Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 46
 iðnframleiðsla ferskleiki, bragð og fjölbreytni tapast EINAR ÁGÚST MILL 10:00 OG 14:00 ALLA VIRKA DAGA KOMDU VIРÁ NÆSTU N1 STÖРOG FÁÐU  KANA LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN  o sta- og smjörsalan framleiðir það sem kalla má sætt rjómasmjör. Það er því líkara bandarísku markaðs-smjöri en hefðbundnu evrópsku bú-smjöri og því smjöri sem íslenskar vinnukonur strokkuðu öldum saman. Til að búa til smjör þarf að ná smjörfit- unni úr rjómanum. Og til að fá rjóma þarf að fleyta hann ofan af mjólkinni. Mjólkin sem fáeinar kýr gefa við mjaltir dugar því aðeins í smáklípu af smjöri. Því var rjóm- anum safnað saman á bæjum og leyft að súrna áður en smjör var strokkað á tveggja vikna fresti eða svo. Hefðbundið smjör er því eilítið súrt eða skarpt á bragðið. Bragð- munurinn á smjörinu frá Osta- og smjör- sölunni og hefðbundnu smjöri er að þessu leyti ekki langt frá muninum á rjóma og sýrðum rjóma. Súrt sett aftur í smjörið Við finnum þetta skarpa bragð af smjörinu þegar við komumst í gott smjör í útlönd- um. Þetta skarpa bragð á sérlega vel við smjörfituna og íslenskir kokkar hafa reynt að endurskapa það með því að blanda ör- litlu af súrmjólk eða eplaediki út í íslenska rjómasmjörið. Smjörið í íslenskum sveitum á fyrri öldum hefur síðan verið enn súrara en evrópskt smjör. Það var ekki nóg með að rjóminn hafi verið sýrður áður en smjörið var strokkað, heldur var smjörið geymt í súrri mysu svo það þránaði ekki. Evr- ópskir bændur söltuðu sitt smjör af sömu ástæðu, allavega þeir sem höfðu aðgang að salti. En smjör er ferskvara og það byrjar að tapa bragðgæðum og ferskleika um leið og það er búið til. Það tefur fyrir þránun að salta smjörið, frysta það og kæla en það stöðvar ekki hrörnunina. Þar sem ferskt smjör er ekki selt á Íslandi verðið þið að búa það til sjálf til að finna muninn. Það er einfalt (sjá hér að ofan). Óendanleiki bragðsins Ef þið farið út í smjörgerð ættuð þið að bæta við einu stigi fyrir framan. Finnið bónda sem vill selja ykkur ógerilsneydda mjólk og fleytið rjómann ofan af. Smjör er nefnilega ekki aðeins ferskvara heldur er smjör náttúruvara í þeim skilningi að það er aldrei eins. Bragð af smjöri breytist frá einum kúastofni til annars, frá einni sveit og einum haga að næstu sveit og ólíku fóðri. Og ekki síst; frá hausti til vetrar, til vors og sumars. Fyrir tíma matariðnaðarins var fyrsta smjöri vorsins fagnað. Við eðlilega haga- beit er mjólkin vel feit á vorin og gefur mikið smjör. Á vorin springur náttúran út og kýrnar kjamsa á allra besta fóðri sem þær komast nokkru sinni í. Þess vegna dansa þær. Og ef menn eru ekki að sulla saman mjólk úr ólíkum sveitum og af ólík- um gróðri, geta þeir fundið keiminn af vor- inu í góðu vorsmjöri. Eitt samræmt bragð En sú snilld stendur okkur ekki til boða. Smjör á Íslandi er vörumerki. Þar er smjöri úr ólíkum högum og frá mismunandi tíma blandað saman til að búa til eitt óumbreyt- anlegt bragð og áferð. Slík vitleysa heitir gæði í iðnaðarframleiðslu. Frá sjónarhóli náttúrunnar, matargerðar og lífsgleði eru þetta álíka gæði og ef við settum alla tón- listarsöguna í gegnum síu þannig að við heyrðum aðeins þrítóna raul og einhæfan takt – FM957. Okkur er gefið bragðskynið til að skynja fegurð heimsins, óendanleika hans og sí- sköpun. Tungan er engu lakara tæki til þess en augu eða eyru. Iðnframleiðsla á smjöri er af þessum sökum eins konar menningarlegt skemmdarverk. Smjörklípur  Uppskriftir að búa til smjör  Hjartalæknar vilja banna transfitU Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 46 matur Helgin 29.-31. október 2010 Til að búa til ykkar eigið smjör setjið þið tæplega stofuheitan rjóma í hrærivél og hrærið á meðalhraða í um korter eða þar til smjörfitan safnast saman á þeyt- aranum og áfir sitja eftir í skál- inni. Reynið að losa meiri áfir úr smjörinu með því að sigta þær frá. Drekkið síðan áfirnar en hnoðið smjörið milli handanna og reynið að þrýsta sem mestu af áfunum úr smjörinu. Skolið svo smjörið með köldu vatni og geymið í ís- skáp. Það geymist í viku. Án efa hefur það tíðkast víðar en á Íslandi að súrsa smjör á mið- öldum. Það sést af gömlum bók- um að þol fólks gagnvart súru bragði – til dæmis ediki og mysu – var álíka á miðöldum og þol nú- tímamanna gagnvart sætu. Ung- lingur á miðöldum myndi hafa hrækt út úr sér dísætri skólajóg- úrt af sömu fyrirlitningu og ung- lingar dagsins í dag skyrpa út úr sér súrum pung. Íslenskt smjör er 81,5 prósent fita. Restin er vatn og mjólk- urprótein. Í Bandaríkjunum þarf smjör að innihalda að lágmarki 80 prósent fitu til að fá að kallast smjör. Mest af banda- rísku smjöri hangir við neðri mörkin. Í Evrópu er smjör yfir- leitt feitara eða um 84 prósent fita. Í uppskr i f tum er ósaltað smjör tilgreint af tveimur ástæðum. Annars vegar til að losna við saltið en hins vegar vegna þess að ósaltað smjör er víðast feit- ara en saltað og hentar því betur til matargerðar. Þetta á ekki við á Íslandi. Ósaltaða smjörið frá Osta- og smjörsölunni er 81,5 prósent feitt eins og það saltaða. Smjör hefur alltaf verið munað- arvara. Það þarf mikla mjólk til að búa til lítið smjör. Smjör er af þeim sökum ekki aðalfita í neinu hefðbundnu eldhúsi nema ef vera skyldi hjá Indverjum (glee) og Tíbetum (þránað jakuxasmjör). Fyrir hundrað árum notaði fólk aðra dýrafitu í miklu meira magni en nú. Svínafita, anda- og gæsafita og nautaflot henta um margt mun betur til steikingar en smjör, sem þolir ekki háan hita. Íslendingar notuðu flot, mör, tólg og hamsatólg út á fiskinn sinn. Dýrafita þránar síður en smjör. Í verstöðvunum, þar sem mest af fiskinum var borðað, var líka minna af mjólkurkúm en í sveitum. Það þekkist víða að bragðbæta magran fisk með floti, pulsum eða annarri dýrafitu og er langt í frá íslenskur siður – hvað þá ósiður. Íslenskir hjartalæknar skoruðu í vikunni á stjórnvöld að banna notk- un transfitu í mat á Íslandi. Sums staðar er notkun þessarar fitu algjörlega bönnuð. Annars staðar, eins og til dæmis í Danmörku, er óheimilt að selja matvöru þar sem transfita er meira en 2 prósent þyngdar. Þótt transfita finnist í náttúrunni í litlu magni er þetta fyrst og fremst fyrirbrigði byggt á heimsku mannsins. Þegar menn fóru að taka eftir menningarsjúkdómum um miðja síðustu öld og rekja til lífsmáta Vesturlandabúa, stöldr- uðu menn við kjötátið. Og með takmarkaðri þekkingu á hvernig líkaminn vinnur úr mat drógu menn þá ályktun að hörð dýrafita væri frumorsök lakara heilsufars í velmeguninni. Magarín hafði í fyrstu verið búið til sem ódýrt smjörlíki en með þessum kenningum varð það ekki bara ódýrara en smjör heldur líka hollara. Breytingar á neyslu urðu stórkostlegar. Meðal-John í Banda- ríkjunum borðaði átta kíló af smjöri um aldamótin 1900 en aðeins tvö kíló árið 2000. Fyrir hundrað árum borðaði fólk á Vesturlöndum svínafitu, andafitu, merg og mör úr nautum og kindum, flot ýmiss konar og svo auðvitað smjör. Eina jurtaolían sem var notuð að einhverju ráði var ólívuolía, enda þarf hvorki að nota óeðlilegan hita né efnafræðilegar lausnir til að ná extra virgin-olíu úr ólívunni. Í dag hefur olía sem ekki þekktist fyrir hundrað árum ýtt allri dýrafitu út af innkaupalistum Vesturlanda; maísolía, sojaolía, sólblómaolía og repjuolía. Gallinn við þessa nýju iðnaðar- olíu – það er olíu sem ekki er hægt að vinna nema með efna- eða eðlisfræðilegum nauðgunum á hráefninu – er að hún er fljótandi og því þarf að herða hana til að nota í staðinn fyrir smjör eða svínafitu í hefðbundnum mat. Olían er því hert með efnafræðilegum aðferðum og úr verður transfita. Transfitan breiddist út í því sem kalla má hinn fullkomna storm. Þar fór saman þörf matvælaiðnaðarins fyrir fitu sem þránaði ekki, heilsufarskenningar byggðar á veikum grunni og endalaus eftirspurn fólks eftir töfralausnum til megrunar. Niðurstaðan varð að heilsufar versnaði almennt og batnaði ekki hót. Áhersla heilsugúrúa á skaðsemi dýrafitu hefur haldið aftur af neyslu fitu. Þess í stað hefur neysla á kolvetni – og þá einkum sykri – stóraukist. Það hefur enn aukið heilsufarsvandann. Er þá ekki furða þótt smjör sé komið í tísku. Okkar spá er að svínafitan, mörinn og mergurinn fylgi á eftir. Smjörið snýr aftur Smjörið er komið í tísku eftir að hafa fallið niður listann vegna grunnhyggnislegra ráðlegg- inga um mataræði. Næsta skref væri að frelsa smjörið úr verksmiðjunum og endurskapa það sem náttúrulega ferskvöru sem tekur breytingum eftir árstíðum og hagabeit. Okkur er gefið bragð- skynið til að skynja fegurð heimsins, óendanleika hans og sísköpun. Tungan er engu lakara tæki til þess en augu eða eyru. Iðn- framleiðsla á smjöri er af þessum sökum eins konar menn- ingarlegt skemmdar- verk. Með því að búa til sitt eigið smjör úr ógerilsneyddri mjólk frá einum bæ getur fólk kynnst frummynd þess sem verksmiðjusmjörið reynir að líkja eftir; ferskri, síkvikri, lifandi náttúruafurð. Þegar lausnin er verri en vandinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.