Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 18
Bræðraborgarstíg 9 Tilkynnt var í vikunni að hið vinsæla spil Fimbulfamb væri loksins að koma út í nýrri útgáfu og með nýjum orðum. Hefur þú spilað Fimbulfamb? SPURNING VIKUNNAR Ásmundur Helgason Fimbulfamb er einfaldlega skemmtilegasta spil sem ég hef spilað! Katla Hreiðarsdóttir Algjör snilld! Örugg uppskrift að frábærum stundum með fjölskyldu og vinum. Finnbogi Einarsson Féll kylliflatur fyrir þessu spili á sínum tíma. Get varla beðið eftir nýju útgáfunni – spennandi tímar framundan! Hildur Sigurðardóttir Það eru allir að tala um hvað þetta Fimbulfamb sé skemmtilegt. Mun tryggja mér eintak um leið og spilið kemur í búðir. Skipta tugum Guðmundur Arason, læknir hjá ART Medica tæknifrjóvgunarstofu, segist ekki geta metið nákvæmlega hversu stór hluti einhleypra kvenna fari í tæknisæðingu til að verða ófrískar. ,,Ég hef ekk- ert viðmið því í mörgum löndum er tæknisæðing hjá einhleypum konum ekki leyfð eða er með ein- hverjum takmörkunum. Ég myndi segja að þetta væri ekki óalgengt hérlendis en kannski ekki algengt. Þær skipta þó tugum.” Á hvaða aldri eru þær? ,,Flestar konurnar eru 35-40 ára. Nokkrar eru yngri og sumar örlítið eldri. Oftast er um að ræða kon- ur sem vilja eignast barn, og vilja helst eignast barn í sambúð, en þegar þær sjá fram á að þær eru að renna út á tíma, þá koma þær til okkar.” Gjafasæðið sem ART Me- dica notar er flutt inn frá Danmörku. ,,Konur geta síðan sjálfar keypt sæði frá ýmsum tæknifrjóvgunar- stofnunum, t.d. í Ameríku, en það er miklu dýrara. Það ræðst meðal annars af flutningskostnaði en það er dýrt að flytja lífsýni milli landa.” Er hægt að fá upplýs- ingar um sæðisgjafann? ,,Já, það er hægt að fá upplýsingar um hæð, þyngd, augnlit, háralit og menntun. Einnig er hægt að fá viðbótarupplýsingar frá svokölluðum open-do- nor. Þá hefur gjafinn gefið leyfi fyrir því að barnið, sem hugsanlega verður til, fái meiri upplýsingar um hann, t.d. nafn og þjóðerni, þegar það nær átján ára aldri.” ART Medica hefur náð mjög góðum árangri í tæknifrjóvgunum, en undir þann hatt falla tæknisæð- ingar. ,,Árangurinn hjá einhleypum konum er yfir- leitt mjög góður. Flestar þeirra eru ekki með nein vandamál tengd frjósemi en þó getur aldurinn háð þeim. Þær vantar bara sæðið til að geta orðið þungaðar. Þess vegna dugar tæknisæðing oftast en stundum þurfa þær meiri hjálp.” Konurnar bera sjálfar kostnað af meðferðinni en Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ferðakostnaði fyrir þær sem búa úti á landi. Innflutt gjafasæði ber virðisaukaskatt. ,,Gjafasæði hefur verið flutt til landsins síðan á níunda áratugnum en nýlega var hætt að flokka það sem lífsýni og það sett í flokk með nautgripasæði. Við kærðum það og málið er í ferli hjá tollinum,” segir Guðmundur. hvað ég var að taka mikla áhættu með því að bíða. Þegar ég fór í fyrsta sinn til ART Medica rann upp fyrir mér hversu hratt og mikið frjósemin minnkar upp úr þrjátíu og átta ára aldri, og sér í lagi frá fertugu. Mér fannst ég alltaf hafa nógan tíma.“ Læknisviðtal og undirbúningur Í fyrravor ákvað Marta að láta slag standa og pantaði tíma hjá ART Medica, tæknifrjóvgunarstofu. „Ég var þá orðin fjörutíu og tveggja ára. Reynsla vinkonu minnar varð til þess að ég vildi alls ekki bíða lengur. Hún átti barn en langaði að eignast fleiri en það tókst ekki. Þá kom í ljós að hún fór óvenjusnemma á breytingaskeiðið. Það bjargaðist þó með góðri hjálp. Hún benti mér á að ef einhver vandamál væru til staðar gæti þetta orðið langt ferli.“ Marta þurfti ekki að undirbúa sig sérstaklega fyrir fyrstu læknisheimsóknina. Hún fór í viðtal, teknar voru blóðprufur til að kanna hormónabúskapinn og skoðað var í sónar hvort einhver vandamál væru til staðar, svo sem blöðrur á eggja- stokkum. „Skoðunin kom vel út og ákveðið var að nota minn eigin tíðahring en yfirleitt er byrjað á því. Ég fór svo í sónar eftir næstu blæðingar og síðan með ákveðnu millibili. Ég notaði egglospróf, sem hægt er að kaupa í apótekum, til að fylgjast með egglosi. Þegar það fór að nálgast fór ég í skoðun á tveggja daga fresti. Í sónar var fylgst með hvernig eggin þroskuðust. Loks fékk ég hormónasprautu sem kemur af stað egglosi. Þá var hægt að tímasetja hvenær best væri að setja upp sæði til að mestar líkur væru á getnaði. Þetta er mjög tæknilegt allt saman,“ segir hún og hlær. Eftir tæknisæðinguna var ekkert annað að gera en að bíða og vona hið besta. „Þetta var miklu léttara en ég átti von á. Ég vissi að ég gæti átt von á að fara mörgum sinnum í meðferðina. Mér var sagt að á mínum aldri væri líklegt að ég þyrfti að fara í tvö til fimm skipti og að alls ekki væri víst að þetta tækist þrátt fyrir að ég hefði egglos þar sem eggin gætu verið orðin of gömul til að frjóvgast. Ég tók óléttupróf þremur dögum eftir að næstu blæðingar hefðu átt að byrja og það var jákvætt. Síðan fór ég í sónar á áttundu viku til að sjá hvort það væri hjartsláttur og eftir það tók við venjuleg mæðravernd.“ Marta veit ekki hversu algengt það er að einhleypar konur fari í tæknisæðingu til að eignast barn. „Þegar ég var ófrísk fór ég inn á lokaða spjallrás á netinu og talaði við nokkrar konur sem voru í þessu ferli, annað hvort búnar að fara í tæknisæðingu eða voru að velta því fyrir sér. Þær voru bæði fleiri og yngri en ég átti von á. Ég bjóst við að þetta væru konur sem væru komnar á síðasta séns eins og ég,“ segir hún kankvís og bætir við að sennilega muni fleiri konur nýta sér þennan möguleika þegar umræðan um hann eykst. Hafði ekkert að fela Undanfarna mánuði hefur Marta búið hjá móður sinni á Ak- ureyri og þar kom dóttirin í heiminn. „Ég flutti frá Mósam- bík til Bretlands í byrjun 2009 og ætlaði að klára doktors- ritgerðina mína. Þá veiktist móðir mín alvarlega þannig að í fyrra var ég með annan fótinn á Íslandi. Mamma var lengi á Grensásdeild að jafna sig eftir veikindin og það hentaði okkur báðum mjög vel að ég flytti til hennar á meðan ég væri í fæðingarorlofi. Mig langaði líka til að eignast barnið á Akureyri. Hér er konum boðið upp á sængurlegu og góða, persónulega þjónustu. Ég á mikið af góðu skyldfólki hér og ég hugsaði auðvitað um hvar ég fengi stuðning. Það er dálítið mál að eignast barn, ekki síst ef maður er einhleypur.“ Á meðgöngunni var Marta oft spurð hver væri faðir barns- ins sem hún bar undir belti. „Þá sagði ég eins og var. Ég ákvað það strax í upphafi. Ákvörðunin var tekin út frá því að ég ætti fullan rétt á að vera einhleyp og eignast barn með því að fá sæði frá einhverjum sem vildi hjálpa mér. Þar af leið- andi var þetta ekkert sem ég skammaðist mín fyrir og þess vegna hafði ég ekkert að fela. Og ef einhver hafði einhverjar skoðanir á þessu, þá mátti hann hafa þær. Ég bjóst við að mitt fólk, sem er frekar víðsýnt og opið, sýndi mér fullan stuðning, sem það gerði. Þá var mér nokkuð sama um hina.“ Marta viðurkennir fúslega að líf hennar hafi tekið miklum breytingum undanfarna mánuði. ,,Já, og mér finnst það yndislegt. Ég var svo tilbúin í þetta. Ég hélt að ég myndi kannski aldrei losna við ferðabakteríuna og gæti ekki fest mig við ábyrgðina sem fylgir því að eiga barn, og setja það í fyrsta sæti. En ég fann þegar ég var í náminu og var búin að vera lengi ein, þótt mér liði vel með það, að mig langaði í meiri nánd í lífið. Eða meiri ást í lífið. Mig langaði í náið samband og komst að þeirri niðurstöðu að það væri frekar barn en maður. Þó að ég eignaðist mann var ekki sjálfgefið að hann gæti eignast barn eða vildi eignast barn. Menn á mínum aldri eru oftast búnir að eignast sína fjölskyldu. Hins vegar útilokaði það að eignast barn ekki þann möguleika að ég eignaðist síðar mann sem væri tilbúinn að ganga því í föðurstað.“ Marta hefur velt fyrir sér hvernig hún muni útskýra fað- ernið fyrir dótturinni þegar sú litla kemst til vits og ára. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég mun orða það. Ég vil þó segja henni að mig hafi langað afar mikið til að eignast hana og af því ég að átti ekki mann hafi ég fengið aðstoð frá manni sem við þekkjum ekki en hann hljóti að hafa verið góðhjart- aður fyrst hann vildi hjálpa mér að fá hana í heiminn.“ Spurð hvort hún myndi ráðleggja einhleypum konum að fara í tæknisæðingu svarar Marta játandi því annars hefði hún ekki farið að tjá sig um málið í blaðaviðtali en tekur fram að það sé mjög mismunandi hvað henti hverjum og einum. „Þetta er svo einstaklingsbundið. Ég býst við að einhleyp kona sem fer út í svona geri það ekki nema að vel athuguðu máli. Gott stuðningsnet er mikilvægt. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta nema vegna þess að ég á svo góða fjöl- skyldu, hef góða menntun og er ekki skuldum vafin. Ekki síst barnsins vegna þar sem mér fannst mikilvægt að það ætti fleiri að en mig og ætti móður sem væri ekki þjökuð af fjárhagsáhyggjum og þyrfti að vinna myrkranna á milli. Ég mæli tvímælalaust með þessu fyrir einhleypa konu sem langar að eignast barn og treystir sér til að ala það upp án maka. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eða að eitthvað sé rangt við það.“ Marta segir fæðingu dótturinnar hafa sett lífið í allt annað samhengi en áður. „Núna skil ég hvað fólk á við þegar það segir að barneignir séu það besta sem það hafi upplifað. Ég sakna þess ekkert að ferðast um heiminn þó að ég eigi örugglega eftir að gera það aftur síðar. Ég er á þeim stað í lífinu að þetta er það sem mig langar mest til að gera. Þótt maður sé einhleypur kemur það ekki í veg fyrir að maður geti eignast fjölskyldu.“ Þegar Marta er spurð hvort hún myndi fara aftur í tækni- sæðingu til að verða ófrísk útilokar hún það ekki. „Ég get vel hugsað mér það, ef mín líffræðilega klukka leyfir. Eins og er langar mig að ljúka við doktorsritgerðina og njóta þess að vera með dóttur minni. Hvað síðar verður mun tíminn leiða í ljós.“ Ákvörðunin var tekin út frá því að ég ætti fullan rétt á að vera einhleyp og eignast barn með því að fá sæði frá einhverjum sem vildi hjálpa mér. Bebba sjö vikna. Á meðgöngunni var Marta oft spurð hver væri faðir barnsins sem hún bar undir belti. „Þá sagði ég eins og var. Ég ákvað það strax í upphafi. 18 viðtal Helgin 1.-3. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.