
sérstakt barnahorn. Sjö réttir eru í boði
fyrir börn (yngri en 12 ára) á verðbilinu
695 til 995 kr.
Piri-Piri
Allir barnaréttir á Piri-Piri við Geirs-
götu kosta 710 kr. Á Piri-Piri er Piri-land.
Það er 30 fermetra leiksalur fullur af
leikföngum, og inniheldur þar að auki
brúðuleikhús, víkingaskip, risakubbahorn
og sjónvarpsherbergi.
Potturinn og pannan
Á Pottinum og pönnunni í Brautarholti er
vítt til veggja og barnahorn. Ýmsir réttir
fyrir 12 ára og yngri eru í boði á verðbilinu
980-1.390 kr.
Ruby Tuesday
Þægilegt er að fara með krakka á Ruby,
nóg pláss og mikið á veggjum sem dreifir
athyglinni. Börnin fá bók og liti og geta
valið um ýmsa rétti á bilinu 590-790 kr.
Saffran
Saffran hefur slegið í gegn síðustu
misserin með létta og holla rétti. Dags-
daglega eru í boði fimm réttir fyrir börn
á bilinu 450-600 kr. Á sunnudögum til 15.
desember fá svo krakkar að 10 ára aldri
fría rétti af barnamatseðli þegar foreldrar
kaupa rétti af matseðli.
Shalimar
Séu krakkarnir tilbúnir í framandi kost er
gaman að fara með þá í krydduðu réttina
í Shalimar í Austurstræti. Þar er boðið
upp á nokkra bragðsterka rétti fyrir 12
ára og yngri á verðbilinu 890-1.290 kr.
Super Sub
Í Super Sub er eitt metnaðarfyllsta
barnahorn landsins, rennibraut og bolta-
land í fjörutíu fermetra plássi. Barnasam-
lokur má fá á 499 kr., en vinsælast meðal
barnafólks er að fá sér fjölskyldutilboð:
Tvær pítsur með tveimur áleggstegund-
um og 2 lítrar af gosi á 2.990 kr. Í eftirrétt
er tilvalið að fá sér ís á Yo Yo ís, nokkrum
húsum neðar á Nýbýlaveginum.
T. G. I. Fridays
Í Smáralindinni er Íslandsdeild þessarar
amerísku keðju og þar má fá ýmsa rétti
fyrir 12 ára og yngri á bilinu 395-965 kr.
Börnin fá litablað og liti. Á fimmtudögum
er fjölskyldutilboð. Þá fást allt að tvær
fríar barnamáltíðir með hverjum aðal-
rétti. Og til að gera kjörin enn betri eru
ókeypis Buffalo-vængir með öllum aðal-
réttum á fimmtudögum.
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is
Út að borða með krakkana
Gunnar
Hjálmarsson
drgunni@centrum.is
Hvað gerir veitingahús að fjölskylduvænum stað? Er það ekki helst það að gert sé ráð fyrir börnum á staðnum? Að þangað sé þægilegt
og gaman að fara með krakkana? Nú bjóða nokkrir veitingastaðir upp á ódýran – jafnvel ókeypis – mat fyrir yngstu fjölskyldumeð-
limina, auk þess að leggja metnað í leikhorn og afþreyingu. Kíkjum á tíu dæmi af höfuðborgarsvæðinu. Það mætti jafnvel kalla þetta
Topp 10 af fjölskylduvænum veitingahúsum í höfuðborginni. Þessi listi er þó auðvitað langt í frá tæmandi.
HeilbrigðismÁl ljósmæðUr óttast atvinnUleysi
Landflótti ljósmæðra
Nærri helmingur ljósmæðra á Suðurnesjum stefnir út og staðan er svipuð á Suðurlandi. Vænlegra
þykir að fara úr landi en skipta um starfsvettvang. Óvissa um framtíð sjúkrastofnana virkar lýjandi.
F jórar af átta ljósmæðrum Heilbrigðisstofnunar Suður-nesja skoða að flytja úr landi
verði fæðingardeildinni lokað en
í það stefnir verði fjárlögin sam-
þykkt óbreytt. „Við höfum það góða
menntun að við getum unnið um all-
an heim. Alls staðar vantar fólk með
okkar menntun og við horfum því
til Skandinavíu, en einnig til Banda-
ríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu,“
segir María Haraldsdóttir, ljósmóð-
ir og hjúkrunarfræðingur. Staðan
er sú sama á Selfossi, segir Sigrún
Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands: „Ljós-
mæðurnar sem og aðrir starfsmenn
heilbrigðisstofnana sem missa vinn-
una hér horfa til Grænlands, Noregs
og Kanada.“
Báðar segja þær óvissuna sem
ljósmæður Heibrigðisstofnunar Suð-
urnesja og Suðurlands búa við lýj-
andi. „Hún er hreinlega afar erfið,“
segir María. „Og hér er andrúms-
loftið skrýtið. Fólk er leitt og dapurt
og hefur grátið. Því líður ekki vel.“
Hún veltir nú fyrir sér hvenær upp-
sagnarbréfið berist í pósti. „Hugsan-
lega verður það nýársgjöf til okkar
frá stjórnvöldum,“ segir hún enda
óljóst hversu hressilega verður skor-
ið niður á stofnuninni fyrr en í þriðju
umræðu um fjárlögin á Alþingi í des-
ember.
Sigrún óttast að missa hæft fólk
úr landi áður en skýrist hver niður-
skurðurinn verður. „Það er ekki
skrýtið að fólk vilji eyða óvissunni
þegar það hefur haft snöruna um
hálsinn í svo langan tíma.“
Ráðningabann á Landspítala
Þær benda á að útilokað sé að fá
vinnu á Landspítalanum. Þar ríki
ráðningabann. „Ég hafði samband
og það er ekkert í boði,“ segir María.
Hún sér því ekki fram á að fá vinnu
í heilbrigðisgeiranum hér á landi,
hvorki sem ljósmóðir né hjúkrunar-
fræðingur. „Ég hefði aldrei getað
ímyndað mér að ég stæði uppi án
vinnu eftir sex ára nám á heilbrigð-
issviði, það átti ekki að vera hægt.“
Kristín Gunnarsdóttir, ljósmóðir
og hjúkrunarfræðingur á Selfossi,
hefur í áratugi
star fað sem
ljósmóðir á Sel-
fossi. „Það er
erfitt að breyta
um starfsferil
eftir þrjátíu ár
í starfi og mun
vænlegra að
fara úr landi, þar
sem alltaf virðist
vanta ljósmæð-
ur, heldur en
að sitja heima á
bótum eða í vinnu sem krefst ekki
fagþekkingar.“
Á báðum stofnunum hefur starf-
semi fæðingardeildanna breyst gíf-
urlega á milli ára. Nú eru engin inn-
grip í fæðingar og konur sem þurfa
að fara í keisara, fá deyfingu eða aðra
meðferð sendar á Landspítalann.
„Það er því rangt að halda því fram
að úti á landi séu reknir „litlir Land-
spítalar“. Hátæknistörfin hafa þegar
verið lögð niður,“ segir Sigrún.
Fæðingum fækkað verulega
Fæðingum hefur fækkað á báðum
stöðum um þriðjung. Fæðingar á
Suðurnesjum voru 270 í fyrra en
eru 130 það sem af er ári. Þær voru
160 á Selfossi
en 80 börn hafa
fæðst þar í ár.
Sigrún heldur
því í þá von að
ráðamenn átti
sig á þeirri stöðu
og leyfi því kon-
um sem þurfa
ekki á sérstakri
læknisaðstoð að
halda að fæða í
heimabyggð og
María elur þá
von í brjósti að snúið verði frá niður-
skurðinum.
„Verði fæðingardeildinni þyrmt,
færi ég líkast til ekki neitt. Mér
finnst mikilvægt að konur hafi val
um að fæða í heimabyggð,“ segir
hún og bendir á að verði fæðing-
ardeildinni lokað sparist aðeins
launakostnaðurinn og ódýr rekstur
deildarinnar þar sem hvorki lyf né
launakostnaður lækna sligi hana.
Undir þetta tekur Anna Rut Sverr-
isdóttir, yfirljósmóðir á Suðurnesj-
unum: „Hátæknisjúkrahús einfald-
lega miklu dýrari valkostur.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Fæddist í sigurkufli, en 33% barna fæðast í vatni á Suðurnesjum. Ljósmóðirin
greiðir hann úr belgnum og hjálpar í heiminn. Ljósmynd/HSS
María Haralds-
dóttir, ljósmóðir á
Heilbriðisstofnun
Suðurnesja.
Sigrún Kristjáns-
dóttir, yfirljós-
móðir á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands.
6 fréttir Helgin 29.-31. október 2010