Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 68
68 dægurmál Helgin 29.-31. október 2010 Leitin að sannLeikanum Sjáandinn mikli, Nostradamus, sem var uppi á 16. öld, orti þúsund spádómsvísur en aðeins 942 hafa varðveist. Hvað varð um þær 58 sem vantar? Hvaða leyndardóm geymdu þær? SpennuSaga Mario reading hefur verið þýdd á 35 tunguMál og SelSt í MetupplöguM uM allan heiM.  Plötuhorn Dr. Gunna Diskóeyjan  Prófessorinn og Memfismafían Hinn ofurskæslegi „Prófessor“ Óttars Proppé fæddist í hljóm- sveitinni Funkstrasse fyrir tæplega tuttugu árum en birtist nú óvænt sem miðpunktur (barna)fönkóperunnar Diskóeyjan eftir Braga Baggalút. Platan er djúsí pakki troðfullur af sniðugum textum og grípandi lögum. Söguþráðurinn (sögu- maður er Sigtryggur Baldursson) er kannski óþarflega þunnur, sem væri stærri ókostur ef umgjörðin og út- færslan væri ekki svona rosalega skemmtileg og töff. Mest gordjöss barnaplata sögunnar! Puzzle  Amiina Á annarri fullvöxnu plötu Amiinu hafa karlkyns trommari og rafvirki bæst í hóp strokstelpnanna fjögurra. Sveitin gælir lítillega við hefð- bundnara popp en áður, sem er ljómandi framþróun. Hljóð- heimur Amiinu heldur sér þó, lögin læðast um og dútla sér, rísa og hníga eins og nátt- úruafl. Á köflum er fullmikill rolugangur fyrir minn smekk, en oftast er þó boðið upp á fallega músík sem kallar á hugrenn- ingatengsl við tandur- hreina blúndukjóla. the Dionysian Season  Just Another Snake Cult Þórir Andersen, strákur fæddur árið 1984, gerði þessa plötu eiginlega upp á eigin spýtur þótt hún hljómi eins og hljómsveit sé á ferð. Hann hefur búið mestan hluta ævinnar í Santa Cruz, CA, svo það sem hann gerir er mjög „erlendis“. Platan er óvænt gleðisending, full af hnyttilega sömdu og vel fluttu sýrupoppi. Aðdáendur Syds Barretts, Belle og Sebastian og Mgmt komast í spikfeitt. Fylgist vel með Þóri í framtíðinni.  hönnun KriStján KarlSSon breytti þeKKtri táKnmynD í lamPa É g er grafískur hönnuður og hef sér-hæft mig í því sem kallað er vöru-merkjaímynd, „branding“. Ég var að vinna með víkingahjálminn í tengslum við nýja norræna fatalínu JOE BOXER, þar sem ég nota víkingahjálminn sem símynstur og fleira,“ segir Kristján E. Karlsson um tilurð lampans Illuminati Nordica, eða Ljósvík- ingsins, og bætir við að víkingahjálmurinn sé form sem allir þekki og tengi við víkinga og norrænar hefðir. Kristján segir að hrifn- ingu hans á víkingahjálminum megi rekja aftur til bókanna um Prins Valíant, sem hann las af áfergju í æsku, og svarthvítra víkingabíómynda í Kanasjónvarpinu. Kristján rekur auglýsingastofuna Krafta- verk og á heiðurinn af fjöldanum öllum af þekktum fyrirtækjamerkjum sem fólk er með fyrir augunum nánast alla daga og nægir þar að nefna merki Stöðvar 2, Skíf- unnar og Heilsuhússins. „Það er mjög gam- an fyrir mig sem grafískan hönnuð, sem vinnur mest í einni vídd, að fara með form sem ég fæst við yfir í þrívíddina. Mér datt í hug að fara lengra með þetta þekkta form og þessi lampi spratt upp úr þeim pæling- um. Ég bar þessa hugmynd svo undir Örn Svavarsson í hönnunarversluninni Minju og hann ákvað að koma til móts við mig og fjár- magna framleiðsluna á lampanum.“ Lampinn er kominn í fjöldaframleiðslu í Kína og Kristján gerir ráð fyrir að hann verði kominn í verslanir á Norðurlöndum og jafnvel víðar snemma á næsta ári. Kristján segir lýsingarhönnun lampans sótta í þá staðreynd að skin sólar á norður- hveli jarðar er mýkra og jafnara en til dæmis við miðbaug sem helgast af ólíkri afstöðu sólarinnar í þessum heimshlutum. Mjúk birta frá víkingahjálmi Kristján Kristjánsson var að hanna vörumerki þegar honum datt í hug að breyta því í lampa sem nú er kominn í fjöldaframleiðslu í Kína. Hann segist heillast af vinnu með hugmyndir sem séu alveg við nefið á fólki, svo nálægt að þær sjáist ekki vegna þess að þær eru í rauninni inni í hausnum á manni. Mér datt í hug að fara lengra með þetta þekkta form og þessi lampi spratt upp úr þeim pæl- ingum. Kristján hefur fengið í hendur tilraunaútgáfur af Ljósvíkingnum í tveimur litum sem hann kallar Dagsbirtu og Sólsetur. Lampinn er smágerður, 35 sentimetrar á hæð og 21 sentimetri á breidd, og áætlað er að framleiða hann í fimm mismunandi litum. Kim kynnir nýtt ilmvatn Þokkadískin Kim Kardashian kynnti nýtt ilmvatn til sögunnar með pomp og prakt í stórverslun- inni Macy’s í New York á miðviku- daginn. Kardashian hefur verið afskaplega upptekin að undanförnu við hinar og þessar kynningar sem og að halda upp á þrítugsafmælið sitt sem hún náði að fagna sjö sinnum. Eins og myndin ber með sér leiddist kynbombunni ekki athyglin sem hún fékk. Suede á tónleikaferð Breska britpop-sveitin Suede hóf á miðvikudags- kvöld stutta tónleikaferð til að fylgja eftir útkomu safndisks sveitarinnar með bestu lögum hennar. Suede lagði upp laupana árið 2003 eftir að hafa gefið út fimm plötur. Fyrstu tónleikarnir voru í Bush Hall í London og var uppselt. Tónleikaferðinni lýkur í London 7. desember en í millitíðinni heldur hljóm- sveitin sex tónleika í Evrópu; í Frakklandi, Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.