Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 4
„snilldarbók“
EH / kiljan
„… óskaplega spennandi …
algjört meistaraverk …
frábær bók í alla staði.“
ij / kiljan
Skáldsögur 20.–26.10.10
Metsölubókin Hreinsun
eftir Sofi Oksanen
Bókmenntaverðlaun
norðurlandar áðs 2010
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Fínasta veður og nokkuð bjart.
strekkingsvindur, einkum
undir kvöld.
HöFuðborgarsvæðið: Fremur
hægur vindur og sól yFir daginn.
Hvasst, sérstaklega norðvestantil á land-
inu og eins austast. talsverð rigning og
slydda eystra, og snjókoma norðanlands.
HöFuðborgarsvæðið: strekkings norðan-
og norðaustanvindur. Úrkomulaust.
lægir á landinu og roFar víða til með
kólnandi veðri. él og snjókoma norð-
austan- og austanlands.
HöFuðborgarsvæðið: Fremur stillt, bjart
og hiti rétt oFan Frostmarks yFir daginn.
Hvasst á laugardag, en
ekkert meira en það
djúp lægð verður á ferðinni fyrir austan
landið seint föstudag og á laugardag. verði
hún nærgöngul og hægfara má búast við
mjög slæmu veðri fyrir norðan og austan.
liklegra er þó að hún taki
stefnuna á Færeyjar og
sleppum við þá betur. Á
sunnudag gengur vindur niður
og þá er spáð éljum eða
dálítilli snjókomu norð-
austan- og austanlands.
4
3
0 2
4
3
1 1
4
3
2
2 1
0
3
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
É g hugsaði til hjálparstofnana í New York fyrir 120 árum og ógrynni fólksins sem stóð í röð-
um hjá þeim þegar ég heyrði að hér á
Íslandi stæði fólk í röðum eftir matar-
gjöfum,“ sagði Mads Roke Clausen,
framkvæmdastjóri Mæðrahjálparinnar
í Danmörku. „Þar var fátækum gefinn
matur en vandamálið ekki leyst. Til-
hugsunin um fólk í röðum eftir mat er
yfirþyrmandi og slík staða þætti afar
sérkennileg í Danmörku,“ segir hann,
enda óþekkt að fólk standi í biðröðum
eftir mat.
Mads Roke Clausen er einn helsti sér-
fræðingur Dana í að hjálpa fólki til sjálfs-
hjálpar og vill sjá íslenskar hjálparstofn-
anir hverfa frá matargjöfum og stefna að
því að kenna fólki að bjarga sér – til að
mynda með fjárhagsráðgjöf og styrkjum
til náms. En hvað gerir stöðuna hér svo
ólíka stöðunni í Danmörku? „Við höfum
séð vaxandi atvinnuleysi í Danmörku en
þrátt fyrir það þarf fólk ekki að standa
í röðum eftir mat. Þar hefur verið ein-
blínt á að gera fólk ekki háð hjálparstofn-
unum.“
Öflugri leið en matargjafir
Vilborg Oddsdóttir hjá Hálparstofnun
kirkjunnar segir að lengi hafi verið rætt
um að fara dönsku leiðina, svo hægt væri
að setjast niður með hverjum og einum,
greina vandann og nota féð þar sem það
nýttist best. „Það væri öflugri leið, því
þá gætu hjálparsamtökin nýtt upplýsing-
arnar til að þrýsta á stjórnvöld að leysa
vandann – í stað þess að geta aðeins
rétt fram pokann.“ Hins vegar hafi verið
horfið frá því að hætta matargjöfum –
enda sæki fólk á lágmarkslaunum, sem
hafi ekki í önnur hús að venda, til hálpar-
stofnana.
„Lágmarkslaun eru undir fátæktar-
mörkum. Bætur eru svo enn lægri,“
segir Vilborg og bendir á að samkvæmt
Efnahags- og framfarastofnuninni,
OECD, séu fátæktarmörkin um 160 þús-
und krónur.
Hún nefnir að nú, tveimur árum eft-
ir hrun, sjái starfsmenn Hjálparstofn-
unar kirkjunnar álagið aukast á fólki í
nauð. „Við sjáum orðið í mun meira mæli
hvernig álagið á foreldrana er farið að
bitna á börnunum. Þeir hafa áhyggjur
af því að geta ekki sent börnin í íþróttir,
skólaferðalög eða haldið fyrir þau af-
mæli.“ Allir aukasjóðir heimilanna eru
tómir. „Foreldrar eru uggandi yfir stöðu
barna sinna.“
reikna upp framfærsluna
Hjálparstofnanir mættu á fund Velferðar-
vaktar félags- og tryggingamálaráuneyt-
isins í gær þar sem rætt var um hvernig
aðstoð þeirra til hinna efnaminni komi
að sem bestum notum og hvernig hægt
sé að örva samstarf milli þessara aðila,
og var Mads Roke gestur á fundinum.
Lára Björnsdóttir, formaður Velferð-
arvaktarinnar, segir að á vegum félags-
og tryggingamálaráðuneytisins sé nú
unnið að því með háskólasamfélaginu
að reikna út lágmarksframfærslu. Hvað
sú vinna leiði af sér eigi eftir að koma í
ljós. „Það er jú skylda sveitarfélaganna
að sjá fólki fyrir lágmarks framfærslu.“
gunnhildur arna gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
samráðsdagur hjálparsamtök Funduðu
Við sjáum
orðið í mun
meira mæli
hvernig
álagið á for-
eldrana er
farið að bitna
á börnunum.
Þeir hafa
áhyggjur af
því að geta
ekki sent
börnin í
íþróttir, skóla-
ferðalög eða
haldið fyrir
þau afmæli.
Biðraðir fátækra minna á
New York fyrir 120 árum
Matargjafir leysa ekki vanda fátækra til lengdar, segir Mads Roke Clausen, framkvæmdastjóri
Mæðrahjálparinnar í Danmörku. Tilhugsunin um fólk í biðröðum eftir mat er yfirþyrmandi og minnir
á stöðu fátækra í new york fyrir 120 árum.
í röð hjá Fjölskylduhjálpinni staða sem er óþekkt í danmörku og minnir framkvæmdastjóra mæðrahjálparinnar þar á stöðuna
í new york fyrir 120 árum, þegar um 900 þúsund lifðu í fátækt og sóttu hjálp til hundrað hjálparstofnana. Ljósmynd/Hari
kynferðisdómur
mildaður
Hæstiréttur mildaði í gær dóm yfir Jóni
dagbjartssyni, starfsmanni meðferðar-
heimilis, vegna kynferðisbrota gagnvart
stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á
vegum barnaverndaryfirvalda. Héraðs-
dómur norðurlands eystra dæmdi
manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi en
hæstiréttur stytti dóminn í tveggja ára
fangelsi. héraðsdómur sakfelldi manninn
fyrir brot gegn tveimur stúlkum en hæsti-
réttur sakfelldi hann fyrir gróf kynferðis-
brot gegn annarri og staðfesti bótadóm
héraðsdóms, 1.250 þúsund krónur, en
sýknaði hann af brotum gegn hinni. -jh
sex mánaða líkams-
árásardómur stað-
festur
hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða
fangelsisdóm yfir karlmanni vegna hættu-
legrar líkamsárásar en hann sló annan
með glerflösku í höfuðið á skemmti-
staðnum nasa í september árið 2008.
sá hlaut skurð ofan við hársvarðarlínu
sem þurfti að sauma. Árásarmanninum
var einnig gert að greiða 360 þúsund
króna miskabætur. Fangelsisdómurinn er
skilorðsbundinn til tveggja ára. -jh
óvæntur sonur
hins myrta
„Þetta er óvænt ljós í myrkrinu,” sagði
helgi vilhjálmsson í góu í viðtali við
Pressuna en þar segir frá því að sonur
hans, hannes Þór, sem var myrtur í ágúst
síðastliðnum, eigi ársgamlan son.
Fjölskyldan komst nýlega að því að
hannes ætti ársgamlan son í eistlandi. hin
eistneska barnsmóðir er stödd hér á landi.
helgi segir að fjölskyldan sé ekki enn búin
að átta sig fyllilega á fréttunum en segir
drenginn velkominn í hóp fjölskyldunnar.
-jh
Jonathan Motzfeld, fyrsti
formaður grænlensku land-
stjórnarinnar, er látinn.
Hann fæddist árið 1938
og var um áratugaskeið
áhrifamesti grænlenski
stjórnmálamaðurinn. Jona-
than var giftur íslenskri
konu, Kristjönu Guðrúnu
Guðmundsdóttur. Hún lifir
mann sinn. Í frétt mbl.is um
dauða Motzfelds var vitnað í
grænlenska vefinn sermitsi-
aq.gl en þar kom fram að
hann hefði lengi barist við
krabbamein. Motzfeld var
formaður flokksins Siumut,
sat á grænlenska þinginu
frá 1979 til 2009 og var for-
maður grænlensku land-
stjórnarinnar 1979 til 1991
og aftur 1997 til 2002. -jh
jonathan motzfeld látinn
4 fréttir helgin 29.-31. október 2010