Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 32
F yrir viku birti Wiki­ leaks 391.832 skjöl frá bandaríska hernum sem er atburðaskrá úr Íraksstríðinu frá árinu 2004 til loka síðasta árs. Þetta er stærsti leki heimssögunnar með tilliti til umfangs og hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Í skjölunum er að finna nýjar upp­ lýsingar um hrylling stríðsins, áður óbirtar tölur um mannfall, sögur af skefilegum manndrápum í borgara­ stríði landsins og upplýsingar um að hermönnum var fyrirskipað að grípa ekki inn í ef þeir yrðu vitni að pyntingum hers og lögreglu í Írak. Það síðastnefnda hefur vakið hvað hörðust viðbrögð og fordæmingu. Julian Assange, ritstjóri Wiki­ leaks, hefur haft töluverð tengsl við Ísland. Haft var eftir honum að hann treysti ekki íslenskum stórnvöldum til að standa í lappirnar gagnvart bandarískum stjórnvöldum. Þetta var byggt á misskilningi, segir hann. „Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma. Það sem ég sagði, og byggði það á heimildarmönnum, var að rætt hefði verið við íslensk stjórn­ völd, bæði í einkasamtölum og af hálfu bandaríska sendiráðsins. Í þeim samtölum hafa komið fram kröfur bandarískra þingmanna um að íslensk stjórnvöld stuðli ekki að því, eins og þeir orða það, að Ísland verði skjól fyrir mig og mín verk.“ 800 sjálfboðaliðar víða um heim Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Julian frá fyrrverandi stuðnings­ mönnum Wikileaks á Íslandi. Hann segir að hún sé einkennileg. „Þeir íslendingar sem hafa talað um Wiki­ leaks eða mig í fjölmiðlum tóku þátt í störfum samtakanna, og þá sér­ staklega vinnunni við „Collateral Murder“­verkefnið þar sem við sýndum myndband af bandarískum þyrlum skjóta á almenna borgara í Írak. Þeir hafa nánast ekkert starfað fyrir samtökin frá þeim tíma. Upp­ bygging Wikileaks er ekki ósvipuð Amnesty International. Við reiðum okkur á störf sjálfboðaliða sem taka þátt í verkefnum á hverjum tíma fyrir sig. Wikileaks hefur um 800 sjálfboðaliða um allan heim sem eru tilbúnir að vinna að ýmsum verk­ efnum fyrir samtökin. Örfáir hafa viðrað sínar skoðanir í fjölmiðlum en það er ekki hægt að segja að þeir séu starfsmenn Wikileaks.“ Daniel Ellsberg mætti Þegar Íraksskjölin voru kynnt á blaðamannafundi á laugardaginn var, vakti athygli að Daniel Ellsberg var á staðnum en hann er einn þekkt­ asti uppljóstrari sögunnar. Ellsberg kom hinum svokölluðu Pentagon­ skjölum til fjölmiðla árið 1971 og var lögsóttur fyrir vikið en sýknað­ ur. Sá leki er talinn hafa stuðlað að endalokum Víetnam­stríðsins og átt sinn þátt í að Nixon bandaríkjafor­ seti hrökklaðist úr embætti. „Hann sagði mér að hann hefði beðið í fjörutíu ár eftir leka eins og þeim sem Wikileaks kynnti á laugar­ daginn,“ segir Julian og bætir við að stuðningur Ellsbers sé einstaklega ánægjulegur. Íslendingar í hringiðunni Kristinn Hrafnsson fréttamaður og Ingi R. Ingason kvikmyndagerð­ armaður hafa unnið náið með for­ svarsmönnum Wikileaks síðustu mánuði. Þeir fóru í gagnaöflunar­ ferð til Íraks áður en þyrluárásar­ myndbandið var birt. Kristinn tók síðan þátt í að kynna Íraksgögnin á blaðmannafundi um liðna helgi. „Við eigum möguleika á að velja okkur samstarfsfólk frá öllum heimshornum en Kristinn og Ingi eru einfaldlega þeir bestu á sínu sviði í heiminum. Þeir hafa báðir unnið að þessu verkefni í langan tíma,“ segir Julian. Margir óskað eftir rannsókn Heimspressan var í marga daga undirlögð af fréttum af lekanum og þeim skelfingum sem Íraksskjölin birta. Julian segist ánægður með þau viðbrögð en bætir við að banda­ rísku sjónvarpsstöðvarnar hafi þó valdið vonbrigðum. „Þessar sjón­ varpsstöðvar hafa verið í vanheil­ ögu sambandi við hernaðarfyrir­ tæki í Bandaríkjunum í langan tíma en þetta vandamál fer versnandi. Talsmaður Pentagon, sem hefur haldið blaðamannafundi um lekann, er fyrrum fréttamaður ABC­sjón­ varpsstöðvarinnar og sérhæfði sig þá í málefnum bandaríska varnar­ málaráðuneytisins. Þetta gerir það að verkum að hinir sjónvarps­ fréttamennirnir láta þennan mann komast upp með bull og þvaður. En áhrifin af lekanum eru að koma í ljós. Aðstoðarforsætisráðherra Bretlands hefur óskað eftir rann­ sókn á því að bandarískir hermenn hafi litið fram hjá pyntingum á íröskum föngum. Það sama hefur danski forsætisráðherrann gert, auk Amnesty International og fram­ kvæmdastjóra mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum.“ Hætta á handtöku Assange segir að mikil áhersla hafi verið lögð á öryggisráðstaf­ anir og Wikileaks hafi orðið vart við þrýsting frá bandaríkjastjórn og að njósnastofnanir í Bandaríkj­ unum hafi verið í samskiptum við sænsku öryggislögregluna og ástr­ ölsku leyniþjónustuna. „Við eigum vissulega á hættu að verða handtek­ in – það er klárt. Þó að þær aðgerðir ættu sér enga lagastoð er hægt að misbeita lögunum.“ Julian lofar því að fleiri lekar séu væntanlegir. „Við erum að vinna meira efni frá Afganistan, en það eru þúsundir skjala sem bíða birt­ ingar hjá Wikileaks og munu birt­ ast á næstunni.“ Hann játar því að­ spurður að Wikileaks hafi undir höndum skjöl um íslensk málefni. „Við höfum talsvert af skjölum frá Íslandi sem verða birt,“ segir hann en neitar að tjá sig frekar um efnis­ atriði þeirra skjala. Vill búa á Íslandi Fyrir nokkrum vikum var gefin út í Svíþjóð handtökuskipun á Julian og hann ákærður fyrir kynferðis­ brot. Ákæran og handtökuskipunin var dregin til baka innan nokkurra klukkustunda en málið er enn til rannsóknar. Hann vill ekki tjá sig um þau efnisatriði en segir að þetta hafi valdið mikilli truflun. „Það hef­ ur tekið gífurlega mikið af mínum tíma. Ég hef ekki fengið nokkur einustu gögn úr rannsókninni og ekki heldur lögmaður minn, en við lesum um málið í götublöðunum. Ég er saklaus af þessum ásökunum og tel að þetta sé ófrægingarherferð.“ Julian segist hugsa með hlýhug til Íslands. „Ég vona að ég geti búið á Íslandi í framtíðinni. Þeim löndum sem ég get búið í fækkar stöðugt.“ Jóhannes Kr. Kristjánsson j.kr.kristjansson@gmail.is Við höf- um tals- vert af skjölum frá Ís- landi sem verða birt. „Vona að ég geti búið á Íslandi í framtíðinni“ Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur staðið í stórræðum á þessu ári og er einn af umdeildustu mönnum heims. Í einkaviðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, útsendara Fréttatímans, segist Ass- ange vilja flytja til Íslands og það sé misskilningur að hann treysti ekki stjórnvöldum hér á landi. Við eigum möguleika á því að velja okkur samstarfs- fólk frá öllum heimshornum en Kristinn og Ingi eru ein- faldlega þeir bestu á sínu sviði í heim- inum. Þeir hafa báðir unnið að þessu verkefni í langan tíma. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, Daniel Ellsberg, Gavin MacFadyen, framkvæmdastjóri miðstöðvar rann- sóknarblaðamennsku í London, Julian Assange, ritstjóri og stofnandi Wikileaks. Ljósmynd/Ingi R. Ingason. „Þetta hefur verið ótrúleg lífsreynsla,“ segir Kristinn Hrafnsson spurður um þátttöku sína í birtingu Íraks- skjalanna. „Tvennt var aðallega á minni könnu. Annars vegar að halda utan um sam- starf þeirra fjölmiðla sem fengu sérstakan aðgang að gögnunum fyrirfram. Hins vegar að skipuleggja þá vinnu að hreinsa skjölin af öllu því sem á einhvern hátt gæti valdið óbreyttum borgurum í Írak skaða,“ segir Kristinn. Prentmiðlarnir Guardian, New York Times og Der Spiegel höfðu gögnin hvað lengst en ákveðið var að draga fleiri fjölmiðla að borðinu til að tryggja sem mest áhrif. „Þegar upp var staðið voru, auk blaðanna, Channel 4 í Bretlandi, Al Jazeera, sænska ríkissjónvarpið og fleiri sjónvarps- miðlar, að vinna efni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að bandarískar sjónvarpsstöðvar þorðu ekki að snerta við þessu efni, sem segir sína sögu um ástandið í landinu.“ Róaði menn niður Kristinn segir að það hafi stundum verið erfitt að halda öllum miðlunum við efnið og tryggja að enginn hlypi útundan sér. „Það komu tímar þar sem maður þurfti annað hvort að byrsta sig á fundum eða í símtölum við háttsetta fjölmiðlastjórnendur eða róa menn niður sem héldu að „hinir“ væru við það að svíkja lit. Í gegnum þessa vinnu hefur maður kynnst stórum hópi öflugra rannsóknarblaða- manna,“ segir Kristinn. Starfsmönnum ógnað Wikileaks hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnvöldum og starfs- mönnum hefur verið ógnað. Kristinn segir að það sé ónotalegt en hluti af starfinu. „Það er enginn af hugsjón í blaðamennsku með það að markmiði að safna vinum í hópi valdsmanna. Ég er að mínu mati enn að stunda blaðamennsku. Wikileaks er fjölmiðill sem kemur á framfæri upplýsingum til almenn- ings – upplýsingum sem leynt eiga að fara þar sem þær fela í sér óþægileg sannindi um gjörðir valdsmanna,“ segir Kristinn og aðspurður segir hann líklegt að hann starfi áfram fyrir samtökin. Kristinn starfar líklega áfram með Wikileaks 32 viðtal Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.