Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Síða 4

Fréttatíminn - 21.10.2011, Síða 4
Skannaðu kóðann eða farðu á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina. gulrótasúpa með vorlauk og sýrðum rjóma Rjómi með tappa endist lengur! ATH! Aflaverðmæti 83,6 milljarðar króna 4,8% Aukning AflA- verðmætis milli árA Október 2011 Hagstofa Íslands veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SV-átt og froStlAuSt á láglendi Sem og á fleStum fjAllVegum. Skúrir eðA Slydduél VeStAn og SuðVeStAntil og StrekkingSVindur HöfuðborgArSVæðið: skúrir Af hAfi meirA og minnA, en sól á milli. frekAr milt og dálítil rigning í fleStum lAndSHlutum. um morguninn SunnAn- lAndS og SíðdegiS fyrir norðAn. fremur Hægur Vindur. HöfuðborgArSVæðið: sA-átt og dálítil rigning, einkum um morguninn. SnýSt til n-lægrAr áttAr og kóln- Andi Veðri. él eðA Slydduél VíðA um lAnd, einkum þó norðAn- og norð- AuStAnlAndS. HöfuðborgArSVæðið: hægur vindur og skúrir eðA slydduél, en birtir upp. frekar hæglátt veður, en kólnar á sunnudag útlit er fyrir fremur aðgerðarlítið veður hjá okkur. og þó, því víðast verður fremur úrkomusamt í dag og á morgun, en vindur þó alls ekki teljandi. hitinn ætti að haldast yfir frostmaarki á láglendi, en stutt verður í slabbið og hálkuna á flestum fjallvegum. Á sunnudag er því spáð að lægð sem verður lítil um sig skjótist til norðurs skammt fyrir austan land. Þá með slyddu og síðar snjókomu austan- og norðaustan- lands og veður fer kólnandi upp úr því á landinu öllu. 6 5 8 9 8 5 4 6 7 5 5 3 3 7 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is miðborgin okkar! hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu. munið kjöt- súpudaginn á laugardag. Sjá nánar auglýsingu á bls. 29 og á www.miðborgin.is guðbjartur sækir á rétt rúmur þriðjungur stuðningsmanna samfylkingarinnar, 36,1%, treysta Jóhönnu sigurðardóttur forsætisráðherra best til að gegna embætti formanns samfylkingar- innar, að því er fram kemur í skoðanakönn- un sem viðskiptablaðið birti í gær. mmr vann könnunina. næst á eftir koma guð- bjartur hannesson velferðarráðherra með 28,3% stuðning og dagur b. eggertsson, varaformaður flokksins, með 17,2%. Þá styðja 9,7% Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra en 8,7% Árna Pál Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. - jh gullsmiðir bjóða heim gullsmiðadagurinn verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn á morgun, laugardag. Þetta er gert í tengslum við afmæli félagsins, 19. október, en ætlunin er að þetta verði að árvissum viðburði. mark- miðið er, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins, að vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða. Þetta árið ætla gullsmiðir að leggja áherslu á þrif og almennt viðhald á skartgripum og bjóða gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fag- manninn. fram kemur að gullsmiðir verða til taks í verslunum sínum á laugardaginn þar sem þeir svara þeim spurningum sem brenna á vörum gesta.- jh hærri byggingarvísitala vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan október, hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, að því er fram kemur í tölum hag- stofunnar. verð á innlendu efni hækkaði um 0,1% en verð á innfluttu efni lækkaði um 0,4%. Verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun hækkaði samtals um 2,8%. á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkað um 10,4%. - jh Tilflutningur skattbyrði greining á áhrifum skattbreytinga undan- farinna tveggja ára sýnir að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk og að helmingur hjóna, um 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta og útsvar, þ.m.t. fjármagns- tekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008, segir í tilkynningu fjármálaráðu- neytisins. „með bótum,“ segir enn fremur, „er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall meiri eða um 37.000. Ennfremur verður séð að um 77% hjóna eða 47.000 hjón greiða minna í fjármagnstekjuskatt á árinu 2010 en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti.“ - Jh Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 83,6 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 79,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Það hefur því aukist um 3,8 milljarða króna eða 4,8% á milli ára, að því er Hagstofa Íslands greindi frá í gær. Aflaverðmæti botnfisks fyrstu sjö mánuði ársins nam 54,7 milljörðum króna og dróst saman um 3,4%. Verðmæti þorskafla var um 26,5 milljarðar og dróst saman um 2%. Afla- verðmæti ýsu nam 6,7 milljörðum og dróst saman um 29%, en verðmæti karfaaflans nam 7,5 milljörðum, sem er 10% aukning. Verðmæti ufsaaflans jókst um 13,1% milli ára í tæpa 4,9 milljarða. Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 6,4 milljörðum króna sem er 0,8% aukning. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 30,9% milli ára og nam 19,7 milljörðum. - jh Óttast mest að upp um þá komist  vændi Halla gunnarsdóttir og auður alFíFa Ketilsdóttir eKKi í iðnó Hulduherinn sem kallar sig stóru systur segist ætla að fylgjast með og koma nöfnum vændiskaupenda til lögreglunnar – jafnvel birta opinberlega. Ljósmynd/Hari n ei, ég var ekki í Iðnó,“ segir Halla Gunnarsdóttir spurð hvort hún hafi tekið þátt í afhjúpun hreyfing- arinnar Stóru systur. Þar lásu konur upp og spiluðu samtöl sín við karla sem héldu þær vera unglingsstúlkur að bjóða vændi. Halla hefur lent í rimmum vegna baráttu sinnar gegn vændiskaupum, meðal annars við Brynjar Níelsson, formann Lögmanna- félagsins. Frá því að Stóra systir afhenti lögreglu lista með 56 nöfnum, 117 símanúmerum og 29 netföngum manna sem þær segja að hafi falast eftir vændi í gegnum auglýs- ingar í Fréttablaðinu, einkamálavefnum og Rauða torginu, hefur því verið velt upp hvort þær hafi brotið lög. Brynjar benti á í morgunútvarpi Rásar tvö að við því lægi „miklu þyngri refsing en nokkurn tímann því að kaupa vændi.“ Halla segir áhugavert að umræðan um gjörninginn sé nú farin að snúast um meint lögbrot kvennanna og hverjar þær séu. „Að því er mér skilst eru þær að svipta hulunni af lögbrotum og mannrétt- indabrotum sem viðgangast á Íslandi. Ég hef ekki sterkar skoðanir á því hvort svona hópar eigi að koma fram undir nafni eða ekki. Mér finnst það ekki höfuðatriðið,“ segir hún. „Mér finnst konurnar vera að kalla fram umræðu um vændi og benda á það sem þrífst á netinu og víðar. Ég kíkti yfir þessi samtöl sem hafa verið birt opinberlega og það eru margir menn tilbúnir að kaupa konur, karla og börn til þess að gera það sem þeir vilja við þetta fólk. Rannsóknir hafa sýnt að þeir óttast ekki að meiða fólkið; að þeir séu að eiga við barn, eða hugsanlega manneskju sem hefur verið seld mansali, eða misnotuð kynferðislega, heldur að það komist upp um þá. Það er það sem þeir óttast mest,“ segir hún og spyr hvort það sé ekki svolítil lenska að skjóta sendiboðann í umræðum á Íslandi? Auður Alfífa Ketilsdóttir, fyrrum rit- stjóri Stúdentablaðsins og femínisti, segist heldur ekki hafa verið í hópnum. Hún er sammála því að verið sé að draga athygl- ina frá vandanum sem Stóra systir bendi á. Spurð hvort hún telji að konurnar feli sig svo að þær verði ekki fyrir aðkasti, telur hún svo ekki vera heldur vilji þær að athyglin beinist að málefninu. „Hitt er annað mál að femínistar hafa verið ofsóttir á Íslandi og þeim hótað fyrir að tala fyrir sjálfsögðum réttindum.“ gunnhildur Arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hverjar eru Stóru systur? Hópurinn afhenti lögreglu lista yfir menn sem vildu kaupa vændi. For- maður lögmannafélagsins segir hærri refsingu liggja við aðferðinni sem þær beittu við að ná mönnunum heldur en vændiskaupum. dæmigert að afvegaleiða umræðuna, segir femínisti. Hún: „Ég get verið óþekk fyrir þig fyrir pening.“ Hann: „Hvað viltu fá fyrir það?“ Hún: „25 þúsund. Ég kem til þín.“ heimild: Úr gögnum Stóru systur 4 fréttir helgin 21.-23. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.