Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 70
70 dægurmál Helgin 29.-31. október 2010
Skoðið yfirhafnir á laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÝTT
COVERED- BANDOLERA
FALLEGAR YFIRHAFNIR
L ára Björg, sem er einstæð móðir í Vesturbænum, rekur í bókinni raunir sínar eftir efnahagshrun-
ið og gerir óspart grín að sjálfri sér og
öðrum. Henni tekst líka oftar en ekki að
kenna hinum alræmdu útrásarvíkingum
um vandræði sín.
„Ég kom til landsins á mánudaginn. Ég
gat ekki misst af útgáfudegi bókarinn-
ar,“ segir Birna Anna. „Hún hefur heldur
aldrei misst af neinu í lífi mínu,“ segir
Lára. „Hún var meira að segja viðstödd
fæðingu sonar míns.“
Birna Anna stendur þétt að baki litlu
systur sinni og hefur fulla trú á því að hún
muni spjara sig á bókamarkaðnum. „Ég
hef alla trú á henni. Í fyrsta lagi er hún
búin að skrifa frábæra bók og ég veit að
þetta á eftir að ganga vel enda er eins og
hún hafi aldrei gert annað. Það er enginn
byrjendabragur á henni.“
„Hvaða vitleysa ...“ grípur Lára hógvær
fram í en Birna Anna gefur sig ekki: „Jú.
Þetta er satt!“
Birna Anna hefur búið í New York um
árabil en þær systur eru það nánar að það
kemur vart að sök. „Það er ekkert gam-
an að vera í burtu frá Láru en við erum í
Lára Björg Björnsdóttir sækir stuðning tiL stóru systur
jökuLL sóLBerg á hLut í netheimsmeti
Bruddu flúor í tvö ár
Bókin Takk útrásarvíkingar eftir Láru Björgu Björnsdóttur kemur út í dag, föstudag. Birna
Anna, stóra systir hennar, flaug heim frá New York til þess að leiða Láru og bókina út í
jólabókaflóðið en hún synti sjálf í því ölduróti fyrir nokkrum árum sem einn höfunda Dísar
sem sló eftirminnilega í gegn.
Birna Anna leyfir Láru Björgu að fara á McDonald´s þegar hún kemur í heimsókn til New York. Hún óttast samt unna mat-
vöru á meðan Lára vill að spægipylsa verði þjóðarréttur Íslendinga. Ljósmynd/Hari
Rúmlega 7.000 manns hafa merkt
sig, eða „taggað“ eins og það heitir
á Facebook-máli, inn á risastóra
ljósmynd af áhorfendaskara á
Glastonbury-tónlistarhátíðinni í
Englandi í sumar. Ekki er vitað til
þess að jafn margir hafi merkt sig
inn á eina ljósmynd á netinu áður
og Heimsmetabók Guinness hefur
staðfest að hér sé um heimsmet
að ræða.
Jökull Sólberg Auðunsson var
einn fimm forritara sem komu að
gerð myndasíðunnar þannig að
Íslendingum er óhætt að slá eign
sinni á þetta met, í það minnsta að
hluta til. „Þetta kom þannig til að
ég var að vinna hjá net-auglýsinga-
stofu í London en einn stærsti við-
skiptavinur hennar er Orange-far-
símafyrirtækið. Orange er helsti
stuðningsaðili Glastonbury og á
hverju ári er reynt að gera eitthvað
nýtt til þess að vekja athygli og að
þessu sinni var ákveðið að koma
þessari risamynd á vefinn og gefa
tónleikagestum kost á að merkja
sig og vini sína inn á myndina.“
Um 70.000 manns eru á myndinni
og það kom í hlut Jökuls að forrita
viðmótið sem gerði fólki kleift að
stækka myndina nógu mikið til að
geta greint andlit og komast síðan
inn á Facebook til þess að merkja
sig inn. „Ég er hættur á auglýs-
ingastofunni og er fluttur heim en
tek enn að mér verkefni fyrir þá
og vann þetta bara hérna heima,“
segir Jökull sem er einyrki á
netmarkaði og rekur Netfélagið.is
og hefur nóg að gera við heima-
síðugerð.
„Taggaðasta“ mynd í heimi
Þegar það
þyrmir yfir
Birnu Önnu í
neðanjarðar-
lestinni í New
York veit hún
að eitthvað
hræðilegt
er að koma
fyrir mig hér
heima.
rosalega þéttu sambandi og erum eigin-
lega í stöðugum samræðum alla daga í
tölvupósti og á MSN.“ Hér grípur Lára
inn í og er nokkuð niðri fyrir: „Við erum
líka svo andlega tengdar og finnum alltaf
á okkur hvernig hinni líður. Þannig að
þegar það þyrmir yfir Birnu Önnu í neð-
anjarðarlestinni í New York veit hún að
eitthvað hræðilegt er að koma fyrir mig
hér heima.“
Faðir þeirra systra, Björn Ragnars-
son tannlæknir, kemur nokkuð við sögu
í Takk útrásarvíkingar og er lýst sem
vægast sagt ofverndandi föður. Þær
systur fullyrða að þar sé ekki um neinar
ýkjur að ræða og hrópa svo í kór: „Eng-
in skemmd!“ Báðar státa þær af því að
aldrei hefur þurft að gera við eina einustu
tönn í þeim. „Og veistu af hverju? Pabbi
lét okkur bryðja flúortöflur daglega í tvö
ár á meðan tennurnar voru á sérlega við-
kvæmu stigi. Þetta voru einhverjar töflur
sem voru á tilraunastigi þá,“ segir Lára
og brosir sínu blíðasta þannig að skín í
skjannahvítar tennurnar og getur lík-
lega þakkað pabba gamla fyrir geislandi
brosið.
Símaskráin og handbók heimskingjans
Agli Gilzenegger er einkar lagið að hertaka alla umræðu
þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hendur og hann hefur
drottnað yfir netmiðlum þessa vikuna eftir að
hafin var undirskirftasöfnun gegn því að hann
tæki þátt í ritstjórn Símaskrárinnar. Hrannar
B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, er í hópi þeirra sem skrifað hafa undir.
Á listanum skýtur einnig upp kollinum Hávar
nokkur Sigurjónsson og kemur kannski ekki
á óvart. Árið 20o6 slátraði hann Biblíu fallega
fólksins, eftir Egil, í ritdómi í Morgunblaðinu.
Kallaði bókina „handbók heimskingjans, og
sagði Egil vera fordómafullan, sjálfhverfan og
óupplýstan drengstaula. Hann hefur greinilega ekki skipt
um skoðun á síðustu árum. Ágúst Borgþór Sverrisson
rithöfundur lenti nýlega í skaki við Gilzenegger á síðum
Fréttablaðsins en tjáir sig í anda Voltaires á Facebook og
fordæmir undirskriftasöfnunina.
Ákveðið var að
koma þessari
risamynd á
vefinn og gefa
tónleikagest-
um kost á að
merkja sig inn
á hana.Jökull Sólberg er 24 ára gamall forritari sem fór um tvítugt til
London þar sem hann aflaði sér mikillar reynslu.
Þráinn Bert-
elsson, sem
lauk nýlega
eyðimerkur-
göngu sinni
sem utan-
flokkaþing-
maður þegar hann gekk
til liðs við Vinstri-græna,
er á skjön við meirihluta
flokksins í hinu eldfima
og háskalega ESB-máli.
Þráinn virðist þó hafa
ákveðnar grunsemdir um
að Evrópusinnar í röðum
VG séu mun fleiri en útlit
er fyrir en það fólk þori
ekki að stíga fram og segja
hug sinn. Þráinn veltir
þessu fyrir sér á Facebook-
síðu sinni þar sem hann
spyr: „Hvað ætli það séu
margir Evrópusinnar í
Vinstrigrænum (auk mín)
sem þora að koma út úr
skápnum?“
Systurnar Þóra og Kristín
Tómasdætur blanda sér
í jólabókaslaginn í ár með
bókinni Stelpur! Hér er á
ferðinni uppbyggileg hand-
bók, uppflettirit og sann-
kallaður stelpnafræðari
sem
er
ætl-
aður
unglingsstúlkum. Þóra
og Kristín eru eldheitir
femínistar og ætla má
að með bókinni reyni
þær öðrum þræði að
leiðbeina ungum stúlkum
um refilstigu staðalmynda
kynjanna. Þóra, sem gerði
það lengi gott í Kastljósinu,
býr nú í Noregi en flýgur
heim á föstudag til þess að
taka þátt í útgáfugleðinni
með Kristínu.