Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 30
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 11 12 12 12 13 14 15 16 29.11. 2010 Mæting á Keflavíkurflugvelli kl. 06.00 1 Helsinki 07.45-13.10 (Icelandair) 21.541x2 = 43.082 Hótel: Hotel Haven (5*) 39.907 Dagur 1 (29.11.): Exista, með Bakkabræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni í fararbroddi, keypti stóran hlut í finnska trygg ingarisanum Sampo. Hlut- urinn var seldur strax eftir hrun með tugmilljarða tapi. Heimilis- fang Sampo er Fabianinkatu 27 í Helsinki. 30.11. 2010 2 Riga 08.30-09.25 (Baltic Air) 10.184x2 = 20.368 Hótel: Grand Palace Hotel (5*) 27.983 Dagur 1 (30.11.): Penninn keypti, í samstarfi við Te&kaffi, lett- nesku kaffibrennsluna Melna Kafija árið 2007. Skilanefnd Sparisjóðabankans seldi þann hlut nú í október með miklu tapi. Heimilisfang kaffibrennslunnar er Kekevas, rétt utan við Riga. 1.12. 2010 3 Stokkhólmur 06.50-07.05 (Baltic Air) 9.262x2 = 18.524 Hótel: Hilton Slussen Hotel Stockholm (5*) 42.039 Dagur 1 (1.12.): Milestone keypti sænska tryggingarisann Moderna í miðborg Stokkhólms fyrir tugi milljarða seinni hluta árs 2007. Eftir hrun var félagið bútað í sundur og selt með gífurlegu tapi fyrir kröfuhafa Milestone. 2.12. 2010 4 Ósló 09.10-10.10 (Norwegian) 5.930x2 = 11.860 Hótel: Grand Hotel Rica (5*) 57.420 Dagur 1 (2.12.): Exista keypti tæplega 10% hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand árið 2007 og reyndi ásamt Kaupþingi að yfirtaka félagið. Í lok október 2008 var hlutur inn seldur á hrakvirði, með tug- milljarða króna tapi. Höfuð- stöðvar Storebrand eru við Filipstad Brygge 1. 3.12. 2010 5 Kaupmannahöfn 07.40-08.55 (Norwegian) 12.455x2 = 24.910 Hótel: First Skt. Petri Hotel (5*) 2 nætur 114.625 Dagur 1 (3.12.): Nordic Partners, undir forystu Gísla heitins Reynis sonar, keypti Remen Hotels haustið 2007. Flaggskipið er hið fræga Hotel D’Angleterre við Kongens Nytorv. Dagur 2 (4.12.): Fons keypti danska flugfélagið Sterling í annað sinn árið 2008. Það varð gjaldþrota seinna sama ár og kostaði Pálma Haraldsson á annan tug milljarða. Heimilis- fangið er Lufthavnsvej 2 í Sønderborg. 5.12. 2010 6 Manchester 08.25-09.30 (British Midlands) 16.931x2 = 33.862 Hótel: The Lowry – Rocco Forte Hotel (5*) 2 nætur 80.938 Dagur 1 (5.12.): Farið til Wigan. Exista keypti tæplega þriðjungshlut í bresku sport- vöruverslanakeðjunni JJB Sports árið 2007 með láni frá Kaupþingi upp á 20 milljarða. Í dag rambar JJB Sports á barmi gjaldþrots og hluturinn er nær verðlaus. Heimilisfang er Martland Park á Challenge Way í Wigan. Dagur 2 (6.12.): Farið til Nott- ingham þar sem Eimskip keypti breska flutningafyrirtækið Inn- ovate í tveimur hlutum á árunum 2006 og 2007. Sumarið 2008 þurfti félagið að afskrifa tæpa tíu milljarða vegna kaupanna og átti fjárfestingin stóran þátt í að Eimskip var á barmi gjald- þrots áður en nauðasamningar björguðu því. 7.12. 2010 7 Frankfurt 07.00-09.45 (Lufthansa) 6.816x2 = 17.632 Hótel: Hilton Frankfurt (5*) 56.041 Dagur 1 (7.12.): Höfuðstöðvar Commerzbank, sem FL Group tapaði milljörðum á að fjárfesta í árið 2007. Commerzbank- turninn er í miðborg Frankfurt og er hæsta bygging í löndum Evrópusambandsins. 8.12. 2010 8 Skopje 10.15-14.20 (Malev – millilent í Búdapest) 26.381x2 = 52.762 Hótel: Tcc Plaza (5*) 2 nætur 35.256 Dagur 1 (8.12.): Afslöppun Dagur 2 (9.12.): Milestone keypti makedónska dvergbankann Stater Bank í lok árs 2007. Einu og hálfu ári síðar seldi þrotabú Milestone bankann á hrakvirði. Höfuðstöðvar Stater Bank eru í miðborg Skopje, höfuðborg Makedóníu. 10.12. 2010 9 Alicante 08.15-22.40 (Montenegro Airlines, RyanAir – millilent í Svartfjallalandi og Frankfurt) 32.351x2 = 64.702 Hótel: La Finca Golf & Spa Resort (5*) 2 nætur 30.282 Dagur 1 (10.12.): Afslöppun Dagur 2 (11.12.): AB Capital, sem er í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, keypti gríðarstórt land á La Manga á Spáni árið 2006. Nokkrum milljörðum síðar hefur enn ekkert risið á landinu sem vísast rennur inn í einhvern íslensku bankanna á endanum. 12.12. 2010 10 Djíbútí 11.10-12.00 (12.12.-13.12.) (easyJet, Ethiopian Airlines, Kenya Airways - millilent í London og Addis Ababa) 151.475x2 = 302.950 Hótel: Djibouti Palace Kempinski (5*) 2 næstur 109.779 Dagur 1 (13.12.): Afslöppun Dagur 2 (14.12.): REI, útrásar- armur Orkuveitu Reykja víkur, hugðist leggja rúma níu milljarða í jarðvarmaverkefni við Assal- vatn í Afríkuríkinu Djíbútí. Skemmst er frá því að segja að þessar hugmyndir eru komnar á hilluna enda hefur REI lokið keppni. Búið er að leggja nokkur hundruð milljóna í rannsóknar- vinnu á svæðinu sem munu aldrei fást til baka. Assal-vatn er 120 kílómetra frá höfuðborginni Djíbútí. 15.12. 2010 11 Macau 12.45-21.05 (15.12.-16.12.) (Kenya Airways, Ethiopian Airlines, Thai AirAsia – millient í Addis Ababa og Bangkok) 150.202x2 = 300.404 Hótel: Royal Hotel Macau (5*) 2 nætur 25.200 Dagur 1 (16.12.): Afslöppun Dagur 2 (17.12.): Trygginga- félagið Sjóvá gerði samning við verktakafyrirtæki um byggingu 68 lúxusíbúða í Turni IV í Macau árið 2007. Tveimur árum síðar þurfti félagið að greiða miskabætur til að losna undan samningnum og tapaði þremur milljörðum. Turninn stendur í miðborg Macau og fer ekki fram hjá neinum. 18.12. 2010 12 Salvador (Brasilíu) 10.15-16.15 (18.12.-19.12.) (Tiger Airways, Qantas Airways, Condor – millilent í Singapore og Frankfurt) 236.022x2 = 472.044 Hótel: Pestana Convento do Carmo Hotel (4*) 1 nótt 35.899 20.12. 2010 13 Natal (Brasilíu) 12.50-14.20 (20.12.) (Gol Transportes Aereos) 25.627x2 = 51.254 Hótel: Blue Tree Park Natal Piramide (5*) 2 nætur 44.854 Dagur 1 (20.12.): Afslöppun Dagur 2 (21.12.): Salt Properties, dótturfélag Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wess man, hugðist byggja lúxus frístunda- garð í Palmeira, nálægt borginni Natal. Þær hugmyndir hafa verið lagðar á hilluna en í staðinn standa yfir vindmælingar á svæðinu sem gaman er að fylgjast með. 22.12. 2010 14 Los Angeles 06.00-22.59 (Tam Linhas Aereas, Copa Air – millilent í Sao Paulo og Panama) 141.000x2 = 282.000 Hótel: Beverly Wilshire Four Seasons (5*) 3 nætur 186.672 Dagur 1 (22.12.): Afslöppun Dagur 2 (23.12.): Kaupþing og Candy-bræður keyptu átta ekru byggingasvæði fyrir 500 milljónir dollara árið 2007 í Wils- hire í Beverly Hills-hverfinu í Los Angeles og misstu það síðan árið 2009. Byggja átti lúxusíbúðir á svæðinu. Dagur 3 (24.12.): Afslöppun 25.12. 2010 15 Dallas 10.55-15.50 (Virgin America) 23.855x2 = 47.710 Hótel: Warwick Melrose Hotel Dallas (4*) 2 nætur 44.178 Dagur 1 (25.12.): Afslöppun Dagur 2 (26.12.): Höfuðstöðvar American Airlines, sem FL Group tapaði tugum milljarða á að fjárfesta í árið 2007, eru á 4333 Amon Carter Boulevard. 27.12. 2010 16 Boston 05.20-11.59 (US Airways – millilent í Charlotte) 37.277x2 = 74.554 Hótel: Four Seasons (5*) 2 nætur 95.330 Dagur 1 (27.12.): Afslöppun Dagur 2 (28.12.): Dagsbrún Media Fund, sem var í eigu Baugs, setti á laggirnar fríblaðið Boston Now. Blaðið lifði í ár og tapið var talið í milljörðum. Heimilisfangið var 30th Winter Street í miðborg Boston. 29.12. 2010 17 Keflavík 20.30-06.40 (29.12.-30.12.) (Icelandair) 47.691x2 = 95.382 Heimkoma 30.12. kl. 06.40 Kostnaður samtals 2.940.403 Heimsreisa á slóðir íslensku útrásarinnar F yrir þá ís-lensku ferða-langa sem eru orðnir leiðir á skemmtiferða- skipum og sólarströndum hefur Fréttatíminn sett saman heimsreisu á slóðir íslenskra útrásarvíkinga. Heimsóttar eru fimm heimsálfur þar sem íslenskir athafnamenn stunduðu viðskipti af slíkri ákefð að kappið bar forsjána yfirleitt ofurliði. Heimsreisan tekur rétt rúman mánuð og kostar um þrjár milljónir fyrir hjón – það er flug og hótel. Lagt verður af stað 29. nóvember og komið heim 30. desember. Ekki er búið að velja fararstjóra en Fréttatíminn leggur til að Ólafur Ragnar Grímsson taki að sér það hlutverk. Í honum fara saman djúp þekking á útrás- inni, mikill ferðavilji og næmt auga fyrir alþjóðlegu sam- hengi hlutanna. 17 30 fréttir Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.